Útibú Framsóknarflokksins lifnar við.

InDefence hópurinn... samtök baktjaldaFramsóknarmanna farin af stað einn ganginn enn í neikvæðum gír... með andskotann í öllum hornum.

Nú á ekkert að hanga eftir stórnarandstöðunni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru bara að reyna að þvælast fyrir af flokkspólitískum ástæðum. Þeir sýndi það svo ekki varð um vilst að þeir eru ekki samstarfshæfir og mikill samstarfsvilji stjórnarinnar í Icesavemálin breyttu engu... Framsókn á móti og Sjálfstæðisflokkurinn sveik á endanum þegar hann hafði dregið málin endalaust og þóttist vera til í samvinnu.

Nú vita menn betur og það hefur ekkert upp á sig að reyna að hanga eftir hrunflokkunum tveimur...þeim gengur ekkert annað til en þvælast fyrir og drepa málum á dreif.

Kalla saman Alþingi og kára málið... það er ekkert að treysta á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hugsi neitt um þjóðarhag í þessu máli né öðrum.


mbl.is Segja stjórnvöld leyna Icesave-gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"...það er ekkert að treysta á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hugsi neitt um þjóðarhag í þessu máli né öðrum."

Sjálfsagt, hefur það eingöngu verið með þjóðarhag í huga, sem Samfó og VG reyndu í upphafi, að halda leynd yfir texta Icesave samkomulagsins - en fyrstu dagana, var hann með sama hætti sagður leynilegur.

"Nú á ekkert að hanga eftir stórnarandstöðunni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru bara að reyna að þvælast fyrir af flokkspólitískum ástæðum. Þeir sýndi það svo ekki varð um vilst að þeir eru ekki samstarfshæfir og mikill samstarfsvilji stjórnarinnar í Icesavemálin breyttu engu...."

Það sem þið sýnduð, var samstarfvilji andskotans. Svo lengi, sem menn eru sammála ykkur, þá eru þeir skynsamir. Svo lengi sem þeir láta allt eftir ykkur, án athugasemda, eru þeir samstarfsfúsir.

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, eru gamlkunnug, og sýna að Samfó hefur lært vel af lærifeðrum sínum í Sjálfstæðisflokknum, hvernig á að kúga samstarfsmenn í ríkisstjórn, og koma fram við andstæðinga af fyrirlitningu.

Svo vel hefur hún lært, að hún er í reynd, orðinn klón af Sjálfstæðisflokknum. Sami, einbeitti brotaviljinn, enn snjallari áróðursmaskína.

Það megið þið eiga, sennilega hafið þið þá bestu áróðursmaskínu, sem nokkur ísl. stjórnmálaflokkur, hefur komið sér upp.

Þannig, komist þið upp, með að segja án þess að blikna, að 2 + 2 séu eitthvað annað en 4. Gönbbels, hlýtur að brosa í gröfinni, yfir snilld áróðursmeistara ykkar.

Hneygji mig fyrir mér, þeir eru verðugir andstæðingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"...það er ekkert að treysta á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hugsi neitt um þjóðarhag í þessu máli né öðrum."

Sjálfsagt, hefur það eingöngu verið með þjóðarhag í huga, sem Samfó og VG reyndu í upphafi, að halda leynd yfir texta Icesave samkomulagsins - en fyrstu dagana, var hann með sama hætti sagður leynilegur.

"Nú á ekkert að hanga eftir stórnarandstöðunni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru bara að reyna að þvælast fyrir af flokkspólitískum ástæðum. Þeir sýndi það svo ekki varð um vilst að þeir eru ekki samstarfshæfir og mikill samstarfsvilji stjórnarinnar í Icesavemálin breyttu engu...."

Það sem þið sýnduð, var samstarfvilji andskotans. Svo lengi, sem menn eru sammála ykkur, þá eru þeir skynsamir. Svo lengi sem þeir láta allt eftir ykkur, án athugasemda, eru þeir samstarfsfúsir.

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, eru gamlkunnug, og sýna að Samfó hefur lært vel af lærifeðrum sínum í Sjálfstæðisflokknum, hvernig á að kúga samstarfsmenn í ríkisstjórn, og koma fram við andstæðinga af fyrirlitningu.

Svo vel hefur hún lært, að hún er í reynd, orðinn klón af Sjálfstæðisflokknum. Sami, einbeitti brotaviljinn, enn snjallari áróðursmaskína.

Það megið þið eiga, sennilega hafið þið þá bestu áróðursmaskínu, sem nokkur ísl. stjórnmálaflokkur, hefur komið sér upp.

Þannig, komist þið upp, með að segja án þess að blikna, að 2 + 2 séu eitthvað annað en 4. Göbbels, hlýtur að brosa í gröfinni, yfir snilld áróðursmeistara ykkar.

Hneygji mig fyrir þeim, þeir eru verðugir andstæðingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Ólafur Elíasson

Sæll Jón Ingi 

Ég heiti Ólafur Elíasson og er meðlimur í hinum svokallaða indefence hópi. Mér sárna þessar fullyrðingar þínar um að ég og aðrir félagar í hópnum séum á mála hjá Framsóknarflokknum. Þær eru ómálefnalegar og ekki rökstuddar. Mér vitandi er aðeins einn meðlimur í hópnum yfirlýstur framsóknarmaður en við höfum innanborðs aðila úr öllum flokkum og engum flokkum. Satt að segja hef ég enga hugmynd hvar margir þeirra sem ég hef unnið með í þessum hópi eru staddir í pólitík. Okkar starf að undanförnu hefur fyrst og fremst snúist um það að fá icesave samninginn og fylgiskjöl hans upp á yfirborðið og stuðla að málefnanlegri og upplýstri umræðu um þetta mál sem snertir okkur öll. Ekki gleyma því að áður en við fórum að taka þátt í umræðunni stóð ekki einu sinni til að sýna þingmönnum okkar samninginn heldur átti bara að skrifa undir. Við höfum einnig lagt á það áherslu að verja hagsmuni íslands með því að kynna sjónarmið íslendinga í erlendum fjölmiðlum.

 

Ef þú vilt fá hugmynd um starf okkar á þeim vettvangi hvet ég þig til að líta á eftrifarandi greinasafn í erlendum fjölmiðlum sem má að miklum hluta rekja til okkar baráttu:

 

http://indefence.is/Greinar-og-hlekkir

 

Kær kveðja.

 

Ólafur Elíasson

Ólafur Elíasson, 19.9.2009 kl. 01:07

4 identicon

Ólafur, þetta er mjög einfalt. InDefence er skeljar hópur (front group) fyrir ótrúverðugan sjálfstæðisflokk og framsóknarflokk í þessu máli. Þú getur mótmælt þessu alveg eins og þú vilt, en það breytir ekki þeirri staðreynd að sem félag þá hefur InDefence haft aðgang að gífurlegum fjármunum, sem virðast hafa komið frá aðilum tengdum þessum tveim hrunflokkum.

Þetta byrjaði ágætlega hjá InDefence, en fór fljótt að súrna og er alveg ónýtt núna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:10

5 Smámynd: Ólafur Elíasson

Kæri Jón Frímann.

Ég hvet þig eindregið að rökstyðja þessar ósönnu fullyrðingar. Ég skil ekki almennilega hvernig þú getur haldið þessu fram við mig. Allt starf okkar í Indefence hefur verið sjálfboðastarf og ég veit ekki til þess að nokkurt okkar hafi fengið eina einustu krónu í laun fyrir alla þá vinnu sem við höfum lagt fram til málstaðarins undanfarna mánuði. Einu peningarnir sem ég kannast við að við höfum fengið inn í starfsemi okkar var smánarlegur styrkur sem við fengum frá Utanríkisráðuneytinu til að fara til London með undirskriftirnar í breska þingið. ( Styrkurinn dugði fyrir 20% af ferðakostnaði). Einnig náðum við að safna einhverjum peningum til að geta auglýst útifundinn á Austurvelli fyrir skömmu.

Hvaða heimildir hefur þú eiginlega fyrir fullyrðingum þínum?

Ólafur Elíasson, 19.9.2009 kl. 02:49

6 identicon

Ólafur, viltu þá vinsamlegast útskýra fyrir mér hverning InDefence gat látið reisa svið fyrir framan Alþingi síðastliðið sumar fyrir ekki minna en tvær milljónir. Þetta var vel út látið svið og talsverð stór bygging, og slíkt fæst ekki ókeypis þessa dagana frekar en aðra daga.

Ég dreg útskýringar þínar stórlega í efa.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 05:18

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er Samfó ekki að kasta úr glerhúsi þegar talað er um vafasama styrki? Og um að gera að stimpla alla sem fylla þennan hóp Framsóknarmenn. Um leið og það er gert verða menn uppvísir að ósannindum eins og Ólafur bendir réttilega á og það er til ágætisorð í Íslenskunni yfir fólk sem hagræðir sannleikanum.

Víðir Benediktsson, 19.9.2009 kl. 08:57

8 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Rétt skref hjá InDefence að óska eftir upplýsingum fyrst svo þeir geti metið hugmyndir Breta og Hollendinga. Jón Ingi, hvernig getur þú sagt "Kalla saman Alþingi og kára málið" án þess að vita um hvað málið snýst? Eða hefur þú fengið gögnin? Viltu kannski segja okkur af hverju við eigum að fallast á niðurstöðu Breta og Hollendinga?

Eins var þetta með Icesave samningana. Það átti að samþykkja þá án þess að þingmenn fengu að lesa þá yfir.

Reynir Jóhannesson, 19.9.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Olafur - sagan um alla peningana í kringum In Defence, er flökkusaga sem haldið er fram án þess að nokkur að ég hef getað séð hafi fram að þessu fært fyrir henni hin minstu rök, og mig grunar, að þessari flökkusögu sé dreift með virkum hætti af aðilum er eru andsnúnir málflutningi ykkar.

Söguburður sem slíkur, er klassískt áróðurstrykk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 13:30

10 Smámynd: Ólafur Elíasson

Jón Frímann.

Ég nenni ekki að þrasa um þetta við þig. Ef þú vilt fá að vita meia um starf okkar hringdu þá bara í mig og við förum saman á næsta fund indefence. Þá getur þú hitt okkur og fengið allar þær upplýsingar um okkur sem þú vilt.

Kveðja.

Ólafur

6982004

Ólafur Elíasson, 20.9.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband