Bananalýðveldi eða siðblinda.

"Að mati þeirra sem fréttatilkynninguna rita er staða Morgunblaðsins, elsta dagblaðsins á Íslandi, sérlega alvarleg. Þar hafi eigendur ráðið Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra landsins sem var Seðlabankastjóri þegar efnahagur landsins hrundi, í ritstjórastólinn. Hann sæti nú rannsókn fyrir þátt sinn í íslenska efnahagshruninu.

Auk þess lýsa talsmenn norrænu blaðamannafélaganna yfir þungum áhyggjum af þeirri meðferð sem þeir sem gegni trúnaðarstörfum fyrir íslenska blaðamenn fái. Þannig hafi bæði núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands, sem og einn núverandi stjórnarmanna verið fyrirvaralaust reknir úr störfum sínum á fjölmiðlum landsins á afar stuttum tíma."

Sennilega er ráðning Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið ein skýrasta mynd þeirrar siðblindu sem þjáir ákveðinn valdahóp á Íslandi.

Það er óhugsandi í nokkru siðmenntuðu ríki að maður með sögu Davíðs Oddssonar væri ráðinn sem ritstjóri fjölmiðils sem vill láta taka sig alvarlega. 

Líklega verður þetta banabiti blaðsins nema eitthvað breytist á næstunni. Ákrifendur flýja... bloggarar flýja... og trúverðurleiki blaðsins í hagsmunagæslu fyrir spillingaröflin í Sjálfstæðisflokknum er eitt risastórt NÚLL.

Og þeir skilja það ekki ... hvort svona fréttir erlendis frá kveiki á perum veit ég ekki en maður spyr sig um heilbrigða skynsemi manna sem svona gera.


mbl.is Áhyggjur af fjölmiðlum hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband