Öfgatrú er vandamál.

Atburður sem fjallað er um í þessari frétt er sorglegt dæmi um misnotkun og mistúlkun á trú. Allt of algengt er að fólki sem aðhyllist einhver trúarbrögð eða eru ánetjaðir öfgafullum sértrúarsöfnuðum fari illa út úr þeim viðskiptum.

Mér hefur alltaf þótt sorglegt þegar forsvarsmenn öfgatrúarhópa nýta sér fáfræði og örvæntingu fólks oft með hörmulegum afleiðingum. Þekkt er viðhorf hóps sem hefur fótfestu hér á landi þar sem hafnað er blóðgjöf sama hvað þörfin er mikil.

Það er líka ömurlegt að heyra svokallaða predikara á opinberum trúarstöðvum hvetja fólk til að gefa stórfé til fjölmiðlareksturs trúarhópa og lofa eilífri vist í himaríki í staðinn.

Það mætti heimfæra ýmislegt sem öfgatrúrhópar gera og segja til hliðstæðu við útrásarvíkingana. Þeir notfæra sér einfaldleika og trú fólks til að hafa af því fé og fá það til að tilbiðja trúarskoðanir sem smíðaðar eru af öfgamönnum sem mistúlka trúna sér í hag.

Þetta dæmi sem sagt er frá í þessari frétt er örugglega ekki einsdæmi. Það er allt of algengt að trúarhópar misnoti sér fáfræði, sakleysi og einfaldleika fólks.... sem oft á í erfiðleikum í lífinu og getur illa borið hönd yfir höfuð sér.


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband