Ætla að vera á móti.

Það er að verða ljóst að sama hvað lagt verður fram í þessu máli ætla Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur að vera á móti því.

Þeir sjá tækifæri að fella ríkisstjórnina og komast sjálfir til valda. Þeir byggja þá skoðun sína á að stjórnarþingmenn eru vaklandi og virðast ekki ná samstöðu um lausnir. Gert út á augljósa veikleika stjórnarþingamanna ..... sumra.

Mér sýnist að flokkshagsmunir ráði meiru en efnislegar lausnir á málinu. Ég hef nokkrum sinnum óskað eftir trúverðugum tillögum að lausnum í stað Icesave ef menn ætla ekki að klára ríkisábyrgðina eins og lagt hefur verði til. En það er fátt um svör, annað en óræðar yfirlýsingar um að fara dómsstólaleið eða semja upp á nýtt.

Þá virðist það engu breyta þó margoft sé búið að upplýsa að dómstólaleið sé ekki til staðar samþykki ekki allir slíka leið. Ísland sagði sig sjálft frá gerðardómsleið sem var til staðar í vetur. Það var vegna þess að talið var að niðurstaðan yrði verri en það sem var í hendi.

Að semja upp á nýtt er líka eingöngu komið undir vilja Breta og Hollendinga. Gæti ekki verið að þeir fari að verða þreyttir á tvískinnungi íslenska stjórnmálamanna og segi einfalt nei. .. það er líklegt í stöðunni.


mbl.is Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðeins viðbót.... Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að fara á taugum vegna yfirvofandi rannsókna og hvað út úr þeim kemur.... Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná völdum á ný til að ná tökum á því hvað kemur í ljós og hvað verður upplýst.

Þetta er hluti af þeirri örvæntingarfullu tilraun til þess.

Það eru feitir maðkar undir Sjálfstæðis og Framsóknarsteinunum sem var raðað á árunum 1995 - 2007.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband