Maðkur undir steini.

Við sem horfðum á Hrunadansinn sem stóð hér með miklum látum frá 2003 skildum sennilega aldrei til fulls hvað var að gerast. Ég hef aldrei verið með hörðustu einkavæðingarsinnum og skildi aldrei almennilega fullyrðingar harðra hægri manna að allt breyttist til hins betra við að einkavæða ríkisfyrirtæki.

Ég vann að vísu hjá einu slíku og kom að því ferli sem átti sér stað þegar sú atburðarás var í gangi í gegnum stéttarfélagið mitt sem stjórnarmaður. Ég hef því upplifað á eigin skinni þá ofurtrú sem stjórnmálamenn þess tíma höfðu á því að einkavæða Póst og síma. Búið er að selja Símann og selja og grunnnetið líka þannig að gróðaöflin fengu sitt þar og ein af stærri mjólkurkúm ríkissjóðs. Síminn er nú í eigu einkaaðila og ekkert annað en vona að það gangi slysalaust. Tekjurnar eru horfnar, fyrirtækið sem heild er horfið. Ef þessi rekstur fer á hausinn fá landsmenn sendann reikinginn.

Allir ríkisbankarnir eru horfnir, farnir á hausinn og eftir situr ríkið með reksturinn á ný og þeir smáaurar sem stjórnmálamenn þess tíma seldu þá fyrir eru smáaurar miðað við þann kostnað sem landsmenn sitja nú uppi með eftir frjálshyggjufyllerýið í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ég þykist vita að flestir þeirra sem tóku þátt í ruglinu kvíða þeirri niðurstöðu sem mun blasa við. Það hafa allir vitað það að stjórnmálamenn þess tíma komu að þessari eignatilfærslu með beinum hætti. Eigur ríkisins voru færðar séstaklega handvöldum vinum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks til frjálsra afnota. Greiðslurnar fyrir það voru málamyndagjörningur. Nú mun þetta verða opinberað með formlegum hætti og tekið af kjaftasögustiginu inn í eðlilegt ferli þar sem hinir seku verða látnir sæta refsingu.

En hverjir eru hinir seku ? Eru það stjórnmálamenn sem stýrðu þessi ferli sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ? Eru það handhafar framkvæmdavaldsins, ráðherrar þess tíma. Eru það stjórnmálamenn sem hófu ferlið og færðu sig síðan yfir borðið og tóku við eignum okkar eftir að hafa hannað atburðarás sér í hag ?

Skipbrot þessarar stefnu er algjört og mig undrar stundum að Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnaði þessu ferli frá upphafi skuli yfirleitt mælast með fylgi yfir 15% En einhvernvegin er þessi vani að kjósa flokkin " sinn " svo sterkur að meira að segja þetta dugar ekki.

Það er svolítið kvíðvænlegt að sjá niðurstöður rannsóknarnefndarinnar í nóvember. Allir vita að það var maðkur undir steini en líklega er þetta með þeim hætti að engan hafði órað fyrir að óbilgrini og ósvífni sem á eftir að koma í ljós. Ef til vill mun orðið landráð fá nýja merkingu í hugum fólks þegar þar að kemur.


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818114

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband