Ríkisstjórn athafna og árangurs.

Þá er búið að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði, áður er búið að semja um Icesave, tryggja endurskoðun samninga við AGS, leggja grunn að lækkun stýrivaxta og setja fysta stóra kubbinn í skjaldborg heimila og fyrirtækja með lögum félagsmálaráðherra um lækkun greiðslubyrði lána.

Mörg mál bíða úrlausnar og að því er unnið alla daga og nætur.

Ríkistjórnin er að koma æ fleiri málum í farveg og ljóst að botni er náð og nú ætti land að fara að rísa á næstu mánuðum. Það er mikilvægt að fólkið í landinu fái trú á framtíðina á ný. Það er eiginlega mál að linni niðurrifstali og svartagallsrausi. Það er betra og skilar meiri árangri að beina kröftum í jákvæðan og uppbyggilegan farveg og ég held að svo verði raunin á næstu vikum og mánuðum.


mbl.is Sögðu samningum ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Guð minn góður í hvaða draumaheimi lifir þú eiginlega alveg greinilega ekki í okkar heimi hér á 'Íslandi,allavega getum við Íslendigar sem lifum hér á landi ekki getað séð neitt enn sem þessi blessaða vinstristjórn hefur gert fyrir landið nema slei.... afturendan á Brussel ekki er það farsællt fyrir okkar þjóð..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.10.2009 kl. 00:18

2 identicon

Heyr heyr Marteinn þetta samfylkingarlið. Er held ég bara bæði blint og heyrnarlaus. Greiðsluaðlögunin er eins og að setja plástur á aflimaðann fótlegg. Ég er ung og veit að margir á mínum aldri og í mínum sporum eru að vinna í því að koma sér úr landi. Ég vinn í 3 vinnum yfir 300 tíma í hverjum mánuði til að borga af íbúðinni minni sem er 50fm kjallaraíbúð og sé ekki tilganginn með því lengur og ekki er ég með myntkörfu. Nei þetta er handónýt ríkisstjórn og ekkert betri en forverar sínir. Verri ef eitthvað er.

Guðbjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 00:28

3 identicon

Mig langar líka að vita hvernig að ríkisstjórnin heldur að Icesave verði greitt þegar að unga og menntaða fólkið verður farið úr landi?

Guðbjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: Benedikta E

Góði Jón - Vertu ekki með þetta endemis bull - þú trúir þessu rausi ekki sjálfur.

Stjórnin verður sprungin fyrir vikulok.

Benedikta E, 28.10.2009 kl. 00:52

5 identicon

Ég treysti á að menntað ungt fólk sjái sóma sinn í verki og skilji að þjóðin þurfi á þeim halda í uppbyggingu landsins og það flýji ekki land í von um eitthvað betra, grasið er ekkert alltaf betra hinu megin !
Ríkisstjórnin er búin að vinna fínt verk við að þrífa upp skítinn, ég meina .. Ísland var í öllum heimsfréttum vegna þess hversu alvarlegt efnahagshrunið var hér á landi !
Auðvitað er hægara sagt en gert að vinna sig úr þessari erfiðu stöðu, en Ísland er ríkt af auðlindum og ég treysti því að fólkið sem nú situr við stjórn að vinna landið upp úr þessum erfiðleikum og geri það besta fyrir íslenskan almenning og hætti nú að hugsa um hagsmuni ríku kallanna.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gylfi og Vilhjálmur eiga hrós skilið - EN það virðist ekki vera komin niðurstaða um auðlinda, orku og umhverfisskatta - OG svo er Icesave ENN óklárað -

Óðinn Þórisson, 28.10.2009 kl. 01:11

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég vil nú fá að vita hvar þessar vanskynjunarpillur fást sem þeir sem ánægðir eru með störf ríkisstjórnarinnar eru að bryðja!

Björn Finnbogason, 28.10.2009 kl. 01:14

8 identicon

LOL

ROFL

ROFAO

LMFAO

man ekki fleir, en ein best skrýtla sem ég hefi heyrt lengi... flottur Jón Ingi.. bara að þetta hefði eitthvert sannlekskorn í sér.

BTG (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 01:41

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru nokkrir í svartnættisgírnum enn.. og við því að búast...enda hentar það stjórnarandstæðingum.

En þeim fækkar óneitanlega. 

Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2009 kl. 06:40

10 identicon

Mikið er næs að lesa þessi jákvæðu skrif. Þakka þér fyrir það Jón.

Ég vona að fleiri jákvæðir fari að láta heyra í sér. Ég er orðin mjög þreytt á að lesa þessi neikvæðu skrif frá sjálfstæðis og framsóknar sleikjum. Ég vildi að þessir neikvæðu einstaklingar gætu komið með uppástungu  um hvernig á að leysa vanda þjóðarinnar betur en ríkisstjórnin er að gera það. Virðast bara geta hreitt frá sér dónaskap og órökstuddum fullyrðingum.

Hanna (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 08:19

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Greiðsluaðlögunin er eins og að setja plástur á aflimaðann fótlegg" segir Guðbjörg nokkur Sigurðardóttir. Þá vaknar spurningin um það hver það hafi verið sem aflimaði sjúklinginn, skar af honum fótinn. Má vera að sá Mengele sem framkvæmdi aflimunina sé í Sjálfstæðisflokknum og hann hafi unnið verkið í tilraunaskyni, ölvaður af græðgi, spillingu og ónáttúru?

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 08:55

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

LOL

ROFL

ROFAO

LMFAO

man ekki fleir,

Má ekki gleyma - ROFLMAO

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.10.2009 kl. 10:21

13 Smámynd: Durtur

Cool-aidið er klárlega sopið fast þarna nyrðra... Er ekki Dollarinn líka kominn undir fimmtíukallinn og lögfræðingar útlægir? Skítt með raunveruleikann, þessi norðlenska firring hljómar miklum mun þægilegar.

Durtur, 28.10.2009 kl. 10:41

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Durtur..kannski er það heilnæma landsbyggðarloftið sem gerir það að verkum að við sjáum betur og erum víðsýnni... framtíðin er nefnilega ekki næstu þrjár vikur eða næstu þrír mánuðir úti á landi.  Jóhannes... þegar þú setur plástur hættir að blæða.... en það eru engin ráð til að fóturinn vaxi aftur sama hvað mann langar til þess.  

Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2009 kl. 15:57

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón er að öllum líkindum á ESB töflum. Þeir sem halda að Jón sé að fíflast ættu að fletta upp eldri bloggum hjá honum.

Sigurður Þorsteinsson, 28.10.2009 kl. 18:53

16 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég sé að ekki er vanþörf á að sprauta vesalings sjálfstæðisflokkssjúklinga við meinsemdinni. Ég vona allavegana að svínaflensubóluefnið geti líknað þessum greyjum eitthvað, a.m.k. slegið örlítið á verstu verkina.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 19:16

17 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég ætla að benda þér á eitt Jóhannes Ragnar ég kaus þessa vinstristjórn (VG) vegna allra loforðanna sem þessi stjórn ætlaði að gera td setja skjaldborg um heimilin ekki borga ICESLAVE (VG) og ekki eiða allri vinnu í að reyna að ganga í augun á ESB enda er það eina stefna Jóhönnu og líka að hjálpa kúlulánafólkinu það á svo bágt núna í 500 fermetra húsunum sínum,en að hjálpa hinum almennu heimilum í landinu stendur ekki til hjá þessari vinstri-komma stjórn.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.10.2009 kl. 20:14

18 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svonasvona, Marteinn Unnrar, rólegan æsing. Þú getur reynt að ljúga því til að þú hafir kosið VG í síðustu kosningum, en það trúir því bara ekki nokkur maður.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband