Svartnætti Framsóknarflokksins.

Meðan flestir leggja nótt við dag að leita lausna til framtíðar og lágmarka þann gríðarlega skaða sem varð við hrun bankanna og efnahagskerfisins sjá Framsóknarmenn svartnættismyrkur í öllum hornum.

Maður getur orðið leiður á þessu endalausa vonleysistali þingmanna flokksins. Og svo þegar þeir eru spurðir .... hvað viljið þið gera ? eru engin svör..... nákvæmlega engin svör.

Það er ef til vill ekki undarlegt að Framsóknarmenn séu daprir þessa dagana.... bankinn sem Framsóknarflokkurinn gaf vinum sínum og flokksbræðrum.. Búnaðabankinn - Kaupþing hefur dælt 1.500 milljörðum til flokkshollra eigenda bankans og Framsóknarmanna í fyrirtækjarekstri.

Þessir menn sem handvaldir voru að Framsóknarflokknum til að taka við þessum banka á sínum tíma hafa lagt sitt af mörkum til að kollvarpa íslensku þjóðfélagi...

Það verður líklega að virða þessum drengjum það til vorkunnar að þeir þjáist af svartnættisþunglyndi og sjá hvergi ljós eða yl. Það er óþægilegt að vera Framsóknarþingmaður, kalinn á hjarta eftir efnhagsmistök flokksins frá 1995.


mbl.is Samningurinn dæmir okkur til fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og því skal aldrei gleymt, að framsóknarviðbjóðurinn fór með banka- og viðskiptamál í 12 ár samfleytt og eru "guilty as hell" af öllum óförunum.

Bolli (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hefur Samfylkingin skilað einhverju af þessum 40 millum sem Jón Ásgeir reddaði eða er það bara Sjálfsstæðisflokkurinn sem kann að skammast sín og skilar illa fengnu fé?

Víðir Benediktsson, 4.8.2009 kl. 20:56

3 identicon

Jón, afhverju er hann Víðir svona pirraður? Hvaða "40 millur" er hann að tala um? Hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að skila "illa fengnu fé-i"?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

tja... ég veit það bara ekki... hann verður alltaf svona ef ég kitlast í Framsókn..

40 millur... var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem var í þeim tölum

 illa fengið fé...líklega meinar þá alla þá fjármuni sem stjórnmálaflokkar hafa safnað frá því 1916. Það var alltaf eins...stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lifað á snöpum svo lengi sem þeir hafa verið til þangað til núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hér fyrir neðan kemur skoðun mín á greinargerð Hagfræðistofnunar HÍ:

Þ.s. mér finnst merkilegast, er að þeirra spá gerir ekki ráð fyrir, að spá ríkisstjórnarinnar, um viðvarandi stórann afgang gjaldeyristekna, standist.

Enda vita þeir vel, af því samhengi að innflutningur eykst alltaf við aukinn hagvöxt.

Þeir reikna með cirka 2% hagvexti, eftir 2012, sem er raunhæfari spá.

Síðan, vara þeir við hættum, t.d. þeirri augljósu að verðgildi Punds geti hækkað. En, þ. hefur verið fremur lágt undanfarið, vegna efnahagsáfalla, og hækkun þess verður að teljast líkleg. Hvort, hún verður 25% og síðan áfram, eins og í dæminu sem þeir setja upp, er umdeilanlegt.

Skoðun þeirra er fyrst og fremst á greiðslubyrði, af Icesave sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, þ.e. ekki sem hlutfall af viðskiptaafgangi. 

Hún sveiflast frá 2,5% upp í 5%, skv. þeirra fráviks tilvikum.

Taka verður fram, að Icesave er einungis hluti af erlendri skuldabyrði Íslands. Ef miðað er við nettóskuld upp á 1.702 milljara eða 1,19 VLF, og við berum það saman við Icesave skuld upp á 300 eða cirka 600 milljarða, eftir því hvort miðað er við 75 eða 40% endurgreiðsluhlutfall. 

Ef við höfum þær tölur í huga, þá er 300 milljarðar 5,7 sinnum 1.702 milljarðar, þ.e. 2,5% * 5,7 = 14,25%.

Með öðrum orðum, þarf stærð afgangs af viðskiptajöfnuði að jafngilda cirka 14,25%  þegar miðað er við hagstæðasta dæmið, til að standa undir nettó erlendum skuldum ríkisins. (Nettóskuldatalan, er fengin út frá tölum Seðlabanka Íslands, en frávikið frá þeirra uppgefnu tölu, er að ég dreg ekki frá erlendar eignir lífeyrissjóða. En eignir lífeyrissjóða, nýtast ekki með nokkrum hætti ríkissjóði, til að draga úr skuldum.)

Taktu eftir, þetta er hagstæðasta dæmið, þ.s. ekki er búið að gera ráð fyrir einu sinni líklegum breytingum.

Hafðu í huga, að þeir gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn, verði við "0" frá og með 2013.

Það þíðir, að ríkið getur ekki greitt af þessum skuldum, þ.s. til þess þarf tekjuafgang af erlendum gjaldeyri.

Valið stendur þá á milli þess:

  • velta þeim áfram með nýjum lántökum.
  • borga beint með tekjum ríkissjóðs.

Fyrri leiðin, veldur því að skuldirnar smá hækka á nýjan leik.

Seinni leiðin, verðfellur gengi krónunnar, jafnt og stöðugt.

Þ.e. því af og frá, að þessi skýrsla segi, að erlendar skuldir okkar séu vel viðráðanlegar. Þeir, fjalla fyrst og fremst um Icesave, og líkur eru taldar til að Icesave skuldin sé viðráðanleg, ein og sér. Síðan, verðum við hin, að skoða heildardæmið.

Niðurstaðan er óvéfengjanleg, að skuldirnar eru óviðráðanlegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Samfylkingin, fékk eitt árið 40 millur, frá Baugs fyrirtækjunum og bönkunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Allt í lagi Einar... þá gefumst við bara upp eins og þú leggur til.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2009 kl. 22:27

8 identicon

Einar Björn: Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur birt reikninga sína fyrir árið 2006. "Frá Baugs(-)fyrirtækjum og bönkum" segirðu. Ekki vissi ég að Baugur hefði átt banka. Sá flokkur sem fékk tífaldar upphæðir umfram aðra heitir Sjálfstæðisflokkur. Ekki treysta á gullfiskaminni kjósenda, Einar Björn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:29

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að taka raunhæft á málunum, er ekki uppgjöf.

Með, nauðasamningum við kröfuhafa, betri Iceave samningi, væri hægt að stytta vonda tímabilið og draga úr tapi lífskjara.

Það hljómar ekki sem uppgjöf í mín eyru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú tekur ekki mjög vel eftir, ég sagði frá Baugsfyrirtækjunum og bönkunum.

Ég sagði ekki að Baugur hefði átt bankana.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 22:38

11 identicon

Samfylkingin er stikkfrí semsagt? Í stjórn með Sjöllum og mærandi íslenska banka innanlands og utanlands, á meðan allt stóð á brauðfótum. Oh nei vinur minn, Samfylkingin er jafnspilltur flokkur og Framsókn.

Hey Jón...get real!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband