Styttist í eldgos ?

Askja ágúst 2009

 

Mjög líflegt hefur verið á þessu svæði um all nokkurt skeið. Flestir hafa fylgst með hræringum austan Öskju norðan Upptyppinga og áður í Álftadalsbungu austar. Að undanförnu hafa verið töluvert miklar hræringar í Herðubreiðartöglum og Herðubreið norðan Öskju.

Jarðfræðingar telja að ekki sé beint orsakasamhengi milli skjálfta í og við Herðubreið og Öskju enda nyrðra svæðið þekkt fyrir slíkar hrinur án þess að upp hafi komið eldgos.

En þeir sem fylgjast með þessum kortum daglega hafa tekið eftir því að skjálfum sem eiga upptök í Öskju sjálfri hefur fjölgað. Þeir eru ekki margir en hafa þó verið að birtast með reglulegri hætti en áður sem leikmanni þykja benda til breytinga á svæðinu. Flestir þessara skjálfta hafa átt upptök sín austan við Víti eða nærri þeim slóðum sem Bátshraunið kom upp árið 1922. Einn slíkur varð rúmlega fjögur í nótt og átti upptök á rúmlega 3 km dýpi.

Þær breytingar sem rætt er um í þessari frétt benda óneitanlega til að þarna sé að eiga sér stað þróun sem gæti endað með eldgosi. Breyting á grunnvatnsstöðu er oft vísbending um að kvika sé á hreyfingu undir svæðinu og nálgist yfirborð. Ég reikna með að vísandamenn fari nú á tærnar hvað varði Öskju sjálfa því þó atburðir austan og norðan við hana hafi verið meira áberandi, er Askja óneitanlega sá staður sem líklegastur er til að verði eldgos. Síðast varð þarna eldgos 1961 í nóvember og þá rann hraun langt út um Öskjuopið.  Fyrir þann atburð höfðu menn orðið varir við breytingar á jarðhita og hverir höfðu komið upp. Ekki veit ég hvort jarðfræðingar urðu varir við slíkar breytingar í þeirri ferð sem hér er sagt frá hefur ekki komið fram.

Aðdragandi eldgosa þarna er að öðru leiti óþekktur. En það er ljóst að þarna þurfa menn að vera á tánum því hundruð ferðamanna eru um allt þetta svæði daglega og eldgosið í Víti árið 1875 sýnir okkur að þetta svæði er ekkert lamb að leika sér við þegar kemur að eldgosum.


mbl.is Hækkun í Öskju en lækkar í Víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband