Hvar voru 30 og hver var á móti ?

Merkileg niðurstaða í máli er alla varðar og er áfangi á langri leið að uppbyggingu.

"Alþingi samþykkti í dag með 32 atkvæðum gegn 1 frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Frumvarpið tekur gildi um næstu mánaðamót. "

Ætlar stjórnarandstaðan ekki að taka þátt í vinnunni við uppbyggingu Íslands og aðgerðir fyrir skuldara og heimilin... ekki samkvæmt þessu.

Ríkisstjórnarflokkarnir verða að vinna þetta verk einir... hrunaflokkarnir eru enn í hrunadansi kverúlantapólitíkur.

( heyrði að þetta hefði verið Þór Saari sem var á móti... þá vita kjósendur hvar hugur hans er í vinnunni við uppbyggingu Íslands og endurreisn heimilanna )


mbl.is Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stóð í fréttinni að þingmaður sjálfstæðisflokks og framsóknar hefðu verið meðfylgjandi þessu frumvarpi, geri ráð fyrir að málið hafi verið það örugt að það voru bara einfaldlega ekki fleiri inná þingi.

Þar fyrir utan:

"Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði það mikið ánægjuefni að fulltrúar allra flokka hefðu séð sér fært að vinna saman að málinu og fylgja því til enda. Við ætlum að vinna saman, leita sameiginlegra lausna og fylgja þeim eftir," sagði hann."

steinar hrafn björnsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:11

2 identicon

Þingmenn flokkanna hafa hreinlega ekki verið á móti þessu frumvarpi og ekki haft neinu við það að bæta.  Þeirra orka og tími fer þá í það að sinna öðrum verkefnum frekar en að fara að kjósa með þar sem allir hefðu hvort eð er gert slíkt hið sama.

Að ætla að stjórnarandstaðann hafi engann áhuga á að taka þátt í því starfi er lágkúrulegt skot en þið Samfylkingarmenn og Vinstri Grænir notið hvert tækifæri sem þið fáið til að sparka í liggjandi stjórnarandstöðuna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þessir 30 hafa þá sem sagt verið að skrópa í vinnuni, og við borgum þeim launin. Hvað yrði gert ef hinn almenni þegn skrópaði í vinnuni sinni? Jú rekinn.

Hjörtur Herbertsson, 23.10.2009 kl. 16:07

4 identicon

Hjörtur, störf þingmanna eru fleiri en bara að sitja í þingsal.

Þeir vinna í nefndum, eru jafnvel að undirbúa umræðu 2. í Icesave málinu eða að vinna að einhverju öðru máli.

Í stað þess að sóa tímanum í það að kjósa með máli sem er hvort eð er samþykkt þá vinna þeir í öðru á meðan.

Þeir eru semsagt ekki að skrópa eitt né neitt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Haraldur Hansson

32 já, 1 nei, 0 sátu hjá og 30 fjarstaddir (sem er ekki sama og skróp eins og Arnar Geir bendir á).

Sá sem sagði nei er Þór Saari. Atkvæðagreiðslan er hér

Haraldur Hansson, 23.10.2009 kl. 16:23

6 identicon

Og hvað þýðir þetta fyrir óbreytta skuldara? Bankarnir fá veiðileyfi á skuldarann, bankamenn sem fengu kúlulán og keyptu hlutabréf fá niðurfelldar skuldir. 

http://www.svipan.is/?p=1078#comment-205

Rósa (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Alþingi 138. löggjafarþing. 16. fundur. Atkvæðagreiðsla 41299
69. mál. aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins
(almenn greiðslujöfnun o.fl.)
Þskj. 69.
23.10.2009 14:44
Samþykkt

Atkvæði féllu þannig: Já 32, nei 1, greiddu ekki atkv. 0
 fjarvist 2, fjarverandi 28


AMG: já, APS: já, AtlG: fjarst., ÁI: leyfi, ÁPÁ: já, ÁJ: fjarst., ÁsbÓ: fjarst., ÁsmD: fjarst., ÁRJ: já, BÁ: já, BirgJ: fjarst., BJJ: fjarst., BjarnB: fjarst., BjörgvS: já, BVG: já, DSt: já, EyH: fjarst., EIS: fjarst., GuðbH: já, GLG: fjarst., GÞÞ: fjarst., GStein: já, GErl: já, GBS: fjarst., HHj: fjarst., HöskÞ: fjarst., IllG: fjarst., JóhS: já, JBjarn: fjarst., JónG: fjarst., JRG: já, KJak: já, KaJúl: já, KÞJ: fjarst., KLM: fjarst., LRM: já, LMós: já, MSch: já, MT: fjarst., ÓÞ: já, ÓN: fjarst., PHB: já, REÁ: fjarst., RR: já, SDG: fjarst., SER: já, SII: já, SIJ: leyfi, SF: já, SJS: fjarst., SVÓ: já, SSv: fjarst., TÞH: já, UBK: já, VBj: já, VigH: já, ÞKG: fjarst., ÞSa: nei, ÞSveinb: já, ÞrB: já, ÞBack: já, ÖJ: fjarst., ÖS: fjarst.

já:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Davíð Stefánsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Guðrún Erlingsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Ólína Þorvarðardóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman

nei:
Þór Saari

leyfi:
Álfheiður Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson

fjarst.:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Eygló Harðardóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

Óðinn Þórisson, 24.10.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband