Erfitt verk fyrir höndum.

"Sá flati niðurskurður sem stefnt er að á Landspítalanum er hættulegur, að mati Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítalans. „Við höfum aðeins einn slíkan spítala á Íslandi, sem er öryggisnet fyrir allt landið. Þess vegna verður fyrst að leita allra leiða til að ná heildarhagræðingu í heilbrigðiskerfinu.“

Nýr heilbrigðisráðherra lendir í því að framfylgja stefnu sem fráfarandi heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson mótaði. Hennar bíður gríðarlega erfitt verk og má segja að félagi hennar hafi skilið hana eftir í súpunni, eftir óvænt brotthvarf Ögmundar í miðri á...eins og sagt er.

Ég veit að Ögmundur nefndi Icesave sérstaklega í brotthvarfi sínu en mikið held á að hann sé feginn að þurfa ekki að taka stóra slag í þessu máli... hann lætur Álfheiði Ingadóttur flokkssystur sinni það eftir að glíma við erfiðleikana og vandann í heilbrigðiskerfinu sem er ekki síður alvarlegur en Icesavemálið. Það hefur verið nefnt sem aðalástæða þess að vilja ekki vera með í glímunni með ríkisstjórninni.

Það er erfitt þegar menn treysta sér ekki í verk sem þarf að vinna.. og enn alvarlegra þegar menn móta stefnu og hverfa síðan frá og láta aðra sitja uppi með ákvarðanir sínar, í þessu tilfelli Álfheiði Ingadóttur en eins og kunnugt er vildi Guðfríður Lilja ekki takast á við þetta verk við brotthvarf Ögmundar enda held ég að Álfheiður sé  meiri bógur í svona slag með fullri virðingu fyrir G Lilju.


mbl.is Flatur niðurskurður hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Pálsson

Skilaboð frá ríkisstjórninni:

Ekki verða veikur! Ef svo óheppilega vill til að þú verðir veikur þá skaltu deyja snögglega.

Davíð Pálsson, 5.10.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: A.L.F

Auðvita Davíð, þessi stjórn hefur ekkert með sjúklinga að gera, aðeins fólk sem er fært um að vinna, ákveðin útrýmingarbúða bragur á þessu hjá vorri stjórn.

A.L.F, 5.10.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband