12.10.2009 | 11:54
Samkeppni um orku frá Þeistareykjum ?
Ánægjulegt er að sjá frétt sem birtist á mbl.is í morgun.
"Sveitarfélagið Þingeyjarsveit hefur ritað undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. um byggingu gagnavers á lóð í sveitarfélaginu. Þingeyjarsveit mun leggja til lóðina undir gagnaver eða eiga milligöngu um slík og Greenstone muni sjá um kynningu á möguleikum sveitarfélagsins í þessu efni, hönnun og væntanlega byggingu gagnavers, að því er segir í fréttatilkynningu. "
Það sem ég er að velta fyrir mér hvort þarna er að hluta til að koma í ljós þeir möguleikar sem eru að skapast á nýtingu orkunnar frá Þeistareykjum í fyllingu tímans. Ég veit ekki hvort er til nægileg orka í núverandi kerfi til að mæta þessari viðbót. Fróðlegt væri að heyra það.
Ef til vill verður afnám einokunaraðstöðu Alcoa að orkunni í Þingeyjarsýslum til þess að aðrir möguleikar spretti fram.... hver veit ?
Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð frétt sem kannski getur leyst pattstöðuna um orkulindirnar í Þingeyjarsýslu.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað þessi 360.000 tonna álversdraumur á Húsavík er fjarlægur.
Því er skynsamlegra að líta á eitthvað smærra.
Hægt er að byrja á Bjarnarflagsvirkjun strax.
einsi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:19
Gagnaver er gott og gilt, en hvað endast þau lengi?? Hvergi fleygir tækninni jafn hratt fram og í þeim geira. Innan fárra ára gæti verið komin tækni sem gerir gagnaver óþörf a.m.k. að orkuþörfin verði einungis brot af því sem nú er. Hvað eru þessi fyrirtæki til í að gera langa samninga um orkukaup?
Viljayfirlýsng við Alcoa er búin að vera gild í nokkurn tíma. Hvað voru mörg fyrirtæki sem föluðust eftir orku á þeim tíma? Álver eru að gera samninga til tuga ára fram í tímann.
Með þessum orðum er ég ekki að tala gegn gagnaverum, bara að vekja athygli á þessu. Öll störf á landsbyggðinni telja, - bæði stór og smá.
Benedikt V. Warén, 12.10.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.