31.8.2009 | 16:43
Að hunsa þingið.
Forseti Íslands er formlegt stjórnvald. Stjórnkerfi okkar er þingbundið lýðræði. Að einhverjir 9000 gætu haft áhrif á forseta þannig að hann tæki ákvörðun þingsins og ógilti hana með slíkum gjörningi væri bein afskipti að því kerfi sem við búum við.
Í sumum löndum umhverfis okkur er allt sem snýr að fjármálum ríkisins undanþegið þeirri heimild að vísa þeim í þjóðaratkvæði enda eru þau mál oftast nær svo flókin að erfitt er að svara þeim með já eða nei spurningum. Þannig er það með Icesave.
Ég sér fyrir mér skemmtilega daga þegar einhverjir 9000 væru ekki kátir með fjárlögin þá vísaði forsetinn þeim í þjóðaratkvæði.
Ætli yrði ekki erfitt að reka þjóðfélag á þann hátt til lengdar.
Hvattur til að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir segja að það sé gjá milli þings og þjóðar í þessu máli - ÓRG synjaði að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma og notaði þessa útskýringu - Bjarni Ben. hefur sagt að forsetinn eigi að skrifa undir - þannig að þið Bjarni eruð þá a.m.k sammála í þessu
Óðinn Þórisson, 31.8.2009 kl. 18:14
Og þú sem ert alltaf að predika að þjóðin eigi að fá að kjósa um ESB
Víðir Benediktsson, 31.8.2009 kl. 19:07
Það er stjórnarskrárbreyting Víðir... dálítið annað.
Óðinn... hvaða gjá. ? Þetta voru 9.000 af 260.000 kjósendum ?? Frekar sprunga en gjá.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2009 kl. 23:19
Víðir - hvergi í mínu kommenti kemur mín afstaða fram - en ég er ekki á sömu skoðun og Jón Ingi og Bjarni Ben.- ég tel rétt að ÓRG eigi að vísa þessu til þjóðarinnar - hefur það komið fram hjá mér hér áður -
Jón Ingi - sprunga eða gjá - þú vildir ekki þjóðaratkvæðagreislu um ESB og ekki nú um Icesave - ég virði það við þig - kanski einhverju öðru máli munt þú styða þjóðaratkvæðagreiðslu -
Óðinn Þórisson, 1.9.2009 kl. 07:25
Varstu sömu skoðunar varðandi Fjölmiðlalögin? Veit ekki hve mörgum undirskriftum var safnað þá. Voru þær fleiri en nú? Voru mótmælafundirnir fjölmennari og fleiri? Sýndu kannanir meiri andstöðu í samfélaginu? Ef þú ert samkvæmur sjálfum þér fannst þér líklega að forsetinn hefði átt að skrifa undir fjölmiðlalögin. Annars ertu bara einn þeirra sem tekur alltaf afstöðu með sínum flokk burtséð frá prinsippum. Allt í lagi með það svo sem. Sjálfum finnst mér aðalmunurinn fólginn í því að Fjölmiðlalögin voru geðvonskukast eins manns en ICESAVE-samningarnir snúast um að bjarga því sem bjargað verður. Breytir þó ekki því að forsetinn vísaði í að gjá væri milli þings og þjóðar. Verður hann samkvæmur sjálfum sér? Það er ekki minni gjá núna. Þó að núna sé ég sammála þinginu en ekki þjóðinni (þ.e. meirihlutanum).
Daníel (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 10:29
Óðinn, þessu var nú beint til Jóns. Stundum er þjóðinni treystandi til að taka afstöðu og stundum ekki.
Víðir Benediktsson, 1.9.2009 kl. 17:42
Bara get ekki svarað þessu Skorradal en þetta er það sem höfudur síðunnar er setja fram. Á einum stað er hann að reka áróður fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en á öðrum stað klárlega á móti. Er nema von að maður verði hugsi.
Víðir Benediktsson, 1.9.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.