Engin leið nema slæm fyrir Kaupþing.

Kaupþing var í vondum málum. Þeir urðu að bregðast við vegna bankaleyndar og viðskiptamanna sinna.

Eins og allir muna voru lög um bankaleynd hert þegar Davíð Oddsson  og Framsóknarflokkurinn gáfu vildarvinum sínum ríkisbankana. Þá þurfti að tryggja að mál þar væru vel geymd sama hver lyktin væri.

Að fara fram á lögbann á umfjöllun um viðkvæmar fréttir er eins og bensínsprengja inn í alla umræðuna um óheiðarleika bankana og eigendur þeirra. Það var gefið mál að ef Kaupþing reyndi það sem þeir svo gerðu yrði allt snarvitlaust.

Það var engin góð leið út úr þessu lekamáli fyrir Kaupþing því óneitanlega þolir það sem birtist í lánabók bankans illa dagsljósið. Þarna hafa vildarvinir Framsóknarflokksins og eigendur bankans verið að skipta á milli sín innlánum almennings og fyrirtækja.

Hvort lánabók Landsbankans gamla birtist svo með sama hætti á eftir að koma í ljós. Margir hafa á tilfinningunni að þar gætu birst listar sem væru skelfilegir. Ég hef þá trú að þegar og ef upplýsingar innan úr Landsbankanum birtast gæti allt endanlega orðið galið.

Það er vond lyktin af líkum gömlu bankanna. Þar iðar allt af spillingu, fyrirgreiðslu og blekkingum.


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugði þeim ekki að fara milliveginn og tilkynna um lekann til FME?  Held það og því bendir allt til þess að Kristinn Hrafnsson viti eitthvað sem Kaupþing vill ekki að komi fram.  Eitthvað meira en það sem stendur í þessari nú opinberu skýrlsu eða fundargerð.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:55

2 identicon

Í allan vetur erum við búin að segja: nú gengur þetta ekki lengur. Nú verður allt vitlaust. Vitlaust hvernig? Alltaf kemur upp meiri og meiri viðbjóður og aldrei verður vitlaust! Við höfum engan vettvang. Gleðjumst í laumi yfir krökkunum sem sletta málningu á hús auðrónanna. Kerfið stendur með þeim, þeirra er kerfið. Við getum ekkert. Nema borgað brúsann og horft á þau í vellystingum.

Við erum aumingjar og vön að láta fara illa með okkur án þess að æmta né skræmta. Létum verkalýðsfélögin binda okkur í ánauð með verðtryggingu og láglaunastefnu og engum þykir vænt um íslenskar fjölskyldur. Enda eru þær að flýja land. En þeir sem það ekki geta, þeir súpa seyðið.

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Ingi. Gleymdu svo ekki AÐAL GLÆPAFLOKKNUM í þessu ÖLLU Samfylkingunni.
Innleiddi stórgallað EES-regluverk  fyror örsmátt hagkerfi okkar, leyfði útrásarmafíósum
að hathafna sig EFTIRLYTSLAUST innan kerfisins, svaf þyrnirósasvefni er bankarnir hrundu,
athafiðst EKKER í allri málsvörn fyrir íslenzka þjóð gagnvart hryðjuverkalögum og öllu því,
situr svo ENN í gjörspilltri og HANDÓNÚTRI vinstristjórn, sem ætlar svo að kóróna ÖLL þjóðarsvikin og selja okkur Brussel-nýlendurherrunum á vald........ - þegar allt er hér í
kalda koli, og samningsstaðan við þetta ömurlega ESB er ENGIN!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað endemis bull er þetta Guðmundur.. veistu ekki betur eða ertu bara að reyna að skrökva í lesendur ?

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 13:32

5 identicon

Vinstri-hægri skiptir ekki máli. Fjórflokkurinn er ónýtt batterý. Og kerfið hans líka. Það þarf NÝTT, HEIÐARLEGT, ÓSPILLT fólk með hreinan skjöld og góðan vilja til að starfa fyrir opnum tjöldum.

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi

Kaupþing eða skilanefnd Kaupþings er ekki í vondum málum. Fara verður að lögum og það gera þeir nú, hvað sem nú forverar þeirra gerðu fyrir bankahrun. Það hefur lengi verið þrýst á að þessum lögum um bankaleynd verði aflétt. a.m.k. um gömlu bankana til þess m.a. að auðveld rannsókn. Jón Ingi á hverju stendur? Jú mikið rétt hjá þér Samfylkingunni. Björgvini Sigurðssyni fyrrverandi bankamálaráðherra og Gylfa Magnússyni núverandi bankamálaráðherra. Það eru því aldeilis hæg heimatökin hjá þér að skamma þetta lið, allt í túnfætinum hjá þér heima. Þú þarft ekki að fara með gjallarhorn til að skamma þetta lið, en láttu það heyra það almennilega.

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2009 kl. 15:03

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta sem Guðmundur segir er allt rétt nema að Samfylkingin var undir öðru nafni og kennitölu þegar hún ásamt Íhaldinu leiddi yfir okkur þennan EES samning sem gerði útrásarvíkingunum að haga sér eins og þeir gerðu. Varðandi lögbannið, þá er það í boði ríkisstjórnarinnar. Kaupþing er ríkisbanki og á ábyrgð Gylfa Magnússonar sem starfar í umboði Jóhönnu Sigurðardóttur og það var þessi ríkisbanki sem fór fram á þetta lögbann. Það gátu ráðherrar ríkisstjórnarinnar kæft í fæðingu en gerðu það ekki.

Víðir Benediktsson, 2.8.2009 kl. 15:05

8 identicon

Jahérna. Á nú að kenna/þakka Samfylkingunni fyrir inngöngu í EES 1992? Hafa menn tapað glórunni eða eru menn ílla innrættir?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 15:37

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Atkvæðagreiðsla

Alþingi 116. löggjafarþing. 94. fundur. Atkvæðagreiðsla 7642
1. mál. Evrópskt efnahagssvæði
Þskj. 1.
06.01.1993 18:05
Samþykkt

Atkvæði féllu þannig: Já 38, nei 19, greiddu ekki atkv. 3
 fjarvist 3, fjarverandi 0


já:
Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Kristjánsson, Jón Sigurðsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir, Össur Skarphéðinsson

Samþykkir...  38...   Bláir Sjálfstæðismenn Orange Alþýðuflokksmenn. Grænir Framsóknarmenn Fjóubláir Kvennalisti.

nei:
Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Ársælsson, Jón Helgason, Kristinn H. Gunnarsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Ragnar Arnalds, Sigurður Þórólfsson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur Hermannsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson

Á móti 19   Rauðir Alþýðubandalag ( 2 núverandi Samfylkingarmenn aðrir VG í dag ) Grænir Framsókn Fjólubláir Kvennalisti

sat hjá:
Eggert Haukdal, Finnur Ingólfsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

leyfi:
Eyjólfur Konráð Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson, Ingi Björn Albertsson

________

Það er eins og í ýmsu öðru... alltaf verið að reyna að breyta sögunni.

Flestir Sjallar og Alþýðuflokksmenn  samþykktu EES,

Framsókn og Kvennó klofnuðu,

Alþýðubandalagið var á móti... líka þeir sem seinna fóru í Samfylkingu.

Samþykkt með 38 atkvæðum gegn 19.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 15:49

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ah... gleymdi að lita Valgerði Sverris græna .. fyrir þá sem ekki vita það... hún var í Framsókn og sagði já.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 15:50

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður...veit að Kaupþing verður að fara að lögum enda segi ég það í fyrstu setningu... en móralskt eru þeir í vondum málum vegna þess hvernig lánabólkin er samansett og hverjir þetta eru sem eru að hreinsa bankann.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 15:59

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin hefur ekki verið í vandræðum með að eigna sér þennan ESS samning þgar það hefur hentað. Það er nú ekkert stórmál að rifja upp nokkur sjálfhól frá henni varðandi ESS í kosningabaráttum. Man meira að segja eftir miklum gleðilátum hér á Akureyri þar sem Samfylkingin barðist um á hæl og hnakka um að sannfæra kjósendur um að ESS væri hennar verk þó undir öðru nafni væri þá væri þetta sama fólkið. En það hentar víst ekki núna.

Víðir Benediktsson, 2.8.2009 kl. 22:46

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir minn.... þér er ekki sjálfrátt... EES samningurinn er þarna og hefur verið í tæp 20 ár og ef hann hefði ekki verið okkur til gangs þá hefið þinn ástkæri Framsóknarlflokkur getað sagt honum á á hækjuárunum 12 með Sjálfstæðisflokknum.  Hefur einhver afneitað þessum samningi í þín eyru ? Ég vil bara minna þig á að Samfylkingin er stofnuð tæpum 10 árum eftir vinnuna við EES og í henni eru bæði harðir stuðningsmenn þessa og andstæðingar þessa á þeim árum. Hrunið er ekki EES að kenna heldur einkavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem hófst af fullum krafti á árnunum 1995- 2000. Það eru hægt og bítandi að koma í ljós sú hrikalega spilling og misbeiting sem þessir flokkar innleiddu á þessum árum og færðu síðan góðvinum flokkanna aðgengi að fjármagni og einkavæddum eigum fólksins í landinu. 

Misnotkun og óheiðarleiki manna er ekki reglum eða samingum að kenna... sérstaklega ekki reglum sem allir sem vilja eiga viðskipti á alþjóðlegum vettvangi er gert að undirgangast hvort sem þeir eru í EES, ESB eða utan þeirra.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2009 kl. 00:06

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú meira hvað þið gömlu kratarnir eruð dulegir við að afneita verkum Alþýðuflokksins sáluga þegar það á við en eigna ykkur annað frá honum eftir hentugleikum. Málið er svo einfalt Jón, burtséð frá einkavæðingu bankanna og öllu því sukki þá var aldrei hægt að koma þjóðinni svo rækilega á kaldan klaka nema fyrir tilstilli EES um frjálst flæði fjármagns. Þetta er staðreynd sem þarf ekki að deila um. Ef mér væri Framsóknarflokkurinn eins kær og þú vilt vera láta væri ég sjálfssagt í honum en svo er ekki. Er ekki svo óheppinn að vera með flokksklafa á herðum og telja mér skylt að verja hvaða vitleysu sem framkvæmd er þar innandyra. Og bara fyrir þig, ég kaus VG síðast en er farinn að sjá eftir því.

Víðir Benediktsson, 3.8.2009 kl. 00:41

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Afneita. ??? ertu í lagi. Er Samfylkingin ekki að leggja til að fullnusta þennan samning með að leggja til aðild að ESB ?

Ég er bara að leggja til að þú notir rétt nöfn á þá flokka sem þá störfuðu.

Ég hef náttúrulega ekkert við þig að rökræða ef það er skoðun þín að landinu hefði verið betur borgið utan EES síðustu 17 ár. Ég hef ekki ímyndunarafl til að átta mig á hvar við værum í dag ef sá samningur hefði aldrei komið til .. Það eru ekki nema hörðustu einangrunarsinnar sem svona tala.. td. Bjarni bóksali og Ragnar Arnalds og líklega gengur þú þá bara í lið við þá.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband