3.8.2009 | 21:16
Ríkisstjórnin í sterkri stöðu.
Þrátt fyrir gífurlega erfið mál og mikinn órróa í stjórnaandstöðunni heldur ríkisstjórnin nánast óbreytu fylgi milli mánaða.
Það sýnir sterka stöðu hennar og þessi niðurstaða kemur þægilega á óvart.
Það sýnir svo ekki verður um villst að kjósendur treysta því að ríkisstjórnin haldi áfram af festu þá braut sem mörkuð hefur verið og var kynnt við stjórnarmyndunina í vor.
Stjórnarandstaðan hefur hamast á ríkisstjórninni og meira hefur farið fyrir hávaða en málefnalegri umræðu á þeim bænum. Þó finnst mér vera farið að draga niður í stjórnarandstöðuflokkunum enda held ég að meira að segja formenn þeirra eru farnir að skilja að ef við eigum að endurheimta eitthvað af því trausti sem glatast hefur verðum við að vera stefnuföst, heiðarleg og menn orða okkar.
Það mega þau eiga Jóhanna og Steingrímur að þau eru einbeitt á leið sinni til endurreisnar. Flokksmenn Samfylkingarinnar eru einbeittir að baki formanni sínum en Steingrímur hefur átt í meiri erfiðleikum með fáeina þingmenn sína sem eru ögn ráðvilltir og óöruggir því það þarf sterk bein að þola gagnrýni. VG liðar hafa verið meira hinum megin við borðið við að gagnrýna en eru nú komnir í þá stöðu að þurfa að þola slíkt. Það er eðlilegt að menn verði óöruggir með slíkt þegar þeir hafa ekki alveg fundið fjölina sína... en það kemur vafalaust.
Fylgi ríkisstjórnarinnar 48% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hissa að hálftími er liðinn og blogggoggararnir ekki komnir! Sofa jónarvalararnir?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:42
Ég myndi ekki kalla 48% stuðning við stjórnina og 44% stuðning við flokkana sterka stöðu. En þetta mikill stuðningur kemur mér á óvart. Ég var að búast við á milli 40% - 44% stuðning við stjórnina.
Axel Þór Kolbeinsson, 3.8.2009 kl. 23:47
Þetta er sterk staða ríkisstjórnarinnar .. miðað við alla þá umræðu og fullyrðingar sem sést hafa. Hvað flokkana varðar er erfitt að tjá sig um það... undarleg framsetning. En þó má ráða að 44 % styðja stjórnarflokkana, 11-12 % ætla að skila auðu eða ekki að kjósa... sem segir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír eru með samtals 44% atkvæða.... þannig að þetta er svipað en skiptingin óþekkt.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2009 kl. 00:00
Svavar Gests hlýtur að opna kampavín yfir því :-) !! Vúhú!
Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 03:43
Það heitir víst að vinna varnarsigur þegar menn eru búnir að gera upp á bak og fylgið hrynur af þeim eins og er að gerast með þessa ríkisstjórn. Það má alltaf lifa í sjálfsblekkingunni.
Víðir Benediktsson, 4.8.2009 kl. 05:59
Víðir... kannski við ættum bara að kalla til Framsókn og Sjálfstæðisflokk... þeir gætu örugglega þegið að komast að til að breiða yfir skítinn sinn frá 1995-2007.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2009 kl. 07:48
það er útbreiddur þvættingur og lygar vinstri manna að það eina sem að standi eftir valdatíðir fyrri ríkisstjórna sé hrunið síðasta haust. Nú þegar vinstri flokkarnir hafa svikið allt sem að þeir geta svikið þá er það eina sem að þeir eiga eftir er að ala á hræðslu gagnvart öðrum flokkum. Þetta er bæði í senn aumkunarvert og brjóstumkennanlegt.
Jóhann Pétur Pétursson, 4.8.2009 kl. 07:59
Má víst einu gilda hvað þessir flokkar heita. Ef einhver er tilbúinn að gera þetta almennilega ætla ég ekki að setja fyrir mig hvað flokkurinn heitir. Það má líka alveg eins miða við ártalið 1991 ef menn eru í þeim ham og rifja upp þegar menn þurftu að segja af sér vegna spillingarmála en það er önnur saga. Veit bara sem er að núverandi ríkisstjórn er að valda miklum vonbrigðum hjá fólki.
Víðir Benediktsson, 4.8.2009 kl. 16:34
Enn ein könnunin sem sýnir að stuðningur við Sjálfstæðísflokkinn eykst
Óðinn Þórisson, 4.8.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.