Er þetta hinn raunverulegi vandi Helguvíkur ?

Áliðnaðurinn á í djúpum vanda nú um stundir. Hætt er við að í slíku ástandi haldi fyrirtæki að sér höndum í fjárfestingum og slíkt er eðlilegt. Ekki er líklegt að lánastofnanir eða fjármögnunarfyrirtæki hafi áhuga á að lána til þessar greinar eins og ástandið er. Það á vonandi eftir að breytast þegar efnahagslíf heimsins rís.

Magrir á Suðurnesjum hafa farið mikinn og gagnrýni Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir að vilja vanda til verka við langingu lína að væntanlegu álveri í Helguvík. Sú umræða er úr öllu vitrænu samhengi og maður er eiginlega ekki alveg að skilja slíkt.

En er álver að rísa í Helguvík næstu mánuði eða ár ? Maður spyr sig. Fjármögnun virðist ótrygg og ekki í hendi. Orkuöflun virðist í hálfgerðu strandi vegna skorts á framkvæmdafé og lánafyrirgreiðslu. Það eru mörg ár í næstu virkjun í Þjórsá ef á annað borð rís þar virkjun.

Þess vegna er ef til vill skiljanlegt að við leikmenn spyrjum... af hverju er verið að djöflast í umhverfisráðherra með slíku offorsi eins og gert hefur verið.  Mér skilst að umhverfismati þarna verði löngu lokið áður en hægt verður að halda áfram framkvæmdum í Helguvík og ég tala nú ekki um ef fjármögnun þess verkefnis er í uppnámi.

Var þetta kannski flokkspólitískur gjörningur með langtímamarkmið Sjálfstæðisflokksins í huga þegar þessi atlaga var skipulögð og markaðssett...

Spyr sá sem ekki veit... lang í burtu og fjarri vígvellinum...   Blush


mbl.is Century tapar 22 milljörðum króna í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þegar skrifað er undir samning þá er gert ráð fyrir því að báðir aðilar standi við sinn hluta.

Óðinn Þórisson, 29.10.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að það dyljist fáum að þetta verkefni í Helguvík var hannað af heimamönnum og stjórnmálamönnum og ekki með þrýstingi frá Norðuráli.  Ég held meira að segja að Norðuráli hafi verið lofað einhverri fyrirgreiðslu ef þeir samþykktu að leggja út í framkvæmdir í Helguvík í stað þess að stækka aðstöðuna í Hvalfirði sem er mun rökréttara. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli Jóhannes Laxdal geti hafa rétt fyrir sér? Ekki má svo gera lítið úr þeim ályktunum vísindamannsins Sigmundar Einarssonar um óvissu í orkuöflun til framkvæmdarinnar og sem orkumálastjóri hefur tekið undir í nýlegri blaðagrein. Það hefur aldrei þótt gáfulegt að byggja frystihús án þess að hafa tryggt því hráefni. Það sama á við um byggingu stóriðjuvera. Að ráðherra eða bæjarstjóri skrifi undir samning til að auka pólitískan þrýsting og hefji milljarðaframkvæmdir í framhaldi segir meira um þá sem þar stóðu að verki en ábyrgð þjóðarinnar á ruglinu.

Árni Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband