Sérkennilegt hugarfar.

Fólk á vinnumarkaði hefur búið við stimpilklukkur í áratugi. Stimpilklukkur eru tæki til að halda utanum vinnutíma og annað honum tengt. Maður áttar sig ekki á svona hysteríu.

Stimpilklukka er öryggistæki beggja aðila að vinnutími sé rétt skráður og enginn sé hlunnfarinn, hvorki launamaður eða vinnuveitandi.

Stimpilklukka tryggir það að starfsaldur, vinnutími og yfirvinnstundir séu rétt skráðar og nú eru þessar upplýsingar oftast fluttar stafrænt beint inn í launakerfin.

Að hafa afstöðu sem lýsir sér í afstöðu kennarans í Réttarholtsskóla byggir á miklum misskilningi.


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Ef kennarar eiga að þurfa að halda utan um vinnutíma sinn með stimpilklukku þarf að setja slíkt apparat upp heima hjá þeim.

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi var nastí Friðrik :):)

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef kennarar vilja vinna heima hjá sér er það þeirra mál en ég reikna með að þeir geti verið á vinnustað við sín verk ef þeir vilja.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Ég er sammála Frikka.

Margir kennarar vinna mjög mikið heima hjá sér, þannig að það þyrfti að setja upp stimpilklukkur líka heima hjá þeim 

Magnfreð Ingi Ottesen, 21.8.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru ekki margir skólar sem geta boðið öllum kennurum skólans að vinna alla sína vinnu á vinnustað. Það þarf því líka að setja upp 30-40 skrifstofur við hlið stimpilklukkunnar. Auk þess þarf að endursemja kjarasamninga ef ekki á að greiða samkvæmt kennsluskildu heldur vinnuframlagi og er ég hræddur um að slíkt fyrirkomulag myndi annað hvort stórminnka gæði kennslu í skólum eða stórhækka kostnað, nema hvort tveggja yrði.

Héðinn Björnsson, 21.8.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Almennt séð hefur nú frekar verið að hverfa frá stimpilklukkunm á vinnumarkaði heldur en hitt. Fólk í sérfræðistörfum er sjaldnast vaktað með stimpilklukku. Síðan bjóða fæstir skólar, eins og Héðinn bendir á, upp á það að kennarar sinni öllu starfinu í skólanum. Rökrétt framhald af stimpilklukkuvæðingunni hlýtur þá að vera að byggt verði upp skrifstofuhúsnæði fyrir kennara í öllum skólum.

Svala Jónsdóttir, 21.8.2009 kl. 16:20

7 identicon

Feis Jón Ingi, feis. Þetta stimpilklukkumál meikar ekkert sense.

Pétur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:48

8 identicon

Hvernig er það, fá sveitarstjórnarmenn borgað eftir stimpilklukku? Eru nefndarlaunin þín borguð samkvæmt stimpilkukku? Kennarar fá ekki borgað samkvæmt stimpilkukku og því fáránlegt að þvinga þá til að nota hana. Kannski þeir stimpli sig bara inn á haustin og út á vorin? Mig langar svolítið að vita hvort þú gerir þér ferð á skrifstofuna til að lesa allar þær skýrslur, fundargerðir og nefndarálit sem þú þarft væntanlega að lesa eða hvort þú gerir þetta heima hjá þér. Geturðu ekki alveg eins gert þetta á skrifstofunni? Er ekki örugglega stimpilklukka þar svo þú getir "haldið utan um" allan þann tíma sem fer í þetta? Þú verður bara að horfast í augu við það að þeir sem vilja að kennarar vinni samkvæmt stimpilklukku hafa ekki hundsvit á því hvað kennarastarfið snýst um.

Daníel (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fram að þessu hefur skólastarf gengið án þess að stimpilklukkur séu til staðar. Skólastarf gengur út á allt aðrar forsendur en vinnustaður eins og verkssmiðja eða venjulegur kontór þar sem stimpilklukkurnar koma raunverulega að gagni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.8.2009 kl. 18:19

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Merkileg viðkvæmni... maður gæti haldið að stimpilklukka sé ófreskja sem æti fólk.

Daníel.. ef það væri mat manna að greiða ætti nefndalaun eftir stimpilklukku þá væri það í góðu lagi mín vegna. Ég hef unnið mest alla ævi mína tengdur stimilklukku og skal fullyrða það að það er alveg sársaukalaust.

Svala.. nei það er ekki verið að hverfa frá stimpilklukkum en búið að tæknivæða fyrirbærið þannig að launavinnsla og stimplun er nú meira og minna samtengt og öll handavinna við innlestur í launakerfi úr sögunni. Laun kennara þarf að slá inn meira og minna handvirkt ef þeir eru að vinna viðbótar eða aukavinnu.

Stimpilklukka er fyrst og fremst hagræðingar og vinnutæki launadeilda þar sem hagur launamannsins er mun tryggari en verið er að handvinna þessar upplýsingar inn í launakerfin en auðvitað geta menn alveg verið lausir við hagræðingu og tækni Mosi ef menn kjósa það. Þeir sem hafa aðgang að tölvu geta stimlað sig inn og út hvar og hvenær sem þeir vilja Magnfreð.

Tek það samt fram að mér er slétt sama hvort kennarar þurfa að stimpla sig eða ekki.. skrifaði þetta bara af því mér finnst að menn séu að reyna að búa til ástæður sem ekki eiga við rök að styðjast hvað varðar þessa tækni og hagræðingu.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2009 kl. 18:48

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það er ljóst að upp kemst um leið ef kennarar mæta ekki í kennslustundir og þá er spurningin hvort að það eigi að múra annan vinnutíma þeirra innan skólaveggjanna.  Ég treysti vel áliti Jóhanns um að það sé óæskilegt.  Hann er hugsjónamaður um kennslu og hefur skilað frábæru starfi.  Hvað það er sem varð til þess að allt í einu núna var farið að setja upp stimpilklukkur væri fróðlegt að vita og ef að það stafaði af einhverjum kennurum sem voru ekki að skila sínu, þá væri fróðlegt að vita hvort að það séu ekki til önnur ráð til að tryggja að kennarar skili sínu.  Var látið reyna á önnur úrræði? 

Svanur Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 19:43

12 identicon

Fyrir utan þá staðreynd að það er fáránlegt að greiða háan kostnað af því að setja upp stimpilklukkur í skólum út um allan bæ um þessar mundir þegar peningurinn dugar rétt svo til að halda uppi lágmarksmenntun fyrir börnin! Maður spyr sig hvaða fyrirtæki það er sem hefur aðalhagnaðinn af að setja upp stimpilklukkur í grunnskólunum...

Sigurrós (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:44

13 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Jón Ingi segir: "Ef kennarar vilja vinna heima hjá sér er það þeirra mál en ég reikna með að þeir geti verið á vinnustað við sín verk ef þeir vilja."

Þarna reiknar þú skakkt Jón Ingi. Vandamálið í flestum skólum landsins er að vinnuaðstaða er ekki fyrir hendi fyrir alla kennara. T.d. í mínum skóla þá eru fleiri en einn kennari um hverja stofu á unglingastigi og einungis 3 tölvur í svokölluðu vinnuherbergi fyrir 40 kennara. 

Ef það ætti almennt að skylda kennara til að vinna alla sína vinnu í skólabyggingunum þá þarf að bæta aðstöðuna töluvert og hingað til hafa sveitarfélög ekki verið tilbúin að fara út í þann kostnað.

Sigurður Haukur Gíslason, 21.8.2009 kl. 20:56

14 Smámynd: Tómas Þráinsson

Jón Ingi virðist alls ekki átta sig á því að það er næstum 40% af starfi kennarans fer fram utan venjulegs vinnutíma á vinnustað, þ.e. heima hjá þeim.

Undirbúningur kennslu, yfirferð verkefna sem nemendur hafa skilað, undirbúningur fyrir prófatarnir og svo framvegis. Venjulegur launamaður skilur vinnuna eftir á vinnustaðnum þegar hann stimplar sig út, það er ekki eitthvað sem kennari getur gert, ef hann vill að nemendur sínir nái einhverjum árangri.

Tómas Þráinsson, 22.8.2009 kl. 00:11

15 identicon

Einhver misskilningur virðist vera í gangi hvað varðar stimpilklukkur, í nútímanum þarf ekki að setja neitt slíkt upp á vinnustað, fólk getur bara notað gsm símann sinn og þá hvort sem það vinnur heima eður ei. símann er líka hægt að nota til að skrá sig inn og út úr verkum ef slíkt þarf að sunduliða.  þetta er mjög þægilegt og sparar gríðarlega mikla vinnu við útreikninga.

(IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:34

16 identicon

Ég vil taka undir með Jóni Inga og lýsa yfir furðu minni á fornaldarhugsanaganginum hjá þeim sem hérna eru á móti stimpilklukkum.

Stimpilklukka er ekkert annað en tæki til þess að halda utan um umsamda viðveru og sparar stórfé á launadeildum þegar kemur að utanumhaldi um yfirvinnu, veikindadaga, orlofsdaga osfrv.

Að hugsa stimpilklukku sem tæki vinnuveitanda til eftirlits með starfsmanni segir ekki nema hálfa söguna. Stimplanir eru líka tæki sem starfsmaður getur notað til eftirlits með vinnuveitanda sínum...skilaði yfirvinnan sér ?....var orlofið rétt skráð ?....osfrv.

Einnig vil ég benda á að hún jafnar aðstöðu á milli starfsmanna. Mest óþolandi karp sem yfirmaður lendir í er kvörtun frá Sigga um að Jón mætir aldrei fyrr en korter yfir 9 og fer alltaf korter fyrir fimm.

Í nútíma stimpilklukkuhugbúnaði eru líka fjölmargir þægindamöguleikar fyrir starfsmanninn, t.d. hvað á ég marga orlofsdaga eftir ?....hvað hef ég tekið marga veikindadaga vegna barnanna ?...osfrv.

Þessi hugmynd að ,,vinna mín er svo merkileg og flókin að stimpilklukkan nær ekkert yfir það" er algerlega fyrir utan umræðuefnið. Stimpilklukkan er ekki til staðar til að mæla vinnuframlag eða gæði vinnu. Hún mælir viðveru. Og ef ákveðinn hluti vinnunnar fer fram utan vinnustaðar má einfaldlega stimpla inn þann tíma fyrirfram (2 tímar á dag....), eða skrá þann tíma eftirá.

Það hvarflar að manni að þeir sem eru á móti stimpilklukkunum séu yfirleitt þeir sem eru hræddir um að upp um þá komist. Ég hef unnið sem sérfræðingur allt frá því að ég útskrifaðist úr háskóla. Ég hef unnið á stöðum með stimpilklukkum, handskrifuðum vinnuskýrslum og loks engri eftirfylgni. Ég kýs stimpilklukkurnar yfir allt annað fyrirkomulag.

Stimpilklukkur eru notaðar á stærstu sérfræðingavinnustöðum landsins, t.d. innan heilbrigðisgeirans, og þykja ómetanlegt tæki fyrir bæði vinnuveitandandann og starfsmanninn.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:53

17 identicon

Það er erfitt að skilja þessa viðkvæmi yfir því að atvinnurekandi vilji fylgjast með því að kjarasamningar séu virtir. Samkvæmt samningum er kennurum skylt að eyða ákveðnum klukkustundum í undirbúning og fagleg störf í viku hverri . Ef upplýsingar eru skráðar í stimpilklukku geta kennarar krafist þess að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir skila, umfram þá tíma sem kjarasamningur kveður á um. Eða eru menn kannski hræddir um að það komist upp að þeir séu einfaldlega ekki að skila öllum þessum vinnustundum? Það virðist í fljótu bragði vera eina ástæðan fyrir þessum undarlegu viðbrögðum?

Hjörleifur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 818829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband