5.8.2009 | 17:47
Skynsemin að ná yfirhöndinni.
Það er gott að þingmenn eru að komast að þeirri niðurstöðu að ljúka þessu máli. Allir sem ekki eru blindaðir af heift og réttlátri reiði sjá að ekki verður hjá því komist að lenda þessu máli í sátt við alþjóðasamfélagið. Annað væri óðsmannsæði og stefndi málum hér í fullkomna óvissu.
Þó svo ýmsir í bloggheimum muni úthrópa þá sem þetta mál styðja með þá þeim fyrirvörum sem samþykktir verða er þetta óhjákvæmilegt.
Ísland væri endanlega dæmt til þrautagöngu þjóðar sem ekki stóð við þær alþjóðasamþykktir sem hún skrifaði undir og nýtti sér í áranna rás. Það gengur ekki að vera tækifærissini í slíku samhengi því tækifærissinnuðum þjóðum er ekki treyst og lífskjör og umhverfi þar í samræmi við þá stöðu.
Líta má til Kúbu, Súdan, Norður-Kóreu og fleiri sem dæmi um þjóðir sem ekki ganga í takt við heiminn og flestum finnst fátt eftirsóknarvert sem þar blasir við.
Ég er ekki að reikna með að staða okkar yrði jafn hrikaleg og þeirra þjóða sem ég nefni en ljóst að hér væri allt annað þjóðfélag en það sem við höfum þekkt síðustu 20-30 árin.
Mig langar ekkert sérstaklega í stöðu þá er var hjá okkur þegar ég var unglingur og Ísland var varla með í samfélögum þjóðanna, krónan verðlaus, vöruskipti við Sovétríkin þar sem olía fékkst fyrir teppi og svo framvegis.
Sú þjóðfélagsgerð sem við þekkjum úr nútímanum er orðin okkur svo eðlileg að afturhvarf, þó ekki væri nema 30 ár aftur í timann væri stóráfall fyrir þá sem ekki hafa kynnst slíku. Þjóðin svalt ekki en efnahagsumhverfi og vöruúrval var með sérkennilegum hætti.
Þegar ég var barn og unglingur fékkst ekki útlent sælgæti á Íslandi ... nema Prins Póló, iðnaðarvarningur var að mestu íslenskur og ef maður ætlaði til útlanda keypti maður gjaldeyri á svörtu hjá þeim sem áttu viðskipti við þá fáu útlendinga sem hingað sóttu sem ferðamenn.
Mig langar ekkert sérstaklega í þetta umhverfi aftur... og ég veit að börnin mín fengju áfall ef þau þyrftu að kynnast þeirri einangrun, höftum og skömmtun sem var hér áður fyrr.
Styðja Icesave með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála greyningu Péturs Blöndals á þessu Icesave máli.
Óðinn Þórisson, 5.8.2009 kl. 18:07
Það er fullkomið ábyrgðaleysi að samþykkja Icesave.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.8.2009 kl. 18:18
Einar: Það er ekki síður fullkomið ábyrgðarleysi að hafna Æseif. Við erum í klemmu og báðir kostir eru afarkostir. Þó held ég að þingmenn séu núna að finna illskástu leiðina: Að samþykkja Æseif með hörðum skilmálum og fyrirvörum.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:41
Stærstu hætturnar í sambandi við Icesave, að mínu mati, eru ákvæði sem heimila gjaldfellingu vegna annarra vandræða í lánamálum, annrs vegar, og hins vegar, ákvæði sem heimilar Bretum og Hollendingum, að gera aðför að eignum í eigu ríkisins; þ.e. nánar tiltekið eignum sem sambærilegar eru þeim sem aðför er heimil að á Bretlandseyjum.
Ég fullyrði því, að Icesave samkomulagið sé svo þjóðhættulegt, að skárra sé í öllum hugsanlegum tilvikum, að segja "Nei" - þar með talið gjaldþrot daginn eftir, að Íslandi sé úthýst sem ég efast reyndar um, og einnig ef öllum samingum okkar við ESB verður sagt upp, daginn eftir.
Ástæða; ef við samþykkjum ekki þennan tiltekna samning, þá höfum við ekki undergengist rétt til aðfarar að eignum ríkisins, hérlendis. Þannig, að þá erum við í sterkari stöðu, í öllum tilvikunum að ofan en ef við segjum "Já".
Fyrir utan, að einhliða fyrirvörum er einnig hægt að falla frá, einhliða. Eigum við að veðja, að næsta baráttumál Samfylkingarinnar verði, "Niður með fyrirvarana"? Það er nánast ekkert, sem ég get ekki trúað upp á Samfylkinguna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.8.2009 kl. 18:53
Einar... það er barnaleg einföldun að reyna að halda því fram að Icesave sé sérstakt afkvæmi Samfylkingarinnar..
Þetta samkomulag var handsalað af Davíð Oddssyni og Árna Matt. í nóvember. Ríkisstjórnarinnar beið að klára það mál með formlegri samningsgerð og að henni lokinni yrði samþykkt ríkissábyrgð á hann. Þar er málið statt núna..
Svona málflutningur gerir þig í sjálfu sér marklausan og það sem þú segir flokkspólitískt kjaftæði.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 19:44
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/925827/
Einar... þú værir kannski svo góður að svara þessu erindi mínu á mannamáli og lausu við framakenndan árróður stjórnarandstæðings....
Þetta er önnur tilraun mín til að fá menn til að svara einfaldri spurningu en þá bregður svo við að enginn commenterar...
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 19:49
Frasakenndan... meinti ég.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 19:49
Þ.e. ofuráhersla Samfylkingarinnar, á að klára málið með þessum hræðilega þjóðhættulega hætti, sem aðrir flokkar eru andvígir - hverjar sem svo skoðanir einhverra hafa verið áður, sem gerir málið að eign Samfylkingarinnar - að stærstum hluta.
Samfylkingin, þarf ekki annað, en að bakka með málið, og Samþykkja að semja að nýju.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.8.2009 kl. 22:32
Hef nú mestar áhyggjur af því að ástandið sem þú ert að lýsa verði einmitt þannig eg við göngumst undir þessa vitleysu. Það losar Samfylkinguna ekkert undan ábyrgð þó einhver heimska hafi verið hafi verið samþykkt í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar. Samfylkingin var nefnilega í henni líka þó hún vilji gleyma því.
Víðir Benediktsson, 6.8.2009 kl. 00:13
Sennilega vilja stjórnmálamenn á Íslandi leysa þetta mál í sátt við alþjóðasamfélagið því annars er voðinn vís.
Þeir sjá líklega fleiri hliðar en sumir sem hér commentera og virðast vera illa haldnir blindri Samfylkingarfobíu, eitthvað í ætt við þegar sumir fá kynþáttafordóma
Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 06:57
Nú nú. eru menn bara dottnir í sjálfsvorkunargírinn og finnst að sér vegið og sínum flokki. Menn sem skrifa um aðra flokka og ekki allt jákvætt verða að búa við það að fá svör í sömu mynt. En Samfylkingin er ekkert sérstakur flokkur, ég skal alveg taka það á mig að vera þeirrar skoðunar. Annars hringdi góð vinkona mín úr Samfylkingunni í mig í morgun bara svona rétt til að spjalla og hún var bara ánægð með mig og minntist ekki á neina fordóma.
Víðir Benediktsson, 6.8.2009 kl. 11:23
Víðir er jafnaðarmaður, Jón. Hann veit það ekki og á eftir að koma út úr pólitíska skápnum. Eitthvað bakslag er að koma í þetta "samkomulag".
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:42
Rétt Gísli. Ég er Jafnaðarmaður og hef alltaf vitað það en mig vantar bara flokk.
Víðir Benediktsson, 6.8.2009 kl. 12:08
Að leysa málið í sátt við Alþjóðasamfélagið, er nákvæmlega þ.s. ég vil.
Ég vil bara ekki, akkúrat þennan samning. Hann er ómögulegur, og getur sett okkur á vonarvöl.
Semjum að nýju, og náum sátt við Akþjóasamfélagið, þ.s. hallar ekki eins mikið á Ísland.
Skoðið þessa síðu á vef IMF:
http://www.imf.org/external/np/sec/memdir/eds.htm
Í teóríunni, eru öll ríki heims, meðlimir af IMF. En, einungis örfá ríki, ráða langmestu.
Við, erum svo óheppin, að eiga í deilum við eitt af akkúrat þeim ríkjum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.8.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.