25.11.2009 | 07:33
Svik og svindl eru stórfellt vandamál á Íslandi.
Enn eitt málið í fréttum sem snýr að þjóðaríþrótt Íslendinga ... svíkja, pretta, svindla. Þetta dettur manni fyrst í hug þegar gengur á með svindl og svikafréttum flesta daga. Hvert sem litið er í þjóðfélaginu hafa einstaklingar og fyrirtæki keppst við að svindla. Svindla undan skatti, svinda á tryggingarfyrirtækjum, svindla á náunga sínum, koma peningum undan... sem sagt svindla þegar hægt er og stætt er. Fréttir hafa borist af gjaldeyrissvindli fyrirtækja í stórum stíl.
Þessi upptalning mín gæti verið miklu lengri. Meðan á þessu gengur eru öll fangelsi landsins yfirfull, dómsstólar að kikna undan álagi við að dæma menn í fangelsi þar sem svo ekkert pláss er.... mann setur eiginlega hljóðan.
Hvert var siðferði okkar komið. Í æsku var mér kennt að eigur annarra væru heilagar að stela og svindla væri höfuðsynd. Ég reikna fastlega að svo hafi verið hjá flestum.
Nú virðist sem þessi þjóð sem áður var skilgreind óspillt og hrein í könnunum hættulega óheiðarleg. Auðvitað er það alhæfing...svo er alls ekki. En fréttir ... nánast daglega af svindli. svikum og prettum fyrirtækja á Íslandi valda þungum áhyggjum og vonandi hefur hrunið þau áhrif að menn endurmeti þessa stöðu og hætti að svindla á hverjir öðrum og þjóðinni.
Bótasvik eru mikið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhvern tíman eftir að þér - og mér - var kennt að svíkja ekki og stela hafa orðið einhverjar breytingar á siðferðishugsanir þjóðarinnar sem við erum núna að súpa af seyðið. Kannski er skýyringin þessi peningahyggja sem fór að festa sig í sessi fyrir svona tuttugu árum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2009 kl. 08:07
Ég hef nú einhverra hluta vegna minni áhyggjur af þessum meintu bókasvikum en því sem á undan er gengið. Ef eitthvað er til að hafa áhyggjur af er það sú orka sem dómstólar og yfirvöld ætla að setja í að knésetja litla manninn í stað þess að beina vinnunni í að ná þeim sem fóru virkilega illa með íslenskt samfélag.
Og ef við lítum málið aðeins öðrum augum. Í HR er kenndur skattaréttur. Þar mun fjallað um svokallaða "skattaundankomu" en sú grein snýr m.a. að því hvernig maður á að stofna félag í skattaparadís og haga málum til að borga sem minnstan skatt. Þar er ekkert ólöglegt kennt heldur er nemendum beinlínis kennt að nota kerfið. Með þetta að leiðarljósi getur maður alveg spurt sig hvort það fólk sem skráir sig ekki í sambúð sé að gera nokkuð rangt. Er þetta fólk ekki bara að nýta sér einn þátt í kerfinu?
Ég tek það þó fram að eftir að hafa kynnt mér réttarfarslega stöðu einstaklinga sem snýr að erfðarétti o.s.frv. þá get ég ekki mælt með þessu fyrir nokkurn mun. Það að skrá sig ekki í sambúð getur reynst dýrara þegar upp er staðið.
Kristinn (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 08:07
Samspillingin er við völd.
Sigurgeir Jónsson, 25.11.2009 kl. 08:49
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er þegar fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú segir:
Ég hef nú einhverra hluta vegna minni áhyggjur af þessum meintu bókasvikum en því sem á undan er gengið.
Hef aldrei skilið af hverju mörgum finnst eitthvað minna saknæmt að stela lægri upphæð en hærri. Er eitthvað minna saknæmt að öryrki eða einstætt foreldri sem svindlar á kerfinu svíki 100. þús. krónum heldur en bankamaður sem svíkur út 1. milljón? Eini munurinn á þessum tveim í mínum huga er að bankamaðurinn hefur aðgang að stærri upphæðum.
Þetta endar allt á sama stað: GRÆÐGI
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 25.11.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.