22.10.2009 | 20:05
Úrskurður Jónínu Bjartmars umhverfisráðherra felldur úr gildi.
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi umdeildan úrskurð Jónínu Bjartmars umhverfisráðherra. Þessi niðurstaða er afar ánægjuleg og forðar huganlegu stórslysi og óafturkræfum skemmdum á ómetanlegu svæði. Það var umhugsunarefni þegar þáverandi umhverfisráðherra tók þá ákvörðun að láta náttúruna ekki njóta vafans og féll þar eins og margir umhverfisráðherrar í þá gryfju að láta hagmunaðila stjórna gerðum sínum.
Nú hafa tveir umhverfisráðherrar lent í skothríð hagmunaaðila fyrir að vinna ekki þannig. Það eru Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrir að vilja framkvæmdir í Þingeyjarsýslum í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum og nú Svandís Svavarsdóttir með raflínur til orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum.
Óneitanlega er þægilegra að velja Framsóknarleiðina og láta slag standa. Þá verða læti minni og viðráðanlegri en náttúran látin blæða. Nú hefur umhverfisráðuneytið fengið úrskurð þáverandi ráðherra, Jónínu Bjartmars og þar úrskurðað að ákvörðunin hafi verið ófagleg og illa ígrunduð. Svoleiðis viljum við ekki vinna í framtíðinni eða hvað ?? Það er hægt að velta því fyrir sér í því samhengi hvaða umhverfisráðherrar eru betri ráðherrar fyrir þann málaflokk sem þeim er treyst fyrir.
Hér bútur úr fréttinni sem ég bloggaði við.
Skipulagsstofnun lagðist árið 2006 gegn því, að Vestfjarðavegur yrði lagður samkvæmt tillögu B á leiðinni frá Bjarkalundi til Eyrar. Nýja veginum er ætlað að bæta samgöngur annars vegar innar Reykhólahrepps og hins vegar frá Hringvegi til og frá V-Barðastrandasýslu og norðanverða Vestfirði.
Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, felldi hins vegar úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og féllst á tillögu Vegagerðarinnar um að fara með veginn um Teigsskóg með tilteknum skilyrðum. Landeigendur og náttúruverndarfélög töldu að slík vegagerð myndi hafa í för með gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi og höfðuðu því mál til að fá úrskurð ráðherra ógildan
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin í Vesturbyggð lagði hart að Umhverfisráðherra að fallast á þá ályktun vegagerðarinnar að velja leið B. Fólk í Vesturbyggð stóð saman um að leið B væri besti kosturinn.Þú hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af fólki á suðurhluta Vestfjarða hvað Samgöngur snertir.Afstaða þín mótast eins og hjá öðrum öfgaumhverfissinnum af því að landsbyggðin eigi að vera fyrir fólk í 101 til að horfa á.Ég hef keyrt ótalsinnum fram hjá Teigsskógi og hef yfirleitt ekki séð þar nokkurn kjaft.Þú átt Jón að flytja þig í 101 R.vík. þar sem höfuðstöðvar Samfylkingarinnar eru,þar átt þú heima.Samfylkingin á ekki að láta sjá sig á landsbyggðinni, það boðar eyðingu landsbyggðarinnar og alls landsins.
Sigurgeir Jónsson, 22.10.2009 kl. 22:34
Það vita allir Jón að þú ert sérfræðingur í skipulagsmálum og því afar dómbær á þessi mál.
Ágúst J. (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:13
"Ég hef keyrt ótalsinnum fram hjá Teigsskógi og hef yfirleitt ekki séð þar nokkurn kjaft."
Sigurgeir, hvar er hægt að keyra framhjá Teigsskógi svo hann sjáist allur en ekki bara lítill hluti af honum?
Er verðmæti lands metið eftir því hve margir "kjaftar" láta sjá sig þar?
Eiríkur (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:31
Ja hérna hér, held þessu blessuðu umhverfissinnar í Reykjavík ættu að koma sér aðeins út á land og kynna sér aðstæður áður en þeir leggast gegn þessari aðgerð!
Af hverju á að leggja veginn samkvæmt leið B en ekki C og D er sú að þá er leiðinn á láglendi og ekki þarf að legga veginn yfir erfiða og mjög bratta hálsa þar sem umferðaröryggið verður aldrei viðunandi að vetri til og að leggja göng undir þær er allt of kostnaðarsamt til að ræða þær! +Snjómokstu verður miklu auðveldari á leið B en hinna!
Þessi framkvæmd myndi valda álíka mikli röskun og leiðin á Reykhóla (sem er í næsta nágrenni) en sá vegur fellur einstaklega vel að landsslaginu og hefur raskað skóginum þar verulega lítið.
Fyrir utan þá staðreynd að þetta er birkiskógur, þeir verða ekki eldir en hálfrar aldar gamlir. Þá drepst þeir, grotna niður og vaxa svo upp aftur rétt eins og allir aðrir birkiskógar á íslandi.
Ó hvað ég vorkenni íbúum á sunnanverðum vestfjörðum, vegurinn um Barðaströndina er hræðilegur og algjör fornaldarvegur. Svo skal skerða umtalsvert af þeim einu öruggu samgöngunar þeirra yfir veturinn, ferjuna Baldur!
Og nú er víst kreppa svo bundið slitlag milli bæjanna á sunnanverðum vestfjörðum og Reykjavíkur verður sjálfsagt ekki að veruleika fyrir 2020.
Svo þeir fá alla mína samúð!
Arnar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:36
Þetta er skelfilegt. Ekki fyrirsjáanlegt annað en að enn muni vegagerð á þessu svæði dragast um ófyrirsjáanlegan tíma.
Mig langar að spyrja þig, Jón Ingi, hefur þú ekið um þjóðveg 60 milli Bjarkalundar og Flókalundar? Ef svo er, finnst þér þá að "vegurinn" úr Þorskafirði í Skálanes þarfnist endurnýjunar?
Ef svo er, hver er þín tillaga í þeim efnum, hvaða leið ætti að fara?
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:54
Þetta blogg fjallar um hvernig Hæstiréttur.. okkar æðsta dómsvald tekur á þessum málum...sem er áhugavert. Bendi þeim sem vilja Framsóknarvinnubrögðin á þá staðreynd. Eggert... já þann veg hef ég keyrt og hann þarfnast endurnýjunar.. um það er ekki deilt.
Þetta blogg fjallar um nauðsyn þess að menn vandi vinnubrögð gagnvart umhverfismálum svo Hæstiréttur landsins felli þau ekki á sama hátt og þetta... óvönduð og ófaglegt vinnubrögð ráðherra... og nú er málið á byrjunarreit.
Birkiskógar verða margra alda gamlir... en einstök tré verða ekki mikið meira en 100 ára Arnar.
Eggert.. hef enga skoðun á því hvar þessi vegur á að liggja...enda ekki heimamaður og ekki ráðherra sem þarf að úrskurða á vandaðan og faglegan hátt.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.10.2009 kl. 10:12
Þá hlýtur Möllerinn að hafa eitthvað plan B uppi í erminni hvað varðar að gera þessa mikilvægu þjóðleið að alvöru veg. Ekki verða Vestfirðingar látnir bíða í nokkra áratugi í viðbót eftir boðlegri landleið um Barðastrandarsýslur. Eða hvað?
Dómurinn kemur mér mjög á óvart. Ég hef ávallt skilið það sem svo að við mat á umhverfisáhrifum eigi líka að taka tillit til samfélagsþátta þannig að því meira sem samfélagslegt mikilvægi framkvæmdarinnar er, því meiri umhverfisröskun telst þolanleg vegna hennar. Sjónarmiðið sem Hæstiréttur fellst á í þessum dómi hlýtur að setja allt umhverfismat í uppnám vegna þess að það er ekki einn fermetri á Íslandi sem ekki telst ómetanleg náttúruperla í hugum einhverra.
Bjarki (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:29
Dómurinn fjallar ekki efnislega um umhverfismál heldur vinnubrögð ráðherra...ef menn ekki skilja það.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.10.2009 kl. 12:53
Það er ekki rétt. Dómurinn taldi úrskurð ráðherra uppfylla öll formskilyrði. Þetta er sérstaklega tekið fram. Hann er hinsvegar ósammála úrskurðinum efnislega hvað varðar túlkun á lögum um umhverfismat og telur að ráðherrann hafi ekki mátt taka tillit til samfélagslegra þátta á borð við umferðaröryggi. Það er breyting frá framkvæmd umhverfismats eins og hún hefur verið hingað til.
Bjarki (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.