7.10.2009 | 10:57
VG ? Búið spil ?
Vinstri hreyfingin er farin á taugum. Það fer ekki framhjá nokkrum manni. Sennilega eru þeir ekki stjórnarhæfir að hluta.
Egill segir í Silfrinu.
"Á sama tíma verður einleikur Ögmundar magnaðri. Eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hrósaði hann Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, og sagði hann hafa verið langbesta ræðumanninn.
Og í morgun birtist viðhafnarviðtal við Ögmund í Morgunblaði Davíðs Oddssonar.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þingflokksfundi VG í dag. Það gæti einfaldlega verið spurning um hvort dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir og líka Vinstri grænna í núverandi mynd."
Svona er það nú...
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nýta sér veikleika Ögmundar og mæra hann og hefja upp til skýjanna. Það hentar þeim ágætlega að þingmaður og ráðherra VG stingi foringja sinn í bakið. Þeir ætla sér að nýta sér það til að ná völdum á ný. Ég hélt að Ögmundur væri meiri bógur en þetta.
Sorglegt að sjá hvernig er að fara fyrir VG því stór hluti af þingmönnum flokksins er að axla ábyrgð að mikilli festu og röggsemi.
Það er sorglegt að sjá Ögmund Jónasson verða með þessu eina helsta von og tækifæri Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til að ná völdum og taka ný upp hægri pólitík á Íslandi á ný.
VG:Sóknaráætlun gegn landsbyggðinni mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veikleika Ögmundar? Sýðan hvenær telst það vera veikleiki að fylgja sinni sannfæringu og standa fast á sinni skoðun?? Ég bara spyr.
Þór G (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:42
Veikleiki Ögmundar er að hann er maður hugsjóna en ekki verka... svo má deila um hvort það er veikleiki..
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 11:57
Nei nei, það er enginn að fara á taugum núna.
Menn þurfa að vera rólegir og skoða málin yfirvegað. Ég treysti Steingrími og Jóhönnu til þess. Ögmundur er með réttmætar athugasemdir við það sem verið er að gera.
Þessi gríðarlega lántaka sem er fyrirhuguð á eftir að sliga okkur algjörlega. Betra er að leita annarra lausna.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:59
Ekki gleyma því að það var Jóhanna sem hótaði stjórnarslitum, ekki Ögmundur og ekki VG. Þú spyrð hvort VG sé stjórntækur þegar Samfylkingin hefur setið við ríkisstjórnarborðið í u.þ.b. 3 ár og er að takast að fæla frá sér annan samstarfsflokkinn á einu og sama árinu. Það er auðvelt að hafa engar hugsjónir aðrar en sinn vilja til valds en menn verða að spyrja sig á endanum hvort sé vænlegra fyrir land og þjóð: Lýðræðislegt þingfyrirkomulag eða meirihlutaþvinganir í anda íhaldsins. Þeir sem veittu VG umboð sitt gerðu það ekki svo hægt væri að leika auðvaldshækju. Steingrímur þarf að hlusta á sína kjósendur og á hann er lagður mikill þrýstingur frá grasrótinni. Samfylkingin hefur aftur á móti enga grasrót og því átt þú/þið erfitt með að skilja hina lýðræðislegu upplýsingu sem tilvalið er að sækja og nýta nú, Íslendingum til heilla. Eina sem þið kratar sjáið er mögulegur valdmissir og ykkur er sama hvernig aðferðum er beitt til afstýringar. Það hefur sýnt sig að hér varð ekkert uppgjör við síðustu kosningar og til lengri tíma litið hefðum við gott af alvöru stjórnarkreppu til að klára þrenninguna og leysa upp fjórflokkinn. Ef Jóhanna gefur ekki eftir þá höfum við tvo kosti; kosningar eða minnihlutastjórn VG og B studda af D.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 12:26
Já mig minnir það líka að það hafi verið Jóhanna sem ýtti þessum bolta af stað með hótunum. Hún bara gleymdi að gera ráð fyrir því að til er fólk sem getur staðið í lappirnar og lætur ekki kúga sig. En það má allaf kenna öðrum um.
Víðir Benediktsson, 7.10.2009 kl. 13:00
Það er ótrúlegt að horfa upp á kúgun samfó við vg. í evrópu og icesafe málunum, að vísu ætlar samfó að hjálpa vg í að skattpína almenning og drepa niður atvinnulífið, kanski eru það helmingaskiptin í þessu ríkisstjórnarsamstarfi?
Óskar (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 13:37
Hvaða... Sveinn ungi ??
Jóhanna hótaði ekki stjórnarslitum... hún benti bara á þá augljósu staðreynd að stjórn sem ekki væri samstíga ætti ekki erindi... Vilja menn ef til vill mynda ríkisstjórn um skoðanir eins ráðherra... hvað þá með hina 11 ???
Bull er þetta..
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 14:11
Minnihlutastjórn VG ??? hvaða VG ?? Ögmundar VG eða hinna ??
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 14:12
Skoðanir eins ráðherra!!!! hvað með skoðanir þjóðarinnar sem vill ekkert með evrópuaðild. og kúgunarmafíu alþjóðag. að gera?
Óskar (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:45
Afar mikilvægt er að vinstrimenn starfi saman og haldi Sjálfstæðisflokknum frá völdum næstu áratugina. Slík er eyðileggingin sem íhaldið skilur eftir sig.
Ekki er sjálfgefið að VG gefi eftir í öllum málum, þó að svo hafi verið hingað til.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 16:18
Steingrímur sagðist leggja sinn pólitíska feril undir í Icesave OG Jóhanna sagði að Icesave færi ekki inn á þing nema þingmeirihluti væri fyrir því -
Nú er talað um að Icesave fari ekki fyrir þingið á næstu dögum eða vikum.
VG er hefur og verður alltaf óstjórntækur stjórnmálaflokkur sem er á móti einkaframtaki - atvinnuuppbyggingu og þeirra helsti draumur er að byggja hér upp miðstýrt forræðishyggjuþjóðfélag -
Óðinn Þórisson, 7.10.2009 kl. 17:58
Óðinn: er það svoleiðis í Noregi? Eða ertu bara einhver bullukollur?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.