Munu formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks skilja alvöruna.

Ég er enn gáttaður á hversu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru skilningsvana á alvöru málsins. Þeir ætluðu bara að bregða sér út fyrir pollinn og segja þjóðunum í kringum okkur að semja við okkur upp á nýtt. Það er alveg sama á hversu einföldu máli reynt er að gera þeim grein fyrir að samningsstaða okkar er engin, þeir skilja það ekki eða kjósa að þykjast ekki skilja það.

En niðurstöður könnunar þeirra sem nú birtist ætti ef til vill að fá þá til að átta sig á hver staðan er. Ísland á engra kosta völ nema að semja sig af stað á ný og þá gilda engin stóryrði eða stælar eins og þessir ágætu menn gera sig seka um, heldur hógværð og skynsemi.

Það liggur við að 100% fjármálastofnana hafi djúpt vantraust á Íslandi. Það mun ekki lagast fyrr en allir á Íslandi tala einni röddu, séu stefnufastir, áreiðanlegir og hætti að viðhafa hróp á torgum. Bjarni Ben sýnir ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann reynir hvað hann getur til að segja Bretum og Holllendingum að við hefðum kastað gamla samningum og nú ættu þjóðirnar að koma og semja við okkur á ný.

Nenni ekki að segja hvað mér finnst um formann Framsóknarflokksins núna en hann heldur áfram á sömu braut og hann hefur verið frá upphafi... hástemmdur, hrokafullur og fullviss um styrk sinn og skynsemi...


mbl.is Djúpt vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist þetta bara vera lok lok og læs .. hvort sem við borgum icesafe eða ekki... er þá ekki bara réttast að sleppa því að borga icesafe ?

Óskar Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skítt með það hvort stjórnarandstaðan skilur málið, hún er hvort eð er í minnihluta og ræður engu. Hef meiri áhyggjur af skilningsleysi stjórnarflokkanna sem ætluðu í upphafi að keyra þetta í gegn athugasemdalaust með mórölskum stuðningi ónefndra bloggara. Sem betur fer er búið að laga þetta aðeins til síðan og það má nú bara þakka stjórnarandstöðunni það þó sumum þyki eflaust sárt að viðurkenna það en Ögmundur var ekki í neinum vafa enda mikill viskubrunnur á ferð þar sem Ögmundur er.

Víðir Benediktsson, 16.8.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst eitt það heimskulegasta sem reynt hefur verið að halda fram í þessu máli að þingið hafi átt að samþykkja ríkisábyrgð á Icesavesamninginn án þess að sjá hann.... var það formaður Framsóknarflokksins sem byrjaði að halda þessu fram eða hver... man það ekki enda tyggur Víðir vinnur minn þetta upp eftir umræðunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.8.2009 kl. 23:15

4 identicon

Það er nokkuð til í þessu sem Víðir segir! Auðvitað þarf löggjafarþing að vera með virka stjórnarandstöðu. Sérkennilegt að hún kom frá meirihlutanum! Minnihlutinn fór á flakk.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hann Michael Hudsona sér þetta í öðru ljósi Jón Ingi

Guðmundur Jónsson, 16.8.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband