27.8.2009 | 16:12
Hverjir mega mótmæla ?
Ég verð seint talinn til aðdáenda Hannesar Hólmsteins. En að " mótmælendur " gerðu aðsúg að honum á Austurvelli er umhugsunarefni.
Hörður Torfason féll í þá gryfju að velja þá sem voru gjaldgengir til að tala í mótmælum fólksins. Það var líka umhugsunarefni.
Ég velti fyrir mér hvað maður þarf að vera eða vera ekki til að vera gjaldgengur í mótmæli sem byggja á lýðræðislegri hefð að mega tjá skoðanir sínar.
En þegar " mótmælendur " ætla að fara að velja hverjir mega mótmæla er eitthvað farið að éta sjálft sig. Og þegar þeir ætla síðan að reka af höndum sér einhverja sem þeir telja ekki þóknalega er ruglið orðið algjört.
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það náttúrulega gefur augaleið.... maður þarf að vera flokksbundinn í vinstri-grænum til þess að fá að labba á Austurvelli, svo einfalt er það...
Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.8.2009 kl. 16:22
Hannes var ekki kominn á Austurvöll til að mótmæla, hann kom til að láta taka við sig viðtal og ætlaði að nýta mótmælin til að kynna nýja bók sína.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2009 kl. 16:25
Og það er ekki í lagi að Hannes standi á Austurvelli og kynni bók sína af því að ?
hann er ekki flokksbundinn í vinstri grænum hehe
Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.8.2009 kl. 16:28
Miðað við það sem á undan er gengið Ingólfur, er það vægast sagt ekki við hæfi að maðurinn sé í viðtali þarna við þetta trækifæri.
hilmar jónsson, 27.8.2009 kl. 16:55
Verð að vera sammála Jóni Inga til tilbreytingar. Er Austurvöllur ekki opinn almenningi? Voru mótmælendur e.t.v. búnir að taka hann á leigu? Það má vel vera að einhverjum mótmælendum hafi þótt óheppilegt að tekið væri viðtal við Hannes eins og hann væri einhvers konar fulltrúi þeirra sem þarna voru, þá vegna þess að hann er jú afar umdeildur. En að flæma hann burt er fyrir neðan allar hellur. Í viðtalinu sem síðan kom við hann í Alþingisgarðinum gagnrýndi hann Icesave-samninginn en ég varð satt að segja ekkert var við að hann reyndi að auglýsa bókina sína þó Axel telji sig greinilega getað lesið hugsanir og það jafnvel hjá fjarstöddum einstaklingum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 27.8.2009 kl. 17:03
Hjörtur leigupenni mættur til að verja sjálfstektarhyskið...
Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 17:08
Hjörtur, Hannes ræfillinn var með bókina undir hendinni á leið í viðtalið, varla tilviljun, en óttinn varð viljanum yfirsterkari þannig að hann gleymdi erindinu, þótt eðlið brygðist honum ekki. Hvað fjarskyn mitt varðar þá eru það íhaldsgenin sem mér var úthlutað af foreldrum mínum, sem gera mig svona ofurnæman.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2009 kl. 17:54
Hannes er náttúrulega búinn að gera upp á bak og það mörgum sinnum svo það er ekkert skrítið að fólk sé búið að fá nóg af þessum athyglisjúka vitleysingi sem kann ekki að skammast sín. Ef einhver var klappstýra í harmleiknum var það Hannes Hólmsteinn. "græða á daginn og grilla á kvöldin" Bara gefa í http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs
Víðir Benediktsson, 27.8.2009 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.