Aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins meðal ákærðra.

Mál taka á sig ýmsar myndir þessa dagana. Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins verið einn háværasti gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur mörgum þótt nóg um.

Nú hefur hans helsti samstarfs og aðstoðamaður verið kærður til sérstaks saksóknara vegna atburða er hann var starfsmaður útrásarvíkinganna í KB banka, þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðar Más.

Þetta er pínleg staða fyrir Framsóknarflokkinn og formann hans að einn helsti talsmaður eins afkastamesta útrásarvíkingsins sé nú starfsmaður Framsóknarflokksins. Undarlegt hvað Framsóknarflokkurinn er oft nærri þegar málefni Búnaðarbanka, síðar KB banka ber á góma.

Maður veltir fyrir sér hvað þetta hefur haft með að gera hvernig formaður flokksins hefur talað og gert sitt til að tefja og rugla mál. ??

Þetta er úrdráttur úr frétt á visir.is

"Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir að hafa sent efnislega rangan tölvupóst til fjölmiðla í blekkingarskyni.

Ekki náðist í Benedikt Sigurðsson í dag en hann er nú aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaussonar, formanns Framsóknarflokksins.

Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, vill koma því á framfæri, að hann hafi ekkert heyrt af málinu.

Hans starf hjá Kaupþingi hafi verið að senda út upplýsingar sem yfirmenn bankans hafi viljað koma á framfæri. Þær upplýsingar sem kært er fyrir, séu því ekki frá honum, heldur hafi hann einungis komið þeim á framæri.

Nánar má lesa um þetta á visir.is og frétt var um þetta á Stöð 2 í kvöld.


mbl.is Þingi frestað til 4. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er meginregla réttarríkis að hver maður telst saklaus uns sekt hans er sönnuð. Eftir lestur þessarar færslu er ég efins um að sumir líti þannig á stöðu mála og leggji sitt af mörkum til að gera menn tortryggilega og grafa undan réttarríkinu. Jón minn, væri ekki nær fyrir þig að taka til heima hjá þér áður en þú ferð að sópa í annarra manna húsum? Hvernig væri að rifja upp lyga og loforðalista  samgöngurráherra fyrir honum sjálfum og fara fram á að hann standi við eitthvað af sínu bulli. "Gjaldfrjáls Vaðlaheiðagöng, jöfnun flutningskostnaðaðar, strandsiglingar o.s.frv.

Víðir Benediktsson, 24.7.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir minn... ég var bara að benda frétt í fjölmiðli.. þú ættir kannski að ræða þetta við hann efnislega.  Ég bara spyr mig spurninga eins og formaður Framsóknarflokksins hefur spurt sig að undanförnu.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 20:12

3 identicon

Er Víðir að svara einhverjum öðrum pistli? Ég er ekki alveg að átta mig á þessu...?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband