Enn galar framsóknarhópurinn.

Útibú Framsóknarflokksins í dulargerfi er haldi léttri þráhyggju.

Að forsetinn hafni Icesave ríkisábyrgð er barnalegt að láta sér detta í hug. Slíkt væri ábyrðarleysi sem engum forseta dytti í hug að framkvæma.

Að kasta þjóðinni út í algjöra óvissu dytti engum heilvita manni að gera í þessari stöðu. Þessi málflutningur er lýðskrum á hæsta stigi og ættað í beinan karllegg frá formanni Framsóknarflokksins og ekkert annað en framlenging á lýðskrumi erfingja Luxemburgargullsins.


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Jón Ingi - ertu með óráði ?

Hvernig lítur dulargerfi Framsóknarflokksins út ? Það væri ágætt að þekkja þá úr td. í Hagkaup.

Þú ert fyndinn.

Íslandi allt

Benedikta E, 26.11.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Einar B  Bragason

Hefur þú vitjað geðdeildar nýlega ? Gangi þér annars vel í baráttunni við villu þíns vegar!

Einar B Bragason , 26.11.2009 kl. 02:13

3 Smámynd: Ólafur Elíasson

Kondu sæll Jón.

Ég heiti Ólafur Elíasson og er meðlimur í hinum svokallaða InDefence hópi. Það er orðið ansi þreytandi að þurfa að sitja undir þessum aðdróttunum um að við í hópnum séum á mála hjá Framsóknarflokknum eða öðrum stjórnmálaöflum. Aðdróttanir þínar eru ærumeiðandi og ekki rökstuddar á neinn hátt. Hvað gefur þér leyfi til að básúna þetta rugl. Við í hópnum höfum unnið í heilt ár við að verja hagsmuni landsins með málefnalegri umræðu um þetta ógæfumál. Enginn okkar hefur þegið laun fyrir störf okkar og við erum ekki á mála hjá neinum. Sjálfur er ég tónlistarkennari og viðskiptafræðingur og kenni í tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Ég á ekki í neinum fyrirtækjum eða bönkum og á engra hagsmuna að gæta annara en sameiginlegra hagsmuna þjóðarinnar.

 Kveðja.

Ólafur Elíasson

olaf@simnet.is

Ólafur Elíasson, 26.11.2009 kl. 03:38

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er magnað að það eitt að vera vændur um að vera framsóknarmaður flokkist nú undir "ærumeiðingar". Segir okkur ýmislegt um viðhorfin til þessa ónýta flokks.

Páll Geir Bjarnason, 26.11.2009 kl. 04:12

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Má ég benda þér á að stjórnarflokkarnir tveir mæltust til þess að upprunalegi hroðalegi samningurinn væri samþykktur frá Alþingi. Ef ekki væri Indefence og skynsamir þegnar þessa lands værum við komin fram af brúninni. Ég er ekki Framsóknarmaður en ég styð Indefence heilshugar og er þeim þakklát fyrir að standa vörð um hagsmuni almennings sem þessi Ríkisstjórn virðist svo ákveðin í að fórna. Samfylkingin til þess að komast í ESB gegn vilja þjóðarinnar og VG fyrir 4 ráðherrastóla. Megi skömm þeirra vera mikil.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.11.2009 kl. 07:27

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Blindaður af trú á sína Samfylkingu og sér ekki hversu einangraður hann er í þessu máli.

Jón af hverju erum við að gera þetta mál svona flokkspólitískt ?
Þessi ríkisstjórn má alveg sitja áfram þó svo Icesave sé hafnað. Það er einungis Jóhanna Sigurðar sem heldur/hótar öðru.

Carl Jóhann Granz, 26.11.2009 kl. 08:25

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Var farinn að hafa áhyggjur.  Komnar heilar fimm færslur, án þess JIC væri að hnjóða í Framsóknarflokkinn. 

Það efast flestir um réttmæti þess að greiða þessa Icesave reikninga, þar með talin Jóhanna Sigurðardóttir.

Einn lemur þó enn hausnum við steininn, - Jón Ingi Cæsarsson.  Er furða þó sumar færslur hans séu ruglingslegar, eftir svona meðferð á toppstykkinu.  Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, "runka hann í rimini..." eins og erlend verkakona hefði getað orðað það.

Með framsóknarkveðju....

Benedikt V. Warén, 26.11.2009 kl. 09:32

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skrítin komment yfirleitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú meira hvað Samfylkingunni er alltaf jafn illa við að þjóðin fái að kjósa um eitthvað. Það er nóg að nefna þjóðaratkvæðagreiðslu og þá stökkva Samfylkingarmenn upp á nef sér viti sínu fjær að hræðslu. Þeir sem vinna vel þurfa ekkert að óttast en því miður er Samfó ekki í þeirri stöðu. Annars er hræðslan við Framsóknarflokkinn mest áberandi á þessu bloggi.

Víðir Benediktsson, 26.11.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818073

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband