26.11.2009 | 23:15
Ljúka þessu máli.
Það þarf að ljúka þessu máli og hætta þessu dómsdagsrausi og takast á við vandann. Það bætir engu við að bulla endalaust á þingi um þessi mál... það liggur fyrir hvað við höfum í hendi..en það liggur ekki fyrir hvað gerist ef þessu máli lýkur ekki.
Ruglið og bullið í bloggurum stjórnarandstöðunnar er aumkunarvert og fram að þessu hef ég ekki heyrt eina einustu tillögu um hvað skal gera ef efnahagslífið frýs endanlega, lokast fyrir lánalínur, fjárfestar hætta við framkvæmdir og bankarnir hrynja á ný..
Þetta er ábyrðgarlaust flokkspólitískt kjaftæði og með ólíkindum hvað menn geta verið blindir og ....
Það hefur allt verið sagt um þetta mál.... og nú er mál að linni.. ég held satt best að segja að bloggarar margir hverjir ættu að hætta að verða sér til skammar.... og taki hver til sín sem vill
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón.
Það er með ólíkindum að hlýða á ykkur Samfylkingarmenn sem eru tilbúnir til þess að koma þjóðinni á hausinn til þess að þjóna flokkspólítísku markmiði Samfylkingarinnar því eina sem þessi flokkur hefur haft á stefnuskrá frá upphafi, þ.e. að koma þjóðinni í Evrópusambandið.
Í því efni reynið þið að telja almenningi trú um að við skulum bara samþykkja hvað sem er, þvílík firra........
Svo er vælt og skælt undan gagnrýni stjórnarandstöðu.... hvernig væri að mótmæla grófri pólítískri íhlutun Evrópusambandsins um málefni Alþingis ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.11.2009 kl. 23:29
Svona talar enginn um hundruða milljarða skuldbindingar. Maður tekur þann tíma sem þarf. Það voru 20 manns sem komu okkur í þessa klemmu. Að skuldbinda heila þjóð. Nú ætlum við að endurtaka leikinn. Nú eiga 33 menn að skuldbinda okkur aftur. Hvenær lærum við Íslendingar?
Doddi D (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:44
Það er gjörsamlega óásættanlegt að mál þetta nái fram að ganga gegn um Alþingi, hvað varðar það að lúffa undan stórum Evrópusambandsþjóðum í því efni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2009 kl. 00:03
Óttalegt bull er þetta Jón Ingi. Hver er með hræðsluáróður? Við erum áhyggjufullir Íslendingar sem viljum berjast fyrir rétti þjóðar til að verja sig. Losum okkur við flokkadrætti og berjumst saman fyrir hönd allra Íslendinga. Horfumst í augu við þá staðreynd að við getum ekki borgað allar þessar skuldir. Þetta er ekki flokkspólitískt kjaftæði. Hjá mér er þetta spurning um framtíð mína og barna minna á Íslandi. Ég bið menn að bera virðingu þeirri skoðun minni og margra annarra.
Helga Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 00:11
Það er greinilega mikill munur á því í þínum huga nú að vera blindur eða sjónlaus ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:45
ég tók rétta afstöðu til icesafe og flúði land... ef ísland samþykkir, þá er landið glatað.. ef ísland samþykkir ekki þá er ísland líka glatað en í verri stöðu en ef þeir samþykkja...
Óskar Þorkelsson, 27.11.2009 kl. 15:45
Sæll Jón Ingi. - Sýnum samstöðu til varnar landi og þjóð.
Íslandi allt !
Benedikta E, 28.11.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.