25.8.2009 | 11:27
Framsókn úti á túni.
Það er að skapast breið samstaða um Icesaveábyrðir. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn eru samstíga að leysa mál. Sá flokkur er fastur í yfirlýsingagleði formannsins og InDefencehópsins sem er skilgetið afkvæmi Framsókarforustunnar er virðst.
Svo segir í frétt mbl.is.
"Þessir fjórir flokkar [Vinstri grænir, Samfylkingin, Borgarahreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn], sem voru saman um tillögur í annarri umræðu, urðu ásáttir um breytingartillögur núna. En þær þarf að kynna í þingflokkunum. Þær eru með þeim fyrirvörum, sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem á sæti í fjárlaganefnd, í samtali við mbl.is.
Aðspurður segist Árni Þór vænta þess að breið samstaða náist á milli flokkanna varðandi breytingartillögurnar. Gangi allt eftir þá vonist menn til að tillögunum verði dreift á þinginu í dag eða kvöld. Þriðja og loka umræðan á Alþingi gæti þá hafist á morgun"
Ég átta mig ekki á hvert Framsóknarflokkurinn er að fara. Það er ekki hægt að ásaka forustu flokkins um skynsamlegan málflutning eða góðar, trúverðugar tillögur. Þvert á móti aktar hann eins og fúll á móti... hrópandi og kallandi.... snýst í hringi og leitar sífellt að nýjum ástæðum fyrir að gera ekki neitt.
Í mínu ungdæmi var þetta kallað að fara á taugum og höndla ekki atburðarásina. Það auðveldasta í Icesave málinu er að taka enga afstöðu og gera ekki neitt og það er eimitt það sem Framsókn er að segja með ruglingslegri afstöðu í þessu eina af stærstu málum í stjórnmálasögu landsins.
Fjárlaganefnd fundar síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vek athygli á því að enn er verið að herða skilyrðin og fyrirvarana vegna ICESAVE og það er eingöngu vegna þess að Framsókn hefur ekki gengið í þennan hallellúja kór og heldur mönnum við efnið.
G. Valdimar Valdemarsson, 25.8.2009 kl. 11:33
Það er fyrst og fremst framsóknarflokknum að þakka að við íslendingar erum í þessari skuldsúpu, já og s hópnum með Finn Íngólfsson í fararbroti.
Nú kemur það í hlut okkar vinstrimanna að moka framsóknarfjósið enn einusinni.
Framsóknarmenn..?..ekki koma nálægt icesave samningnum....þá fyrst klúðarst málið.
Helgi R , Jónsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:44
Þingmenn Framsóknar, einfaldlega fylgja sinni sannfæringu.
Ég veit, að í augum Samfylkingarsinna, er slík hegðun mjög furðuleg, enda er þinghópur Samfylkingarsinna, samstilltur - sem skoðast skal í merkingunni, að þeir hegði sér eins og her zombía, sem fylgja foringjum sínum eins og þeir væru að spila þrautakóng.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2009 kl. 12:04
Fylgir þessu G.Valdemar og Einar Björn, fullvissa eða teljist þið til hannesarhólmsteins tryggðartrölla?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:36
Aldrei fullvissa.
Samfó sinnar, tala oft um sína sannfæringu, en þá eru menn raunverulega að viðurkenna, að afstaða þeirra byggi ekki lengur á málefnalegum grunni, heldur á grunni sem er kominn mjög nálægt trúarlegum.
Við byggjum afstöðu okkar á rökum, og rökum aðeins. Aldrei, aldrei - á sannfæringu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2009 kl. 12:46
Er mikill munur að bera þann sem maður rökræðir saman við Adólf Hitler eða Hannes Hólmstein?
Ber ekki hvortveggja vott um rökþrot?
G. Valdimar Valdemarsson, 25.8.2009 kl. 12:48
Algerlega rétt hjá Valdimar. Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa staðið sig gríðarlega vel í þessu máli öllu, og það get ég sagt sem ekta sjálfstæðismaður i Sjálfstæðisflokknum. Pistill þinn, Jón Ingi, virðist mótast af meðvirkni með Samfylkingunni – flokknum sem ætlaði þó að láta þingheim samþykkja Icesave-samninginn án þess að fá að lesa hann! Icesave-stjórnin hefur barizt eins og óargadýr vikum og mánuðum saman gegn öllum ábendingum um galla á svavarssamningnum. Nú þykjast þau geta gert endaskipti á samningnum með fyrirvörunum og halda því kjánalega bjartsýnislega fram, að "fyrirvararnir rúmist innan ramma samningsins", en vilja samt ómögulega biðja Breta og Hollendinga um að setja þetta með okkur inn í samninginn sjálfan!
En nýjasti fyrirvarinn er sá, að brezk og hollenzk stjórnvöld verði að samþykkja alla fyrirvarana, áður en ríkisábyrgðin verði veitt. Ég hef enga trú á því, að þeir geri það, af því að niðurstaða þess gæti orðið sú, að þeir fengju aðeins 1/5 til 3/5 af upphaflega umsömdum afborgunum í sínar hendur. Vissulega væri slíkur ávinningur fyrir okkur stórhátíð í samanburði við svikasamninginn, en hitt er þó eindregin afstaða mín – eins og t.d. Frosta Sigurjónssonar og Vigdísar Hauksdóttur – að við EIGUM EKKI AÐ BORGA NEITT, skv. tilskipun Evrópubandalagsins og dómum sem fallið hafa. Menn grípa þó til allra tiltækra varna; ef bráðnauðsynleg tillaga um frávísun alls málsins (með skírskotun til þess að við séum fús til að berjast fyrir rétti okkar fyrir dómstólunum, ef einhver vill lögsækja okkur) verður felld í Alþingi, er vitaskuld nauðsynlegt að styðja aðrar róttækar tillögur sem takmarka tjón okkar.
Nú er, skv. 12-fréttum í Bylgjunni rétt áðan, komið það lag á tillögu frá fjárlaganefnd, að tryggt verði, að Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana, sem fram voru komnir, og í 2. lagi er skerpt þar á ákvæði þess efnis, að ríkisábyrgð á Icesave-[gervi]láninu gildi ekki lengur en til 5. júní 2024, þá verði að semja upp á nýtt um eftirstöðvarnar (segir Guðbjartur í Rúv um 20 mín. seinna). Hvort tveggja er til mikilla bóta (og þessi árangur hefði aldrei áunnizt án sumarlangrar baráttu Framsóknar), en það er endanlegi búningurinn og formlega samþykkið frá viðsemjendunum, sem verður að vera absolút skothelt til að tryggja þessa niðurstöðu. Enga trú hef ég raunar á samsinni viðsemjenda við því – það mætti mikið vera, ef svo yrði, t.d. stjórnarskipti í Bretlandi og mikill þrýstingur málsmetandi manna þar til að hvetja stjórnvöld til að bakka í málinu, annað sé alls ekki sanngjarnt né bjóðandi; þótt slíkur þrýstingur sé byrjaður, t.d. í forystugrein Financial Times 11. ágúst (sem ég þakkaði HÉR og reyndi að ýta þar lengra), þá skortir enn mikið á, að hann sé orðinn útbreiddur (ríkisstjórnin hefur vanrækt kynningarmál þar og á Norðurlöndunum).
Raunar kom það fram á Bylgjunni, að nú er þín eigin Samfylking, Jón Ingi, að ræða málið í dag. Mér sýnist á þessu, að sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd (e.t.v. einnig fulltrúi Borgarahreyfingar og vitaskuld Framsóknarmaðurinn) hafi staðið sig vel að þrýsta á stjórnarmeirihutann þar, það var uppgjafartónn í Guðbjarti í þessu Rúv-viðtali, og það er góðs viti og staða málsins þá frábær. En ef þetta væri endanleg niðurstaða fjárlaganefndar, af hverju er hún þá ekki komin fram sem þingskjal á vef Alþingis? Og af hverju er ekki boðað til 3. umræðu strax kl. 1 eða 2 í dag? Af því að SAMFYLKINGIN á eftir að ræða málið í dag (var sagt á Bylgjunni), og það er jafnvel ekki gert ráð fyrir þingskjalinu fyrr en í KVÖLD. Af hverju? Af því að Samfylkingin og Steingrímsliðið vilja trauðla fyrirvarana eða átta sig á því, að þeir verða EKKI SAMÞYKKTIR af Bretum og Hollendingum. Ég óttast hins vegar eitthvert kænskuform á þingskjalinu sem eigi í orði kveðnu að fela þetta framangreinda í sér (til að varpa ryki í augu kjósenda hér), en að Bretum og Hollendingum verði "hlíft" við að koma með SKULDBINDANDI STAÐFESTINGU á því, að fyrirvararnir taki fullt og óvefengjanlegt gildi.
En sem dæmi um afstöðu landsmanna til svavarssamningsins – Icesave-samnings-niðurstöðunnar, sem Steingrímur J. sagði "glæsilega", þá var nú í hádeginu að ljúka sólarhrings langri skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu, þar sem spurt var: "Á Svavar Gestsson að biðja þjóðina afsökunar fyrir samningsafglöp?" Þar sögðu 66% JÁ, 28% nei, en 5% tóku ekki afstöðu.
Jón Valur Jensson, 25.8.2009 kl. 12:56
Upphafsorð mín hér vísuðu til fyrra innleggs Valdimars, kl. 11:33.
Jón Valur Jensson, 25.8.2009 kl. 12:58
Jón Valur... veit ekki hvort það var Sjálfstæðisflokkurinn sem byrjaði á því að halda því fram að Alþingi ætti ekki að fá að sjá þennan samning....
En það er örugglega það bjánalegasta sem haldið hefur verið fram í þessu máli og er þá mikið sagt því ekki er hægt að segja að umræðan hafi alltaf verið fagleg, yfirveguð eða gáfuleg.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.