Eru einhverjir hlynntir ?... hissa er ég.

Ég hélt að ekki nokkur maður væri hlynntur þessu frumvarpi um ríkisábyrð. Hvað menn síðan neyðast til að sætta sig við í þröngri og erfiðri stöðu er allt annað mál.

Ég skal verða fyrstur manna til að styðja að þetta mál falli á þingi ef einhver vill vera svo góður að segja mér hvað bíður okkar eftir það. Ef það er eitthvað sem er betra en Icesave - samningur skal ekki standa á mér að mæla gegn þessu.

En enn sem komið er hefur enginn getað sagt okkur hvað bíður okkar og hvernig þjóðin fer út úr þeim afdrifaríka gjörningi að ganga gegn vilja alþjóðasamfélagsins.

Hér með er lýst eftir einhverjum sem getur sagt mér hvað gerðist við sklíkt og hvernig það er betra fyrir okkur. Ég bað um slíkt frá þeim þingmönnum sem á móti eru en enginn þeirra sá minnstu ástæðu að reyna að útskýra fyrir mér.... fáfróðum, hvað gerðist og hvað það kostaði.

Ég býð þeim hér með aftur að setja athugsemdir inn í bloggið mitt þar sem þetta er útskýrt á mannamáli.


mbl.is Meirihluti andvígur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Merkilegt... menn eru snöggir að mæta með comment hér venjulega...tala nú ekki um pólitískir andstæðingar. En nú bregður svo við að enginn mætir til að telja mér hughvarf og segja mér satt og rétt frá .... og hvað svo.

Ætli sé fátt um ráð og fátt um svör... það er líklega svo.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - þú ert að krefjast fullkominnar vitnesku um eitthvað, sem er í framtíðinni.

Nema að þú finnir einhvern með kristalkúlu, sem raunverulega virkar, getum við einungis færst fyrir því getgátur, hver viðbrögð hins svokallaða alþjóðasamfélags verða.

Síðan, er það einnig spurning, hvað akkúrat menn eiga við með orðinu "alþjóðasamfélag".

ESB, er t.d. fyrirbærið "fjölþjóðasamfélag" - þ.e. afmarkaður klúbbur þjóðar út úr alþjóðasamfélaginu. Á meðan, að SÞ inniber sjálft alþjóðasamfélagið.

Ég get einfaldlega ekki séð það sem möguleika, að sjálft 180 þjóða alþjóðasamfélagið, muni "ignora" okkur, vegna Iceave. Né, að allir þarna úti í heiminum, muni skella dyrum í lás, og að við verðum í einhvers konar frysti um aldur og ævi.

Slíkar kenningar, eru að mínum dómi, algerlega absúrd.

Svarið er einfalt; allt, og ég virkilega meina allt, er betra en nuverandi Icesave samningur. 

Þannig, að ef við höfnum honum, erum við strax komin í skárri mál, en við stöndum í, í dag. 

Síðan, eigum við að lísa því yfir, alveg um leið, að vilji Alþingis standi til að semja um Icesave málið. Þ.e. að höfnum samningsins, sé ekki af því að Alþingi neiti að semja, því hafi einfaldlega mislíkað þessi tiltekni samningur um málið. Alþingi, samþykki prínsippið að Íslandi beri að standa undir Icesave ábyrgðum, samþykkir ramma um það hverskona samkomulag, Alþingi hafi áhuga á, og einnig nokkur skilyrði sem muni verða ófrávíkjanleg.

Ég hef ekki trú á, að viðbrögð fjölþjóðasamfélagsins ESB, muni verða mjög harkaleg, ef Alþingi lýsir með sambærilegum hætti þessum, vilja til samninga.

Ég hef alveg hlustað á rök Samfylkingarinnar, og hef ákveðið að það verði að leita samninga. En, þessi samningur er ekki eina leiðin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.8.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það talar ekki einn einasti þingmaður um að fella þessa ríkisábyrgð nú orðið nema Sigmundur Davíð... þetta verður samþykkt í næstu viku með einhverjum fyrirvörum. Alþjóðasamfélagið hefur sent Íslandi þau skilaboð að enginn afsláttur sé veittur á að standa við skuldbindingar þær sem gerðu nokkrum skúrkum það fært að rústa áliti okkar og fjárhag um langa framtíð.

Það hefur vakið sérstaka athygli mína að enginn annar þingmaður Framsóknarflokksins talar eins og formaður flokksins sem er að mínu mati einn mesti froðusnakkur sem í þingsal hefur komið er af ýmsu að taka í þeim efnum.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú greinilega hefur aðgang að krystalkúlu.

Hvaða "Alþjóðasamfélag"? Þú verður að skilgreina nánar, hvað þú átt við.

Ertu að tala um, 180 þjóðar "alþjóðasamfélag" SÞ eða 27 þjóða "fjölþjóðasamfélag ESB?

Oft tala einstaklingar innan Samfylkingar, eins og heimurinn allur sé Evrópa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar... Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki ESB fyrirbæri... þú ert svo mikið í barnalegum einföldunum sem þú líklega vonar að einhverjir trúi.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 06:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

IMF - er ekki jafnt og gervallt alþjóðasamfélagið.

Þ.e. vitað, að þjóðirnar sem sitja í stjórn, hans. Hafa umtalsverð áhrif. Bretar eru á meðal þeirra þjóða, sem hafa stjórnarmenn, og því umtalsverð áhrif á endanlega afgreiðslu, ef þeir kjósa að beita sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2009 kl. 14:39

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þú skoðar eigin vefsíðu IMF, þá getur þú flett upp á þessari síðu, sem er listi yfir fjölda atvkæða per ríki:

http://www.imf.org/external/np/sec/memdir/eds.htm

Í teóríunni, eru öll ríki heims, meðlimir. En, einungis örfá ríki, ráða langmestu.

Við, erum svo óheppin, að eiga í deilum við eitt af akkúrat þeim ríkjum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband