Lýðskrum og poppulismi.

Málflutningur arkitekta og höfunda Icesaveklúðursins er grátlegur. Bjarni Benediktsson hefur valdið miklum vonbrigðum og er Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma. En hvað gera menn ekki til að stunda flokkapólitik og Sjálfstæðisflokkurinn er frægur fyrir að fara offari í málflutningi og pólitískri umfjöllun. Mykjudreifarinn er gamalt nafn á flokksmaskínu Valhallarveldisins.

Mykjudreifarar flokksins fara offari og ráðast gegn ráðamönnum með órrökstuddum dylgjum og óábyrgum málflutningi.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd og í ríkisstjórn væri afstaða hans allt önnur og málefnalegri. Það get ég fullyrt og mér er slétt sama þó mykjuvél Valhallar ráðist gegn þeirri skoðun minni. Allir sem þekkja vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins vita að þetta er rétt hjá mér.

En afstaða Sjálfstæðisflokksins skiptir ekki máli lengur... það er meirihluti á þingi til að klára mál og halda fram veginn. Sjálfstæðisflokknum tekst ekki lengur að halda málum í gíslingum flokkspólistískra hagsmuna.


mbl.is Sakar Steingrím um kúvendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er andskotans sama úr hvaða skítadreifara sannleikurinn kemur.....sannleikur er það samt

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:30

2 identicon

Hver er að dreifa mykju segirðu?

Mér datt það ekki í hug að kóngar lýðskrums og popúlisma, Samfylkingin, færi að ásaka þá um lýðskrum sem reyna að halda eftir því litla fullveldi sem við eigum eftir. Hverjir eltu popúlinn eftir "byltingu" fólksins? Samfylkingin þrífst á að elta skoðanir landans, hvort sem það er til hægri eða vinstri. Eina alvöru stefna Samfylkingarinnar er að ganga í ESB og aldeilis er hjörðin sammála um það, og þjóðin skal inn í ESB, alveg sama hvað. Milljarðaskuldasetning ríkisins kemur ekkert í veg fyrir inngöngu.

OG það þýðir ekki að réttlæta ömurlega niðurstöðu þessarar ríkisstjórnar í Icesave með að benda á Sjálfstæðisflokkinn. Það gengur bara ekki upp lengur.

Ég sé að síðustu svona 10 blogg hjá þér ganga út á það eitt að, svo ég noti þín eigin orð, dreifa mykju á þá sem eru þér ekki sammála. Og í raun sést alveg hversu mikill hatursmaður Sjálfstæðisflokksins þú ert. Fínt er það, enda eruði í mikilli vörn og málflutningurinn einkennist af því að reyna að draga aðra í svaðið með ykkur. Reyndar hefur ykkur tekist að henda Sjálfstæðisflokknum í svaðið löngu á undan ykkur, en sök bítur sekan.

Reyndu nú koma með einhver málefnanleg innlegg í þessa umræðu í staðinn fyrir að hatrammast og bölsótast út í þá sem eru í stjórnarandstöðu að reyna að bjarga því sem bjargað verður.

Þjóðin þarf á málefnanlegri umræðu að halda.

Finnur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Finnur... vinur er sá er til vamms segir...  

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband