Kjaftæðið heldur áfram.

Það var óskhyggja að halda að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að axla ábyrgð í Icesavemálinu. Þeir hafa nú lagst í sama farið og áður, innhaldslausar ef og kannski tilvitnanir og gera sitt til að draga málið á langinn.

Á meðan bíður efnahagslífið, fyrirtækin og fólkið í landinu eftir að hjólin fari að snúast og landið að lyftast. En Sjálfstæðisflokknum kemur það ekki við. Núna eru þeir að þjóna flokkshagsmunum og ætla að gera það eins lengi og hægt er.

Framsóknarmenn voru hreinskilnir og voru á móti ... Sjálfstæðismenn þóttust vera með en reyndust síðan bara undirförulir og flokkshollir....

Kannski er Framsóknarmenn bara skárri þegar upp er staðið. Það á eftir að koma í ljós.


mbl.is Munum tala eins lengi og þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þeir vilja aðeins eitt - völdin aftur. Allt annað er fyrirsláttur og blekking.

Þeir bera fyrir sig m.a. hversu  alvarlegt það er að framselja auðlindir með þessum hætti, en á sama tíma eru þeir samþykkir framsali auðlinda HS Orku í 130 ár!?

Baldvin Jónsson, 21.8.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Því fleiri sem eru á móti þessari vitleysu, því betra.

Víðir Benediktsson, 21.8.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur J. Sigfússon sagði á alþingi að aðeins væru í gangi könnunarviðræður - 2 dögum síðar í skjóli nætur fjarri þingi og þjóð var búið að skrifa undir Icesave- samninginn - þessi samningur sem nú liggur á borðinu er alfarið á ábyrgð SF og VG - það er klárt mál -

Það átti að keyra þetta mál í gegn en þegar kom í ljós að ekki var þingmeirihluti fyrir samningnum var hægt að stoppa þetta og stjórnarandstaðan ásamt t.d Lilju Mósesdóttur, Ögmundi og Guðfríðu Lilju náðu að koma inn fyrirörum í þennan slæma samning ríkisstjórnarinnar -

Það hefur komið fram að þingmenn áttu ekki að fá að sjá samninginn -

Svo bíð ég enn eftir svari úr síðasta kommenti frá mér og ertu búinn að lesa ákvæði 13.1.1 í Icesave

Óðinn Þórisson, 22.8.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband