11.8.2009 | 07:40
Ögmundur mun ekki stuðla að endurkomu Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Það væri undarlegt ef Ögmundur Jónasson slátraði fyrstu hreinu vinstri stjórn á Íslandi. Hann fengi að vísu sess í sögunni með Bjarna Guðnasyni sem drap stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 - 1974 og fleirum slíkum.
En ég þykist þekkja Ögmund Jónasson það vel að hann gerir ekkert sem gæti stuðlað að endurkomu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í valdastóla sem þeir gráta eftir. Þeim líður orðið það illa við þær uppljóstranir sem eiga sér nú stað að þeir legðu allt í sölurnar til að hafa stjórn á þeirri atburðarás.
Ögmundur mun meta stöðuna út frá hagsmunum íslensku þjóðarinnar og þjóðarhag. Það er svo sannarlega ekki í samræmi við þjóðarhag að hleypa hrunflokkunum að uppbyggingu landsins og rannsókn á hruninu.
Því mun hann fallast á þær málamiðlanir og fyrirvara sem fjárlaganefnd mun setja við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesaveskuldbindingum.
Ögmundur vill ekki láta minnast sín sem félagshyggjumannsins sem kom helmingaskiptaflokkunum til valda á ný.
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Það er svo sannarlega ekki í samræmi við þjóðarhag að hleypa hrunflokkunum að uppbyggingu landsins og rannsókn á hruninu.“
Þetta er satt og rétt en hvernig eigum við að tryggja heiðarlega rannsókn á þætti forystumanna Samfylkingarinnar (t.d. Björgvins G og Ingibjargar Sólrúnar) í hruninu?
Guðmundur Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 08:04
hinnsvegar mun hanns vera getið ef þjóðhollra er minnst en Steingríms og Jóhönnu þegar þjóðníðinga er minnst.
Ekki hefur nokkur maður farið eins gersamlega í hring ef litið er til afstöðu fyrir og eftir kosninga er litiið.
Hann er í mínum huga í flokki með Geir Hardee hvar menn eru, sem ég hef orðið fyrir hvað mestu vonbrigðum með.
Samfó liðið er ekki í þeim flokk, þar sem ég hef EKKI vonað neitt með það lið allt saman.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 11.8.2009 kl. 08:15
allt tal um hrunflokk er fyrir það fyrsta þvættingur. Það voru margir aðrir sem að dönsuðu kringum gullkálfinn fleiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn, þið þar á meðal þannig að tal um hrunflokk er eins og að kasta steinum úr glerhúsi. En hversu mikils virði er þessi ríkisstjórn okkur ég bara spyr? Er það meira virði að halda þessu hálf fatlaða ríkisstjórnarsamstarfi áfram? Burtséð frá því hvaða flokkar tækju við, hefur þessi ríkisstjórn styrk og kjark til þess að takast á við þau verkefni sem að fram undan eru, því að Icesave er bara fyrsta verkefnið af mörgum. Til dæmis er 180 milljarða niðurskurður framundan og til þess að ljúka því verkefni þá þarf mikinn styrk og mjög gott samstarf, samstarf eins og það sem að Sjálfstæðisflokkurinn átti alltaf við þá flokka sem að hann tók þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með, allt þar til Samfylkingin eða örlítill hluti hennar ákvað að slíta því.
Jóhann Pétur Pétursson, 11.8.2009 kl. 09:39
Ögmundur mun ekki slíta þessarri ríkisstjórn. Það verður bara gert ef Samfylkingin velur að hlaupast undan merkjum og slíta henni. VG gaf eftir í málefnum ESB og stóriðju þar sem Samfylkingin varð ofan á og ef hún getur ekki þolað að verða undir í neinum málum verður hún að bíða þess að fá hreinan meirihluta á þingi til að taka þátt. Það verður engum hótað með stjórnarslitum til að taka á sig hundruði miljarða í skuldir og allra síst Ögmundi, Ásmundi og Liljunum.
Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 09:41
Ögmundur ber ekki ábyrgð á því klúðri sem þessir Icesave-nauðungarsamningar eru (nema hann greiði atkvæði með þeim). Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vitað um innihald þeirra fyrr en Steingrímur J. hafði undirritað þá. Þetta er klúður Steingríms og Jóhönnu og ef það leiðir til endaloka ríkisstjórnarinnar yrði það þeim að kenna en ekki öðrum. Ögmundu hefur einfaldlega aldrei lagt blessun sína yfir þessa samninga.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 10:34
Tek annars undir með Jóhanni Pétri. Enginn flokkur flaðraði eins upp um útrásarvíkingana og Samfylkingin.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 10:37
Hjörtur... þú ert með gullfiskaminni eins og margir Sjallar þessa dagana.. rétt hjá þér Ögmundur ber miklu minni ábyrgð á Icesave en Sjálfstæðisflokkurinn sem á það mál skuldlaust.
Útrásarvíkingarnir byggðu vald sitt og gjörðir á gjöfum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokka á ríkisbönkum, Kögun og öðrum eigum ríkisins. Taktu eftir því Jóhann Pétur og Hjörtur...þessi neita engir nema forblindir Sjálfstæðismenn og einstaka Framsóknarmenn... þó færri.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 11:13
Hjörtur er leigupenni sjálfsstektarinnar, ég hélt að það væri löngu orðið dagsljóst. Hann er oftast nær ekki svaraverður og sérstaklega þegar það er haft í huga ða hann er með ritskoðun á sínu bloggi elsku drengurinn.
Óskar Þorkelsson, 11.8.2009 kl. 17:49
Stjórnarslit - þetta er bara leikrit - sf mun aldrei slíta þessu stórnarsamstafi og ögmundur mun kjósa í þessu máli með ráðherrastólum - það er bara þannig -
Óðinn Þórisson, 11.8.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.