Sjálfstæðisflokkurinn allur, brást síðastliðinn vetur.

Það er ekkert nýtt að erfiðleikar séu innan íslenskra stjórnmálaflokka í þeim vanda og erfiðleikum sem steðja að þjóðinni nú um stundir.

Það reynir gríðarlega á þor og þrek stjórnmálamanna og enginn stjórnmálamaður í sögu lýðveldisins Íslands hefur þurft að axla aðra eins ábyrgð og þingmenn sem nú starfa.

Þingmenn og ráðherrar VG eru að takast á við þetta núna. Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans tókust á við þetta síðastliðinn vetur og bognuðu og brustu... og stjórnin sprakk.

Við svona aðstæður kemur í ljós úr hverju menn eru og það er það sem við erum að horfa á þessa mánuðina í íslenskum stjórnmálum.

Gaman að sjá formann flokksins sem brást, gangrýna þá sem nú standa í hreinunarsstarfinu eftir Sjálfstæðisflokkinn síðustu áratugi.


mbl.is Birtingarmynd vandræðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að það þarf að minna þig á einn hlut, það var samfylkingin sem bognaði og brast útaf erfiðum og óvinsælum ákvörðunum sem þurfti að taka. Það var samfylkingin sem vildi út og fór því á fund með sjálfstæðismönnum með kröfur sem að allir vissu að yrðu aldrei samþyktar með það eina markmið að sprengja stjórnina og komast frá sínu ábyrgðarhlutverki.

Ég get því miður ekki sagt að það sé gaman að sjá formann þessa brotna flokks sem samfylkingin er, einfaldlega vegna þess að hún er farin í felur og sést aldrei.

steinar hrafn björnsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:59

2 identicon

Tek undir með Steinari hér að framan - það var ekki Sjálfstæðisflokkur sem gekk úr skaftinu góði minn! Það var Samfylking sem nú hefur endanlega sýnt að er lélegasti stjórnmálaflokkur sögunnar.

Fínt ef Bjarni er kominn með nýjar hugmyndir eða hefur séð að sér. Batnandi mönnum er best að lifa.

Soffía (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Batnandi mönnum er best að lifa - heyr heyr

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 16:13

4 identicon

Ég veit ekki betur en að Samfylkingin hafi amk. reynt að sýna ábyrgð og komið einhverju í framkvæmd með því að losa sig undan þungu oki sjálfstæðismanna sem bæði Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn höfðu verið í alla stjórnartíð sjallanna. Það var amk. ekkert að gera hjá Geir Haarde sem sýnir ábyrgðina á þeim bænum. 

Það fyrsta sem heyrðist eftir hrunið var að Íslendingar myndu að sjálfsögðu standa við allar sínar skuldbindingar og var þar m.a. vísað til Icesave. Með þessa yfirlýsingu á bakinu var fátt annað að gera en að reyna að semja. Vissulega má deila um hversu sanngjarn sá samningur var og að sjálfsögðu hefðum við öll viljað losna undan þessari skuldbindingu. En það er þó verið að vinna. Það er eitthvað annað en Geir var að gera.

Ég er alveg sammála því að Jóhanna mætti sjást meira sem forsætisráðherra, en það hversu lítt sjáanleg hún er þýðir þó ekki að hún liggi í felum og mæti ekki í vinnuna sína. Það er barnaskapur að halda slíku fram. Þetta er hörkudugleg kona sem hefur einmitt komið ýmsu í verk án þess að vera að trjóna sér í fjölmiðla alla daga eins og sumir. Hún tók við erfiðasta þjóðarbúi sem nokkur forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn hefur nokkru sinni tekið við hér á landi og hún er hreint ekkert öfundsverð af starfi sínu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:14

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann gat ekki tekið stórar ákvarðanir eða stigið skref eins og allir sem ekki eru í afneitun vita. Enda fékk hann útreið í kosningunum í samræmi við það.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 16:15

6 identicon

Það er kannski best að benda á að hugmyndir Bjarna eru alls ekki nýjar og í raun ekki hans hugmyndir. Þetta er akkúrat það sem ríkisstjórnin er að vinna að eins og allir vita sem ekki berja hausnum við steininn sí og æ.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:22

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Bjarni maður eða mús? 

Auðun Gíslason, 30.9.2009 kl. 16:51

8 identicon

Það var auðvitað hentistefnuflokkurinn Samfylking sem stakk sjálfstæðismenn í bakið. Ingibjörg kom og bauð "sjálfa" Jóhönnu sem verkstjóra. Það var öllum ljóst að þetta var bara átylla til að slíta stjórnarsamstarfinu, enda var Samfó með populismann að leiðarljósi til að þóknast fólkinu sem barði hlandkoppana sína á Austurvelli. Þvílíkur verkstjóri. Það er bara ekki skrýtið að allt sé í kaldakoli og fari bara versnandi, því jafn duglausan leiðtoga held ég að fólk á byggðu bóli hafi ekki séð. Hún er kannski góð í að hóta vinstri grænum, sem sýna óþrjótandi þrælslund, en þar með eru "kostir" hennar upp taldir!

Talandi um að geta ekki tekið ákvarðanir, þá ættuð þið Samfylkingarmenn að líta í eigin barm. Jóhanna skreið í felur eftir að hafa eytt vorinu í Davíð og Seðlabankann og sumrinu í ESB og Icesave, í stað þess að horfa á vandann heimafyrir. Þessi stjórn hefur verið með afbrigðum ákvarðanafælin og helst hafa litið dagsins ljós yfirlýsingar um breytingar á stjórnsýslunni... jú og stöku nýjan skatt. Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir berja niður þessa fáu jákvæðu sprotana sem sjást í atvinnulífinu, en gera það samt með þessari einkennandi ákvarðanafælni sem einkennir þessi stjórnvöld. Árni kynnir tillögur fyrir heimilin, tillögur sem eru ekkert annað en sýndarmennskan ein, til þess fallnar að botnfrysta fasteignamarkaðinn endanlega og skilja svo fólk eftir í meiri vanda en áður. 

Ykkur undirlægjunum er vorkunn af því að þurfa að verja þetta, því málsvörnin er engin, eins og maður sér hjá ykkur. Það kemur bara sama gamla lumman: Sjálfstæðismenn gerðu þetta! Farið nú að vakna til lífsins!

Ófeigur Örn Ófeigsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:36

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ein skoðun - eitt mál - það er sf.

Óðinn Þórisson, 30.9.2009 kl. 17:51

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

  Þrjú og einu stefnumál samfó eru. 1. gera hvað sem er fyrir aðild að Evrópusambandinu. 2. fórna hverju sem er fyrir aðild. 3. svífast einskis til að fá aðild.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.9.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband