Að eyða atvæði sínu í vitleysu ?

Óskaplega held að ég margir sem trúðu því að Borgarahreyfingin væri afl sem breytti einhverju í stjórnmálum á Íslandi hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum.

Þeim hefur tekst á met tíma að sýna okkur hversu miklu máli það skiptir að hafa þjálfun og reynslu af félaga og hópstarfi, hversu miklu máli það skiptir að vera með agað og skipulagt stjórnmálaafl sem hefur skýr markmið og ákveðna stefnu. Stjórnmálaafl verður ekki til á torgum þar sem barðar eru bumbur. Það sem verður til þar er bylgja af óánægjufylgi sem getur risið nokkuð hátt og fleytt inn fólki á þingið eins og sannaðist með Borgarahreyfinguna og nokkra aðra slíka hópa, sem orðið hafa til,  sem þó urðu frekar til vegna óánægju innan þáverandi stjórnmálaflokka.

En þegar frá líður dugar óánægja ein ekki til að halda saman hópi sem á það eitt sameiginlegt að vera óánægður með ríkjandi ástand. Fljótlega fer þessi óánægja að smitast innávið í hreyfingunni og molar hana í sundur. Óánægja er lélegt afl til skapandi starfs.

Þetta hefur ræst á Borgarahreyfingunni, sennilega á mettíma. Ef ekki hefði verið þetta óvenjulega ástand í þjóðfélaginu og þurft að taka afstöðu til svo risavaxinna mála hefði Borgarahreyfingin ef til vill lafað lengur á því en þetta var ástand sem hópur sprottinn úr jarðvegi óánægju réði ekki við... og sprakk.

Sennilega hafa  margir á tilfinningunni að þeir hafi kastað atvæði sínu á glæ með að kjósa Borgarahreyfinguna.


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband