Andlýðræðislegt og þröngsýnt.

Á stjórnarfundi Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Ísland að Evrópusambandinu til baka.

Það málið hjá þessum samtökum.. halda málinu í reykfylltum bakherbergjum klíkustjórnmálanna og neita þjóðinni um aðkomu og árhrif...

Ær og kýr gamaldags stjórnmálamanna sem vilja véla og díla fjarri áhrifum almennings og lýðræðislegum niðurstöðum.

Af hverju vilja þess samtók ekki láta þjóðina ráða í þjóðaratkvæði... maður bara spyr sig ?

Hversu þungt vega hagsmunir sauðfjárbænda í þessari skoðun Ásmundar... maður bara spyr sig ?


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Á ekki bara að fara í alvöru lýðræði og leyfa þjóðinni að kjósa um hvort við eigum að sækja um eða ekki? Ef þjóðin segir nei þarf ekki að eyða meira púðri í þetta, annars halda áfram.  Skil ekki hvers vegna þjóðin má ekki ákveða það.

Víðir Benediktsson, 30.11.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég tek undir með Víðir hér að ofan ef ykkur er svona annt um að þjóðin fái að ráða um aðild okkar að ESB í lýðræðislegum kosningum sem er auðvitað það eina rétta, af hverju má hún þá ekki segja sitt um hvort halda skal áfram þessari vegferð eða stoppa nú? Hvað veldur því að Samfylkingin treystir Þjóðinni ekki til að taka þá ákvörðun, skildi það vera að hún óttist niðurstöðu slíkrar kosninga það skildi ekki vera.

Rafn Gíslason, 30.11.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvers vegna vildi ríkisstjórnin ekki leyfa þjóðinni að ákveða hvort sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið með tilheyrandi aðlögun að stofnana- og regluverki sambandsins á meðan á umsóknarferlinu stendur og milljarðakostnaði? Sérstaklega þegar ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess að fara í þennan leiðangur. Aðeins annar ríkisstjórnarflokkurinn hefur það.

Og hvers vegna fær þjóðin ekki að eiga síðasta orðið? Hvers vegna á hún aðeins að vera ráðgefandi??

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Eru engir sauðfjárbændur í Samfylkingunni ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2009 kl. 01:14

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst þessi ábending um sauðfjárbændur merkileg í þessu sambandi.  Trúlega myndu bændur fá mikinn stuðning ef við förum þarna inn. Afkoma sauðfjárbænda hefur nu ekki verið upp á marga fiska hérlendis hingað til. Þessi stétt framleiðir eina allra bestu matveru sem finnst.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 07:52

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Lýðræðisást SF er engin - það er bara þannig - ef svo væri þá myndu þeir hafa stutt tillögu sjálfstæðisflokksins að þjóðin myndi fá að kjósa um hvort farið yrði í ESB viðræður og nú Icesave - en svo er nú ekki -

ég skil vg þeir vilja miðstýrt forræðishyggjuþjóðfélag -

Óðinn Þórisson, 1.12.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband