Taugaveiklun bloggara.

Af hálfu Breta og Hollendinga hafa komið fram hugmyndir um hvernig þeir geti fyrir sitt leyti lokið málinu með hliðsjón af fyrirvörum Alþingis. Þeir hafa óskað eftir því að þessar hugmyndir verði meðhöndlaðar sem trúnaðarmál á þessu stigi.

Merkilegt að lesa upphrópanir sumra bloggara. Menn sjá andskotann í öllum hornum og láta eins og asnar.

Eðlilega biðja menn um trúnað meðan málið er kynnt helstu hagsmunaaðilum og að sjálfstögðu verða mál kynnt í bak og fyrir mjög fljótlega. Stjórnvöld sem ekki virða beiðni um tímabundin trúnað í alþjóðasamskiptum hafa enga stöðu og væri aldrei treyst á þeim vettvangi.

Jafnvel á morgun eða hinn verða menn upplýstir... að sjálfsögðu.


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Auðvitað gera menn það, það treystir enginn lengur íslenskum stjórnmálamönnum og síst Samfylkingunni.

Einar Þór Strand, 17.9.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Það er alltaf gott þegar menn stimpla sig sjálfir jafn rækilega

Gunnlaugur Bjarnason, 17.9.2009 kl. 18:08

3 identicon

Það eru sumir bloggarar hérna sem ekki skilja, enda hefur enginn nennt að útskýra Icesave málið fyrir þeim. Síðan eru það þeir bloggarar sem skilja fullkomnlega, en eru samt á móti þjóðerniskenndarinnar vegna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Skaz

Ég ætla að benda fólki á að nákvæmlega það sama var sagt um Icesave samninginn þegar hann kom fyrst á borðið. Ætlunin var lengi vel að Alþingi sjálft þyrfti ekkert að sjá samninginn heldur gæti kosið um hann byggt á 1-2 klst kynningu  á innihaldi hans.

Þannig að þú afsakar að fólk sé svolítið hvekkt og ekki alveg að róast niður þegar svona er haldið innan ríkisstjórnarflokkanna. 

Enda held ég að það sé enginn tilbúinn að segja í dag að Icesave hafi verið ásættanlegur eða góður eins og hann var án fyrirvaranna. Fyrirvara sem ríkisstjórnin virðist alveg vera tilbúin að hunsa miðað við fyrstu fréttir.

Þannig að það er alveg ástæða fyrir þessari "taugaveiklun" eins og þú kallar hana.

Skaz, 17.9.2009 kl. 19:41

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Það eru sumir bloggarar hérna sem ekki skilja, enda hefur enginn nennt að útskýra Icesave málið fyrir þeim"

Verður samt að hafa í huga þarna að það er eigi hægt að skýra fyrir þeim sem ekki vilja skilja.

Margir hafa nefnilega brugðið á það ráð að troða hausnum á sér á kaf ofan í sandhaug. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 20:53

6 identicon

Jón Ingi, þér hefur ekki dottið til hugar að þessi taugaveiklun bloggara gæti verið tilkomin vegna reynslu almennings af pólitíkusum? Samfylkingin er þar engin undantekning. Bankamálaráðherra hennar og formaðurinn, ISG, þau voru nú ekki beinlínis barnanna best í aðdraganda bankahrunsins, bara svo einhver dæmi séu tekin.

Annars vita flestir að S hefur reynst litlu betri en D eða F, þetta eru meira eða minna allt sömu lygamerðirnir og svikahrapparnir, bara í mismunandi felulitum.

Páll (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Ingi, Bretar og Hollendingar, hafna þeirri niðurstöðu, er Alþingi komst að. Aftur á móti, sýna þeir þó sveigjanleika, þ.s. að í stað þess að setja allt í frost, koma þeir með gagntilboð.

Alþingi, getur lokið málinu, með því að samþykkja það gagntílboð, en Alþingi getur einnig, komið fram með nýtt tilboð á móti þeirra gangtilboði,,,og þannig, hafist samningaviðræður, er geta orðið stuttar - eða kannski ekki.

En, eitt er þó sannað - að Indriði og Steingrímur höfðu margítrekað rangt fyrir sér; að, ekki væri möguleiki til að endursemja við Breta og Hollendinga, að - samningurinn hefði verið það besta er hægt var að ná fram, að samningurinn væri tiltölulega góður miðað við aðstæður.

Allar þessar fullyrðingar eru nú afsannaðar með öllu, þeim báðum til ævarandi háðungar, og ríkisstjórninni einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar Björn... þú veist ekki hvað er hér á ferð frekar en flestir aðrir... bíddu með stóru fullyrðingarnar... þá þarftu að gleypa minna.

Taugaveiklun bloggara fer eftir flokkslínum og það eru fyrst og fremst hægri bloggarar sem sjá andskotann í öllum hornum...af því þeir eru ekki við völd.

Skaz... hættu þessar heimskulegu tröllasögu um að Alþingi hafi ekki átt að fá að sjá samning sem þeir þurftu að samþykkja ríkisábyrgð á... þessi flökkusaga er ættuð úr Valhöll.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.9.2009 kl. 23:35

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Minnir að ég hafi einmitt lesið á þessari síðu að þjóðin hafi andað léttar því nú væri ICESAVE deilunni lokið. Greinilegt að einhver hefur skriplað á skötunni. En það er svo sem í lagi, alltaf hægt að kenna stjórnarandstöðunni um þó hún eigi að heita valdalaus.

Víðir Benediktsson, 18.9.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Skaz

Ok, útskýrðu þá það að í einu af þeim tölvupóstum sem sýndir voru seinna meir um það afhverju leynd var ekki létt af samningunum. Að í einum þeirra kom fram hugmynd bresks kollega Indriða um að best væri að hann tæki einn mann í einu sem þyrfti að sjá samninginn og myndi leyfa þeim að skoða en ekki fara með eintakið...

Kallarðu það að sýna Alþingi samninginn? Og sérstakega í ljósi þess að þessi tillaga kom vegna þess að uppi var mikil reiði um fyrirætlunina að kynna bara samninginn ekki að fara neitt yfir hann né sýna ítarlega.

 Og það er þvílíkt kjaftæði og spuni hjá þér að halda því fram að þessi taugaveiklun sé að fara eftir flokkslínum. Því að ég kaus og hef alltaf kosið Samfylkinguna. Og ég held að ég sé einn af þeim sem þú myndir væntanlega kalla "taugaveiklaðan" bloggara.

Meirihlutinn af þeim sem eru að skrifa um þessa frétt og málið tengt henni eru yfirlýstir stjórnarflokkarsinnar og flestir þeirra eru að lýsa yfir vantrausti á viðbrögð ríkisstjórnarinnar.

Skaz, 18.9.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband