Heimurinn horfir til Alþingis á Íslandi.

Ísland fór landa verst út úr kreppunni. Það er stórkostleg nauðsyn á að endurheimta trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Það gerum við með því að semja við þá sem brotið var á í útrásinni sem var dyggilega studd af Íslenskum stjórnvöldum.

En er okkur að takast að ná trúverðugleika ? Það er ljóst þegar horft er til Alþingis og alþingismanna að eitthvað er að. Í stað þess að snúa bökum saman, allir 63 þingmenn á Alþingi þá skipa menn sér í skotgrafir og gera sitt besta til að drepa málum á dreif, tefja mál, og tala niður allt sem verið er að vinna og reyna að gera. Það á jafnt við sem alla stjórnarandstöðuna og marga stjórnarþingmenn.

Þegar svo þær þjóðir sem hafa lýst sig reiðubúnar horfa á þessa samkomu við Austurvöll sem eyðir tíma sínum í endalaust karp og rifrildi er hætt við að sá litli trúverðugleiki sem eftir var hverfi sem dögg fyrir sólu.

Hver getur treyst íslendingum þegar stórir hópar þingmanna ætla ekki að standa við skuldbindingar þjóðarinnar á alþjóðavettvangi af því þeim líkar það ekki og það hentar þeim ekki pólitískt þá fýkur í flest skjól.

Ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave.. ( sem ég meira að segja efast um að þeir komi sér til vegna langvarandi rifrildis og málþófs ) þá skella stofnanir í lás á tilkynna okkur að við getum bara átt okkur.

Í dag kom í ljós að Norræni fjárfestingabankinn er búinn að loka á okkur. Það er bara enn einn naglinn í líkkistu ósamstöðu og rifrildis á þingi. Við erum líklega endanlega að gera upp á bak og þingmenn rísa ekki undir ábyrgð sinni. Þeir eru illa haldnir af ákvarðanafælni og einfaldlega höndla ekki að stíga skref og taka erfiðar ákvarðanir. Þá spyr maður sig ? Hvaða erindi eiga þeir þarna ef þeir höndla ekki að stíga nein skref.

Ísland hefur misst trúverðugleika. Alþingi er að missa trúverðugleika á alþjóðavettvangi. Heimspressan fylgist með atburðaleysinu og þrefinu á þingi. Ríkisstjórnin er í gíslingu ákvarðanafælinna þingmanna sem þora ekki að horfast í augu við staðreyndir. En svona er þetta víst bara.

Hvað getur maður svo sem að því gert þó allt of margir blóðlausir þingmenn sitji á hina háa Alþingi...


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta vera svipað og í janúar 1980. Þá varð til afar sérkennileg pólitísk flétta sem kallaðist: "Maður á mann" - aðferðin. Hún reyndar skilaði ekki sterkri ríkisstjón!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:13

2 identicon

Þetta er hárrétt og grafalvarlegt Jón. Nú fyrst kynnumst við kreppu ef við ætlum ekki heldur að borga þetta icesave.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:18

3 identicon

Samfylkingin hefur misst trúverðuleika. Allt til að komast inn í ESB.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818079

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband