18.9.2009 | 06:54
Hentimálflutningur Sjálfstæðisflokksins.
Ekki er hægt að segja að Sjálfstæðiflokkurinn sem trúverðugur í málflutningi sínum. Nú hafa þeir lagst í grimma vörn fyrri fyrirvörum sem þeir studdi ekki á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá þegar fyrirvarar við Icesave voru afgreiddir á Alþingi. Svo kemur þessi ályktun sem er í raun kátbrosleg í ljósi sögunnar.
Ályktunin Sjálfstæðisflokksins er eftirfarandi:
Höfnun Breta og Hollendinga á þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í lok ágúst við Icesavesamningana, felur í sér að ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna tekur ekki gildi.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur að ekki komi til greina að hverfa frá þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti vegna ríkisábyrgðarinnar.
Ríkisstjórn Íslands hefur ekki heimild til að víkja frá þeim skýru fyrirvörum sem gildandi lög kveða á um.
Sjálfstæðisflokkurinn valtaði yfir fulltrúa sína í fjárlaganefnd, en eins og kunnugt er unnu fulltrúar flokksins heilshugar að gerð þessara fyrirvara og studdu þá. Bjarni Benediktsson fékk síðan allan flokkinn til að sitja hjá við afgreiðslu málsins og gerði þar með lítið úr félögum sínum í fjárlaganefnd.
Nú er hann orðinn einn helsti stuðningsmaður fyrirvara sem hann studdi ekki enda hentar það flokkslegum hagsmunum að reyna að auka óánægju og óörhyggi í landinu. Honum er nákvæmlega sama þó það muni setja efnahagslega endurreisn landsins í uppnám.... bara ef það hentar Valhöll og Sjálfstæðisflokknum.
Ef til vill ekki undarlegt þó formaður sem vinnur með þessum hætti njóti aðeins stuðnings rúmlega helmings flokksmanna samkvæmt skoðanakönnunum.
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnvöld eiga ekki að samþykkja að trúnaður/leynd hvíli yfir þessu - nema það sé vilji ríkisstjórnar íslands að svo sé -
Ef þeir hafna fyrirvörunum, þá hlýtur að koma aftur til kasta alþingis - annað er bara ekki í stöðunni -
Varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins þá hefur Bjarni Ben. útskýrt það mjög vel -
Hversvegna átti ekki að leyfa þingmönnum að sjá samninginn ?
Hvað lá á að skrifa undir þennan vonda samning 5.júní ?
Steingrímur J. sagði á alþingi að aðeins væri um könnunarviðræður að ræða, 2 dögum síðar var búið að skrifa undir ?
Og það sem skipti máli, ríkisábyrgð á IceSave fór í gegn vegna fyrirvara sem stjórnarandstaðan barðist fyrir ásamt nokkrum ábyrgum þingmönnum úr vg ef þeim verður hafnað þá fer málið aftur til alþingis - það er alveg borðliggjandi.
Óðinn Þórisson, 18.9.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.