Dottinn úr takti við venjulegt fólk.

Að Bjarna Ármannssyni þyki það eðlileg fjárstýring að færa hundruðir milljóna fram og til baka á persónulegum bankareikningum sínum er afar glöggt dæmi um mann sem er dottinn úr öllum tengslum við veruleika venjulegs fólks.

Hann millifærir 243 milljónir úr landi og 85 milljónir inn í landið og finnst þetta bara sjálfsagt mál. Það er eðlilegt að venjulegt fólk á Íslandi sem er með 2-3 milljónir í ártekjur sjái einhverja bankadrengi leika sér að millifærslum sem nema öllum ævitekjum þeirra 2-3 sinnum á nokkrum dögum fyrir bankahrun blöskri.

Að segja þetta upp í opið geðið á fólki sem er að tapa öllu sínu og upp í opið geðið á fólki sem er að missa stóran hluta af tekjum sínum vegna samdráttar og atvinnuleysis.

En eins og áður sagði... Bjarna finnst þetta alveg sjálfsagt mál og hluti af EÐLILEGRI FJÁRSTÝRINGU.

Áttu ekki annan betri Bjarni ????


mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bjarni er auðróni

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki er að efa að einhverjir kokgleypi þetta blóðhrátt frá honum...ekki margir samt held ég, varðhundar munu samt að sjálfsögðu  gjamma og verja eigendur sína, það er þeirra hlutverk.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.7.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Kokgleyptu ekki margir þegar Bjarni kom fram í Silfrinu fyrir nokkrum mánuðum klökkur og miður sín yfir að fólk teldi hann upp með öðrum sökudólgum ?

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 18:31

4 identicon

Siðblint pakk!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband