Ofbeldi ? Einelti ? Ógeðslegt ?

Orðin hér að ofan hafa verið þingmönnum Borgarahreyfingarinnar töm að undanförnu. Maður spyr sig ?? eiga þau ekki við þegar einstakir þingmenn eða þingflokkar reyna að hrekja þingmann - einstakling úr starfi með formlegum hætti og bréfaskriftum ?

Þingmenn eru kjörnir á þing perónulegri kosningu. Þingmenn eru á þing fyrir tilstuðlan kjósenda í því kjördæmi sem þeir eru kjörnir fyrir. Þeir skulda engum neitt nema þeim kjósendum sem treystu þeim til þingsetu.

Það kemur því úr hörðustu átt að þingmenn Borgarhreyfingarinnar reyni að koma félags sínum af þingi af því hann hugnast þeim ekki og hlýðir þeim ekki í einu og öllu.

Átta þau sig virkilega ekki á tvískinnugi þeim sem í þessu felst.... ?

Sumir þingmenn þessara hreyfingar hafa notað orðið ógeðslegt !!.... ég ætla ekki að gera það.

 


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Þráinn hefur farið fram á að þau segi öll af sér! Er það eitthvað skárra? Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þau 3 hafi réttar fyrir sér þó ekki væri nema af því þau eru 3 en hann einn. Eitthvað hefur gerst á bakvið tjöldin sem við vitum ekki um, það er greinilegt. Ég elska Þráinn, les allt eftir hann og hann hélt mér á lífi hér fyrir bankahrun því bloggin hans voru óborganleg í baráttunni við ógeðið. En eitthvað er ekki í lagi með hann á þinginu, eins og honum líði ekki vel þar. Ég er ekki hissa á því vegna þess að þar er ljónagryfja og leiðindamórall. Fullur salur af glæpamönnum sem hefði átt að skipta út sl. vor, öllum með tölu!

Rósa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:10

2 identicon

Jón Ingi

Hvernig er það á þessi Samfylking sem þú Jón Ingi ert innilega slefaður og klístraður við, að vera bara í því að leggja menn í einelti, eða alla sem eru á móti ESB?  Er það bara ok, að koma svona fram við fólk af því  það er ekki verið, að: "hrekja þingmann - einstakling úr starfi með formlegum hætti og bréfaskriftum" ???

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eru með bréf upp á það Þorsteinn ?

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 12:19

4 identicon

Jón Ingi

Þér er alveg fullkomlega kunnugt um það hvering hún Jóhanna þín og þetta litla, litla,  nice, nice Samfylkingar- lið þitt afgreiddi menn er voru á móti ESB, eða hvar hefur þú verið?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki á þingi Þorsteinn.. frekar en þú... hvað vitum við annað en kjaftasögur sem ég eltist ekki við.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband