Friðarsáttmáli a-la-Alþýðubandalagið ?

Rosalega finnst mér þetta eins og Alþýðubandalagið var alla tíð. Endalausar uppákomur, læti og leiðindi og svo féllust allir í faðma ( svona út á við ) og leikurinn hélt áfram.

Það er vonandi að þetta logn standi eitthvað en mikið óttast maður að stutt sé í næsta dans hjá Liljunum og tilfinningaverum í karlahópnum. Maður einhvernveginn er hættur að treysta því að þetta fólk ráði við þau erfiðu verk sem framundan eru.

En maður tekur viljan fyrir verkið og vonar það besta ( þó maður óttist það versta )


mbl.is „Búið að lægja ólguna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tek undir hvert orð hjá þér Jón.

Óðinn Þórisson, 8.10.2009 kl. 07:44

3 identicon

Hjartanlega sammála.

axel (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:17

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Krafa VG hlýtur að verða sú að  stjórn Samfylkingar og VG verði stokkuð upp og Steingrímur verði forsætisráðherra og Ögmundur komi aftur inn í stjórnina.Forystuleysi Samfylkingar er algjört og nú er svo komið að erlendir aðilar snúa sér beint til Steingríms.Ólgan í VG er fyrst og fremst krafa um aukið vægi VG sem væri í takt við raunveruleikan.Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru þar að auki tilbúnir að styðja minnihlutastjórn VG þar til búið verður að ná tökum á ástandinu.Eins og staðan er núna hafa Ögmundur og Guðfríður Lilja meirihluta Alþingis á bak við sig.Tími Jóhönnu og Samfylkingar hennar er liðinn. 

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... Ögmundur vill ekki vera í ríkisstjórn... en láttu hann bara um þetta

Finnst þér að VG hafi einhverjar kröfur uppi... þetta eru tveir hópar að bítast og það er innanhússvandamál hjá VG. Ef menn vilja ekki sættast á það þarf að bæta þriðja flokknum í ríkisstjórn... klofningsbroti VG. Það verða þeir að klár sjálfir til að vera samstarfshæfir og ég vona að svo verði.

Minnihlutastjórn VG.. ??. meinar þú þá minnihlutastjórn VG .. Steingríms eða minnihlutastjórn VG... Ögmundar ??

Jón Ingi Cæsarsson, 8.10.2009 kl. 09:15

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... þú ert óttarlega barnalegur... heldur þú að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standi að baki Ögmundar... það sem þeir eru að gera er að hræra í fólki sem er í pólítísku ójafnvægi og ætla sér að nota það sér til framdráttar.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.10.2009 kl. 09:35

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fólk er ósammála pólitískt um hluti og er ekkert að fela það. Það þýðir ekki að ekki sé hægt að finna málamiðlun eða að ríkisstjórnin sé að springa. Betra að hafa ágreininginn upp á yfirborði svo kjósendur sjái að það skipti máli hver er kosinn og þar með vald til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Héðinn Björnsson, 8.10.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tel að Ögmundarhluti Vg sé ekki hæfur við stjórn landsins. 

Ögmundur lagði á flótta út heilbrigðisráðuneytinu þegar fjárlögin blöstu við og flúði í skálkaskjól "ICESAVEklúðusins" Honum fannst einhver mannsbragur á því- "baráttujaxl".

Það hlýtur að vera ögurstund núna þessa dagana hvort núverandi stjórnarmynstur geti haldið hér áfram...Atburðir síðustu vikna draga úr þeirri trú.

Sævar Helgason, 8.10.2009 kl. 10:57

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég held Jón, að Samfylkingin verði fyrst og fremst að koma með annan forsætisráðherra en þann sem nú situr.Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á forsætisráðherra sem er það ekki í raun.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband