Jón Valur vildi valdbeitingu þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd.

Skemmtilegt að vitna í tækifærissinnaðann bloggara... ég hefði nú reiknað með ábyrgari fréttaflutningi á mbl.is.

Jón Valur er einn af eindregnustu hægri mönnum í bloggheiminum og þykir nokkuð öfgafullur á köflum. Hann vildi eindregna valdbeitingu gegn mótmælendum á Austurvelli meðan Sjallar voru við völd.

Seint hefði ég búist við að sjá hann í ráðgefandi hlutverki fyrir mb..is og sér maður þar tengslin við Valhöll sem hentar að mótmæla núna... kannski mætir Davíð Oddss eins og síðast.


mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tja segir nokkuð Jón

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

JVJ olli miklu fjaðrafoki í stúdentalífinu í september 1973 þegar Pínócett herforingi steypti löglega kjörinni ríkisstjórn Allendes í Chile. Naut hann stuðnings Nixons stjórnarinnar og þar með nóbelsverðlaunahafans Kissingers!

Þá gekk mikið á hjá nafna þínum þegar umræður voru um fóstureyðingar. Þó þær kunni að vera skelfilegt fyrirbrigði tóku þær umræður út fyrir alla venjulega skynsemi. Því miður voru það tilfinningarökin sem þar risu hæst en kannski síður siðfræði og áþekk sjónarmið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2009 kl. 13:33

3 identicon

Ég man líka eftir því árið 1973, að Pinochet átti tvo dygga aðdáendur, hér á landi, sem skrifuðu honum lofgreinar í Morgunblaðinu.

Þetta voru tveir háskólastúdentar, annar í stjórnmálafræði en hinn í guðfræði.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 13:42

4 identicon

Jón Valur er afskaplega öfgafullur maður, það sést á skrifum hans. Hann virðist einnig vera aðdándi fasista, ef litið er til fortíðar hans og stuðning hans við þá fasista sem uppi hafa verið í gengum tíðina.

Það er alveg ljóst að það á ekki að taka Jón Val alvarlega. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:18

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert slæmur sagnaritari, Guðjón, þegar þú ferð að segja frá skrifum um fósturdeyðingar. Tengist kannski því, að þú sverð af þér hlutleysi í þeim efnum? Reyndar ertu nýbúinn að upplýsa mig um það á gestasíðu minni, að ekki ertu sagnfræðingur.

Þú ert þó snöggtum skárri en Jón þessi Frímann. Honum er mjög í mun að sverta persónu mína, af því að hann heldur, að það þjóni vel hans "málstað", sem er: Ísland í ESB, Ísland í ESB til eilífðarnóns. En upplogið persónuníð hans reynist eins og boomerang í höndunum á honum, enda lítt taminn við bardaga.

Svavar Bjarnason kann heldur ekki að segja frá.

En langt seilizt þið herrar mínir, 36 ár aftur í tímann, og voruð varla fæddir sumir hverjir. Greinilega farið að grynnka á vopnaforðanum í búrinu hjá ykkur.

Og enginn sparkar í hundshræ.

PS. Og aldrei var ég fasisti. Og það sem meira er: aldrei var ég sósíaldemókrat.

Jón Valur Jensson, 19.10.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

PS. Og aldrei var ég fasisti. Og það sem meira er: aldrei var ég sósíaldemókrat.

Það er kannski meinið Jón Valur..

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2009 kl. 23:21

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef ég man rétt, vorum við Guðjón allavegana fæddir og vel það..

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2009 kl. 23:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi fyrirsögn þín er út í hött, Cæsarssonur. Þú stendur reyndar ekki undir því nafni, ef þú vilt réttlæta valdbeitingu grjót- og skyrkastara og manna sem ryðjast inn í þinghúsið og sóða út laganna verði, ásamt öðrum illskulátum, en fordæmir valdbeitingu til að hreinsa svæðið af slíkum og miklu verri árásum. Rafbyssur hafa verið notaðar af ýmsum lögregluyfirvöldum í viðlögum og þykir alltjent saklausara en að láta lögreglumenn bera skammbyssur. Í Evrópusæluríki þínu Þýzkalandi ganga þó löggurnar almennt með byssu í belti sínu, þannig að þú verður að fara að hugsa þetta upp á nýtt.

Jón Valur Jensson, 20.10.2009 kl. 00:45

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki betra að vera hófsamur krati eða Vinstrigrænn en með einhverjar innbyggðar kórvillur í toppstykkinu?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.10.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband