Hallærislegir Sjálfstæðismenn.

 

" Fjárlaganefnd hefur nú afgreitt málið endanlega úr nefnd en allir flokkar nema Framsóknarflokkur styðja endanlega afgreiðslu nefndarinnar.  Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins  segir að Sjálfstæðismenn styðji þær breytingartillögur sem séu líklegar til að styrkja málið. Það muni svo bara koma í ljós við lokaafgreiðslu málsins hvernig þeir greiði atkvæði."

ÆÆ... þessi málflutningur Sjálfstæðismanna er óttarlega hallærislegur. Þeir styðja meirihlutaálit í fjárlaganefnd þar sem mikil vinna hefur verið lögð í að ná breiðri pólitíkskri samstöðu, án Framsóknar.

En enn geta Sjálfstæðismenn ekki stillt sig um að vera í flokkspólitískri stjórnarandstöðu þrátt fyrri að fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd hafi skrifað undir sameiginlegt álit.

Þetta er óttarlega hallærislegt svo ekki sé meira sagt... og ekki alveg greinilegt hverju Sjálfstæðismenn eru að þjóna með þessum haltu mér - slepptu mér.. málflutningi.


mbl.is Óvíst um sjálfstæðisatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta sýnir bara best hvað samningurinn var arfavitlaus í upphafi og í raun vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu máli sem öðrum.  Sem betur fer tókst stjórnarandstöðunni að koma vitinu fyrir þetta lið á endanum - vonandi halda bara þessir fyrirvarar.

Svo maður tali nú ekki um "blindfullan" Sigmund Erni í ræðustól - norðanmanninn og fyrrum Baugsdindilinn sem varð sér til ævarandi skammar í vikunni - og var að ræða mesta hagsmunamál þjóðarinar fyrr og síðar.

Þvílík skömm og ekkert annað fyrir þessa stjórn og þingmann Samfylkingarinnar. 

Sigurður Sigurðsson, 25.8.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já vesalings Sigmundur, hann er greinilega ekki betri en aðrir í þessum flokki. Svo er fólk hissa að maður hafi efasemdir um grúppuna. http://www.youtube.com/watch?v=Q0--r8ZiH0k

Víðir Benediktsson, 25.8.2009 kl. 18:43

3 identicon

Sæll.

Þetta er ömurlegt í alla staði.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum gengur illa, eða vilja ekki þekkja sjálfa sig í speglum sínum. Þeir horfa og reyna að sjá ekki fólkið sem skóp umhverfið sem leiddi til hrunsins. Sagt er að myndavélar og speglar ljúgi ekki.

Í huga hins almenna kjósanda er algjörlega kýrskýrt að fulltrúar þessara flokka þola engan veginn að standa á tröppunum og komast ekki inn að stjórnarborðinu.

En úti skulu þeir híma fram eftir öldinni. Við hin færum þeim teppi og heitt kakó. 

Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 18:49

5 identicon

Ljótt af Jóhönnu og Steingrími að búa til þennan Icesavepakka einungis til að kvelja íslensku þjóðina. Helst sem mest og til langs tíma. Agalegt alveg. Sérstaklega Steingrímur er búinn að vinna að framkvæmd sinna vonskuverka og annara illráða í hátt í tuttugu ár. Núna er hans tími kominn að kynni sína Icesave gereyðingarvél, sérsmíðaða bara af honum (Jóhönna mátti velja litinn).

Mikið er ég feginn að í landi voru sé ennþá til gott og heiðarlegt fólk sem er tilbúið að berjast í þágu þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn munu berjast af hörku fyrir okkur (oft þó bara fyrir sig - sem er jú í góðu lagi). Þeir hafa alltaf staðið sig sem hetjur hingað til! Og hafa guði sé lof aldrei unnið að neinu sem gæti gert þjóðinni vont. Mikið er ég hamingjusamur að vita að þeir séu ennþá til. Ég hélt að svona sakleysingjar gætu ekki einu sinni aflað sér matar, myndi eflaust brátt deyja út. Styðjum síðustu sjálfstæðismennina í sinni síðustu baráttu fyrir réttlæti, sanngirni og mörgum vöfflum og kennitölum fyrir alla.

Valgeir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Finn brandarakarl hann Valgeir   

Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 19:32

7 Smámynd: Sævar Helgason

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þessum ICESAVE leik á alþingi.  Þessi samningur er milliríkjamál - eins og hann var og er ennþá - þrátt fyrir þessa sýndarleiki með fyrirvara hér og þar. Það eru engir lagaklækir inni í þessum gerningi.  Kostir okkar voru og eru engir aðrir en að ganga að samningnum. Hann er næsta stig við stríð.  Ég er þess fullviss að við borgum aldrei nema lítinn hluta af kröfunni.... en ESB verður að fá fram fulla viðurkenningu okkar á ábyrgðinni... við erum ekki ein í heiminum...  Gott að þessu spili er að ljúka.  Nóg er af alvörumálum framundan í efnahagsgeiranaum... niðurskurður allstaðar.

Sævar Helgason, 25.8.2009 kl. 19:42

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Valgeir.. gott fyrir okkur að vita af breiðfylkingu Sjálfstæðismanna í baklandinu tilbúnir að bjarga þjóðinni... Davíð Oddsson, Björgúlfarnir, Hannes Hólmsteinn, Kjartan Gunnarsson, Sigurður Kári, Bjarni olíufursti, Jón Ásgeir, og svo slatti af aftanihengjum Sjálfstæðisflokksins gegnum árin. Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Halldór Ásgrímsson og margir fleiri... þeir sem eiga svona bakland þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni.

Annars held ég að þú sért bara að grínast í okkur,,, 

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2009 kl. 19:45

9 identicon

Ég vona svo sannarlega að skrif mín séu rétt skilin. Ef ekki, hef ég enn meiri áhyggjur af landi og þjóð en ég hef haft hingað til.

Mín von var (við hrunið) og er ennþá, að allt flokkakerfið yrði lagt niður og landsmenn kæmu sér saman um að finna hæfasta fólkið til að stjórna landinu út úr vandræðunum. Flokkakerfi er í lagi, en ekki þetta sem við höfum í dag. Hljómar eins og draumur þriggja ára barns, er samt líka minn draumur. Ísland hefur ekki efni á því í augnablikinu að halda úti þingmönnum sem tala eins og maríónettur sinna "yfirmanna" og hindra framgang mikilvægra þjóðmála. Ef að staða landsins er skoðuð, er ekkert pláss fyrir flokkspólitík lengur!

Dæmi: Sigurður Kári er eflaust góður sjálfstæðismaður en óhæfur annars. Honum er haldið uppi af flokknum, því hann er búinn að koma sér upp sínum samböndum (áralöng erfið vinna) og hefur lært að segja "rétta" hluti á "réttum" tíma. Oft misferst honum reyndar hrikalega, en við erum jú mennsk...

(Mikið er ég feginn að Sigurður Kári skuli vera sá eini sem hefur gengið þennan veg...)

Ekki minnir mig að nasistaflokkurinn í Þýskalandi hafi haft mikið fylgi í kosningum eftir seinni heimsstyrjöld. Auðvitað var ekki stríð á Íslandi árið 2008, áhrifin á fólkið í landinu virðist samt vera og verða því sömu. Betra tækifæri fyrir íslensku þjóðina að breyta til hins betra mun ekki gefast (vonandi).

Gott er að taka líka fram á þessari síðu að Samfylkingin er alls ekki heilög. Og ég hef nákvæmlega jafn mikla trú á að þar muni ekkert gerast í breytingum eins og í sjálfstæðisflokknum. Annars er ég ópólitískur og mér líður vel.

Valgeir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:46

10 Smámynd: Björn Birgisson

Meiri brandarakarlinn hann Valgeir

Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 20:51

11 identicon

Ja, hvern hefði órað fyrir því að Sjálfgræðisflokkarnir myndu gæta hagsmuna þjóðarinnar gegn Samspillingarflokkunum?

Það er nú kannski ekki skrítið þegar málið er hugsað. Fyrst boðaði Steingrímur Taliban "glæsilega" niðurstöðu í IceSlave og daginn eftir að við neyddumst til að borga þennan hörmungarsamning. Flugfreyjan og viðhengi eins og skrifar þessa pistla hér voru óþreytandi að segja okkur að það þýddi ekkert að reyna að hreyfa við IceSlave, þar sem "samninganefndin" hafi náð "hagstæðustu" mögulegri niðurstöðu, og hafa síðan þá verið á stöðugum flótta vegna fleiri og fleiri fyrirvara við "samnings"hörmungina.

Já, fyrst var kynntur glæsilegur samningur, síðan óhjákvæmilegur samningur, svo vondur samningur og núna virðist þetta eiginlega vera handónýtur samningur vegna allra fyrirvaranna sem settir eru við hann.

Ágæti Jón Ingi og aðrir Samspillingarliðar, sagði það ykkur ekkert þegar samningamaðurinn ykkar lýsti því yfir að hann hafi hreinlega ekki nennt þessu lengur? 

Hvers vegna í ósköpunum hlustuðuð þið bara ekki á fólkið í landinu sem vissi betur en þið ómenntaða Samspillingarliðið? Ég meina, þar sem þið senduð ómenntaða og illa menntaða bjána til að semja fyrir okkar hönd, þá er sennilega ekki um auðugan menntagarð að gresja.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:58

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hilmar... ég held að þú hafir ekki verið að fylgjast með...í það minnsta ekki af skilningi.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2009 kl. 21:08

13 identicon

Ég viðurkenni að ég skil ekki hvað það er sem ég á ekki að skilja að þínu mati, Jón Ingi.

Það hefði t.d. verið ágætt hjá þér að útskýra hvað það er sem ég skil ekki, eða hef ekki fylgst með.

Ég tel mig t.d. skilja ágætlega að það sé búið að reka ykkur Samspillingarmenn á svo mikinn flótta með þetta IceSlave mál, að því má helst líkja við ófarir ítalska herssins í heimstyrjöld nr. 2. 

Fyrst var þetta glæsilegur samningur, svo óumflýjanlegur samningur, seinna ömurlegur samningur sem þarf að samþykkja, og loks vondur samningur sem þarf fjöldann alan af fyrirvörum við.

Sjáðu til Jón Ingi, samningurinn ykkar stendur enn. Hann er jafn ömurlegur og þegar Svavar Gestsson nennti ekki lengur að þrefa og skrifaði undir fyrir ykkar hönd.  Fyrirvararnir hafa því ekkert gildi, enda á það að vera hverjum samningamanni ljóst að fyrirvararnir þurfa að vera í texta samningssins, ef ekki í megintexta, þá í viðauka(aukum).

Fyrirvararnir sem búið er að pína ykkur í að samþykkja segja öllum meðalgreindum að þið viðurkennið að samningsdraslið ykkar sé ónýtt. Hugsanlega er hægt að búa til einhverja óvissu um gildi samningssins vegna viðaukanna, en þar sem um það verður fjallað fyrir breskum dómstólum, ekki íslenskum, þá er hæpið aðþeir haldi. Og reyndar mjög ólíklegt.

Það sem fólk er að reyna að troða inn í kollinn á ykkur, að þessir fyrirvarar eru tilgangslausir nema að þeir séu samþykktir af Bretum og Hollendingum, og ef þið Samspillingarrfólkið ætlið ekki að að beita ykkur fyrir því samþykki, þá er ekki hægt að samþykkja ábyrgðina, hvort sem hún inniheldur fyrirvara eður ei.

Vonandi verður þessi pistill minn til þess að þú skiljir um hvað er verið að ræða, en til þess þarftu að hafa fylgst með textanum hér að undan.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:12

14 identicon

Jón Ingi

Nú byrjar allur hræðsluáróður hjá Samfylkingunni fyrir ESB og menn sjá nú orðið  Icesave- inngöngumiðann í ESB, en hvar er stuðboltinn Sigmundur Ernir? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:13

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Margir eru þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að styðja þennan Icesave samning sem samninganefnd SJS gerði og þeir bræður Indriði og Svavar skrifuðu undir og er alfarið á ábyrgð SF og VG -

Eitthvað segir mér að SJS eigi eftir að tapa veðmálinu um lærið.

Óðinn Þórisson, 25.8.2009 kl. 22:30

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, voru ekki ítölsku skriðdrekarnir með einn gír áfram og fjóra afturábak?

Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 22:48

17 identicon

Maður þarf að setja á sig drullusokk vegna: SISI, IP-Hilmar, IP-Valgeir, Víðirasusual. Aðrir innan marka.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:27

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað sagði ég Gísli minn sem fór svona fyrir brjóstið á þér?

Víðir Benediktsson, 25.8.2009 kl. 23:36

19 identicon

Gísli, ég gæti svo sem látið þig hafa fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer, en ég held þér myndi ekkert líða betur í flokksómyndinni þinni við það. Ég get á engan hátt séð hvernig hægt er að persónugera þinn vanda í IP Hilmari.

Birgir, jú þetta ku vera rétt með ítölsku drekana. Held þó að gírarnir hafi bara verið þrír afturábak. Kassinn var annars gíraður svona:

- 1. gír áfram fyrir glæstan sigur

- 1. gír afturábak fyrir nauðsynlega"leiðréttingu" á víglínunni

- 2. gír afturábak fyrir skipulagt undanhald

- 3. gír afturábak fyrir stjórnlausan flótta og óreiðu.

Ég sé ekki betur en að Samspillingin sé útbúin með þessu ítalska dóti, og að flokkurinn sé u.þ.b. að skipta í þriðja.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband