6.8.2009 | 23:11
Heimsmet í sundurþykkju ?
Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar hefur líklega sett heimsmet. Heimsmetabókin tekur það örugglega til skoðunar að skrá þetta met.
Á met tíma hefur þessu nýja þingflokki tekist hið ótrúlega. Svikið stefnu og markmið sín. Sunduþykkjan er algjör og trúverðugleiki, málflutningur ásýnd hefur hrunið til grunna á örfáum vikum.
Búsáhaldabyltingin virtist vera að bera árangur og fleyttu inn á þing einstaklingum sem kynntu sig til leiks sem fulltrúar fólksins á torginu, fulltrúar hins almenna íslendings á götunni.
En þegar óánægjan ein sameinar fólk er líftími slíkrar sameiningar skammur. Óánægja er lélegt veganesti í stjórnmálastarf og óánægja sameinar ekki heldur sundrar.
Það hefur sannast á þessum fjögurra manna þingflokki sem ekki hefur gengið eitt skref í takt síðan hann settist á þing.
Sorglegt að fylgjast með þessu fyrir þá sem trúðu á málstaðinn.
EX-Núll er komið á endastað.
Enginn þingmaður mætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, buðu sig fram sem einstaklingar. Þó Hreyfingin sem slík hafi stefnu, þá voru - eins og ég skil málið - þingmennirnir aldrei bundnir henni.
Þegar þeir buðu sig fram, kynntu þeir sín eigin stefnumál, og voru kosnir fyrir hreyfinguna, á grundvelli sinnar eigin stefnu. Þannig, að ég sé eiginlega ekki annað, en að gagnrýni Þráins falli að mestu um sjálfa sig, að því marki þegar hann sakar þau um að vera ekki að fylgja stefnu hreyfingarinnar.
Ákveðin kaldhæðni, er að hreyfingin sem slík, hafði það aldrei sem yfirlísta stefnu, að sækja um ESB aðild. En, einstakir þingmenn sjálfir, höfðu haft það, sem yfirlísta stefnu, að þeir hefðu áhuga á slíkri aðild.
Þ.e. sanngjarnt að saka þessa þingmenn, um að vera ósamkvæmir sjálfum sér; ef þeir hafa tekið allt aðrar ákvarðnir, en þeir töluðu um í sinni eigin yfirlístu stefnu, fyrir kosningar.
Vandi hreyfingarinnar, er eiginlega, hve lauslegt þetta allt var, og er enn. Þ.s. hreyfingin var m.a. stefnt gegn flokksvaldi, var stefna hreyfingarinnar, ekki bindandi fyriri þingmennina.
Ég ætla ekki endilega, að spá því nú, að þetta klofni í frumeindir. En, sannarlega getur það gerst, að þingmennirnir 3 myndi einfaldlega sinn eigin þingflokk; sem sannarlega hefur gerst áður í Lýðveldissögunni, að einstakir þingmenn kljúfi sig frá eigin flokki en starfi þá sjálfstætt sem hópur.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 6.8.2009 kl. 23:43
Heldur þú Jón að Borgarahreyfingin hafi slegið Íslandsmet Kristjáns Möllers í loforðasvikum? Manstu þegar hann varð ráðherra og fréttamaður spurði hann um Vaðlaheiðagöngin og karlinn fór bara að röfla eitthvað um vegaáætlun og forgangsröð svo fréttamaðurinn fékk aldrei svar við spurningunni. Á þeim tíma þótti sannað að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi svikið jafnstórt loforð á jafn skömmum tíma. Ef Borgarahreyfingin hefur slegið þetta met væri gott að fá það staðfest svo Kristján fá tækifæri til að verja titilinn með enn stærri svikum. Það er bara sanngjarnt.
Víðir Benediktsson, 7.8.2009 kl. 00:05
Er fóbían alveg að fara með þig Víðir minn... þú kæmir þessu að í matreiðsluþætti...
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2009 kl. 00:11
Já mér tækist sko örugglega að koma þessu að í matreiðsluþætti og pældu í því að þetta er vegna gjörða þeirra sjálfra. Ég er bara í því að rifja upp, sérstaklega þegar til stendur að kafskjóta aðra fyrir sömu sakir. Það er aldrei gott þegar fólk svíkur. Ekki einu sinni þegar Samfylkingamaður svíkur.
Víðir Benediktsson, 7.8.2009 kl. 00:32
Víðir... KLM lýsti vilja í kosningunum 2007 að Vaðlaheiðargöng væru gjaldfrjáls. Um það náðist ekki samkomulag við samstarfsflokkinn við stjórnarmyndun 2007 og því var það ekki í samstarfssamningi þeirrar ríkisstjórnar ... það þarf tvo til í samstarfsstjórnum.
Ekki var á þetta minnst í kosningunum 2009 þannig og ég vona að þú áttir þig á að allt sem er í stefnuskrá einstakra flokka nær ekki alltaf fram að ganga.
Sem dæmi....Þess vegna fórum við ekki úr Nató og herinn fór ekki 1971 þegar Alþýðubandalagið fór í stjórn.
Hvað varðar gjaldfrelsi Vaðlaheiðarganga hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvernig og hvort þar verði gjaldtaka... það er nokkuð í að það verði ákveðið eins og þú veist.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2009 kl. 07:15
"Gjaldfrjáls Vaðlaheiðagöng strax" Var kjörorð KLM í kosningunum 2007 Heitir það viljayfirlýsing núna þegar menn standa ekki við gefin loforð? Var látið reyna á þetta? Held ekki. Með sömu rökum er hægt að lofa hverju sem er og svíkja það í krafti þess að aðeins hafi verið um viljayfirlýsingu að ræða og Sjálfsstæðisflokkurinn hafi ekki viljað. Hélt samt að loforðið stæði þó kosið hafi verið í millitíðinni. Vissi ekki að menn fengju syndaaflausn kosningasvika þó þeir klúðruðu stjórnarsamstarfi svo þyrfti að kjósa upp á nýtt. Alþýðubandalagið já. Athyglisvert. Hvað er annars að frétta af fyrningaleiðinni sem átti að beita í sjávarútvegi? Innkalla kvótann á 20 árum? Það var enginn ágreiningur um það á milli flokka svo varla getur eingöngu flokkast undir viljayfirlýsingu. Það hefur bara ekki heyrst múkk um það mál lengi og ekki síðan LÍÚ hóf áróðursherferðina og beitti jafnvel sveitarfélögum fyrir sig. Er LÍÚ enn einu sinni búið að dusta kjarkinn úr sumum? Annars er þetta Vaðlaheiðamál aðeins brot af "viljayfirlýsingum" KLM.
Víðir Benediktsson, 7.8.2009 kl. 07:44
Það má segja að trúverðuleiki og allur pakkinn hafi farið á fyrsta starfsdegi á alþingi þegar þeir sömdu við sf um nefndarsæti gegn því að vera með ESB en svo auðvitað stóðu þeir ekki við það heiðursmannasamkomulag -
Bhr. er ótrúverðugur hópur ósamstillts óánægjufólks og mun þessi hreyfing hverfa af þingi eftir næstu kosningar.
Óðinn Þórisson, 7.8.2009 kl. 07:54
Við sömdum aldrei um nefndarsæti gegn ESB - við sömdum um nefndarsætin við meirihlutann til að tryggja að við fengjum sæti í nefndum sem okkur þótti mikilvægt að fá aðkomu að til að vinna að okkar stefnumálum. Við erum ekki ósamstilltur hópur - en auðvitað eins og alltaf þar sem fólki er frjálst að hafa sjálfstæðar skoðanir en það hefur engan skugga borið á samstarf okkar þriggja eftir ESB kosningar og það gekk mjög vel samstarfið hjá okkur öllum fyrir það. Þá erum við öll í góðu samstarfi við grasrótina - bæði fólkið í XO sem og aðra sem starfa í grasrótinni óháð flokkum. Við erum ekki flokkur og við viljum ekki vera flokkur - það er og verður stefna XO að leggja sig niður þegar okkar stefnumál hafa orðið að lögum og ef það er sýnt að okkur takist ekki að hrinda þeim í framkvæmd þá munum við leggja okkur niður með pompi og prakt.
Talandi um kosningasvik þá finnst mér alveg frábært hvað fólk er duglegt að láta okkur taka skellinn fyrir til dæmis VG sem hefur ef til vill gengið hve lengst í því að svíkja kjósendur sína á mettíma...
Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 08:55
Alltaf finnst mér hressilegur talsmáti Sailorsins! Eitt er að vera með kosningamál og stefnu, annað hvort maður getur uppfyllt það eftir kosningar. Í raun er orðið "kosningasvik" óraunhæft nema viðkomandi flokkur sé með hreinan meirihluta á þingi, eins og í Bretlandi. Birgitta talar um gott samstarf og góð tengsl við grasrótina. Ég gáði 2svar hvenær hún skrifaði þetta. Á mínu bloggi er aldeilis önnur skilaboð frá forystu Borgarahreyfingarinnar, sem ég fékk að láni - afritað/límt.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:42
Já Gísli.. og það sem meira er... hann skilur þetta nú betur en hann lætur enda vanur að vinna fyrir stjórnmálaafl sem situr alltaf hjá og tekur ekki afstöðu.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2009 kl. 12:06
Hvað segir þú Jón minn? Þú hefur greinilega ekki verið að fylgjast með bæjarstjórnarfundum nýlega. Orðið alltaf er dálítið gróf fullyrðing og náttúrulega klár ósannindi því þú veist betur og getur ekki einu sinni borið við fáfræði.
Víðir Benediktsson, 7.8.2009 kl. 20:56
Já - Birgitta, heimurinn er fullur af kaldhæðni.
Þeir sem eru á fullu í klækjapólitík, sjá ekkert athugavert að benda á aðra. Það er í raun og veru, ein af þeirra aðal aðferðum, benda á aðra til að villa sýn. Virkar því miður, allt of vel.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.8.2009 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.