Komu hlaupandi á síðustu mínútum.

Ég var að fljúga norður í gær. Næsta vél á undan var Ísafjarðarvélin... með formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins innanborðs.

Alveg fram á síðustu mínútu dreif að unglinga sem voru að mæta allt of seint í Ísafjarðarvélina og greinilega drifnir af stað allt of seint og óundirbúið. Starfsfólkið í afgreiðslunni var að verða nokkuð pirrað á þessu seinu farþegum sem voru að mæta alveg fram á síðustu mínútu og við sem vorum á leið í Akureyrarvélina biðum þolinmóð meðan þessir aðvífandi unglingar vorum munstraði í hopp framyfir auglýstan brottfarartíma.

Svo fréttir maður af auka Fokker í morgun sem keyptur var sérstaklega til að flytja stuðningsmenn þessa nýja formanns úr Davíðsarminum vestur.

Það er ljóst þó enginn Sjálfstæðismaður vilji viðurkenna það að nú stendur yfir mikil valdabarátta í flokknum. Ég tók eftir því hvað formaðurinn Bjarni Benediktsson virkaði rosalega stressaður þegar hann æddi fram og aftur og talaði í símann. Það stóð greinilega eitthvað til og mér fannst á látbragði formannsins að þetta væri eitthvað sem honum líkaði ekki.... í tengslum við þessa Ísafjarðarferð.

Þetta verklag er ekki ósvipað og þegar Davíð Oddsson tók Þorstein Pálsson af lífi sem formann flokksins á sínum tíma. Davíðsarmur flokksins hefur nú náð SUS og næst gæti orðið atlaga að formanni flokksins Bjarna Benediktssyni og varaformanninum Þorgerði Katrínu sem örugglega er á pólítískum aftökulista Davíðsarmsins.


mbl.is Ólafur Örn kjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og hver skyldi nú borga brúsann ;)

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 19:31

2 identicon

Líklega yrði minna áberandi ef þeir í Sjálfstæðisflokkunum tækju upp póstkosningu eins og td. þegar ISG kolfelldi Össur formann Samfó ?

Var það ekki annars örugglega  valdabarátta ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:35

3 identicon

Merkilegt samlíkingarafl hjá IP-Ágústi. Eitt er að bjóða öllum flokksmönnum að kjósa sér formann, annað að kosta hálfa miljón fyrir völd. Annars er svona uppákoma deja vu fyrir mig frá níunda tug síðustu aldar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kosning milli Össurar og ISG var perónuleg kosningabarátta en ekki valdastríð hópa... á því er mikill munur.. Íhaldsöflin og frjálslyndari öfl takast nú á í Sjálfstæðisflokknum...gæti endað með klofningi..svo hatrammt er það.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.9.2009 kl. 19:55

5 identicon

Menn með afburða spunahæfileika - sem Jón Ingi - eiga ekki að vera VARAbæjarfulltrúar. Þeirra sæti skýlaust AÐALfulltrúar - já, bæjarstjórar !

 Skrifin minna á bull Össurrar !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:16

6 identicon

Svolítið skemmtileg saga hjá þér og vel sögð. En ég held þetta sé bara bull, sem og nýjasta færslan. Þetta er byggt á Facebook aðdáendasíðum. Og Facebook er nú bara létt grín alltsaman. Eftir stendur það sem menn hafa gert. Hann vann að kosningabaráttu Bjarna Ben og er stuðningsmaður hans. Og þekkir að ég held Davíð Oddsson ekki persónulega þó hann vinni á Mogganum, enda unnið þar í nokkur ár. Þannig að þetta þykir mér lélegur spuni. :-)

Henrý Þór (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:49

7 identicon

Þetta var stríð milli íhaldsins og frjálshyggjunnar .. hefur ekkert með DO að gera heldur er mikill málefnalegur ágreiningur á milli þessara fylkinga varðandi suma hluti (ekki ESB þó).   Ég gæti nefnt að íhaldið vill taka upp bandaríkjadal eða komast í myntbandalag, meðan frjálshyggjan vill ímist setja krónuna á einhvern hráefnisfót eða gera einstaklingum og fyrirtækjum frjálst hvaða gjaldmiðil þeir kjósa að nota.

blámaður (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband