Erum við of blönk til að vera sjálfstætt ríki ?

Undanfarna mánuði hefur leitað á mann sú óþægilega spurning. Höfum við efni á að vera sjálfstæð þjóð og reka grunnkerfi samfélags. Vond hugsun en óneitanlega leitar hún á mann þegar fréttir af fjársvelti grunnstoða samfélagsins og blankheit ber á góma.

  • Löggæsla dregst saman niður að hættumörkum.
  • Höfum ekki efni á nútíma fangelsum.
  • Landhelgisgæslan rekin á lágmarksstyrk.
  • Sveitarfélögin mjög mörg berjast í bökkum.
  • Almenningssamgöngur í erfiðleikum.
  • Skorið niður í heilbrigðiskerfi.. þó vonandi ekki niður fyrir sársaukamörk.
  • Félagsþjónusta í fjársvelti.
  • Skólar reknir á lágmarksframlögum.
  • Laun opinberra starfsmanna og þingmanna þau lægstu í Vestur Evrópu.
  • Vegakerfi víðast hvar frumstætt.
  • Engar samgöngur á sjó um landið.
  • Björgunarsveitirnar reknar á sjálfboðaliðum og sjálfsaflafé.

Svona mætti lengi halda áfram að hugsa. En maður ýtir þessu frá sér og bítur á jaxlinn eins og Íslendingar gjarnan gera og hafa gert.... auðvitað ætlum við að þrauka og berjast..en erfitt verður það maður minn.

Ísland ætlar ekki að segja sig til sveitar og viðurkenna uppgjöf, það heyrir maður á ráðamönnum og vonandi gerum við ekki mikið fleiri stórmistök eins og gert hefur verið undanfarna tvo áratugi..ef það heldur áfram getum við alveg eins pakkað saman og leitað annað.


mbl.is „Erfitt og sársaukafullt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta var fyrsta vers hjá þér. 

Því þetta fyrsta vers hjá þér er vol og væl sem maður heyrir mest frá uppgjafar- og úrtöluliðinu sem nú vill ganga inní ESB apparatið.

Næsta vers hjá þér kemur svo fljótlega og það vers snýst um að trúa okkur fyrir því að við eigum engra annarra kosta völ en að ganga þessu Bandalagi á hönd.

Slík uppgjöf er enginn lausn á vandamálum lands og þjóðar.

Gunnlaugur I., 23.7.2009 kl. 07:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gunnlaugur... er ekki allt í lagi... ? Þetta er eitthvað sem flokkast undir vandamál þegar hugurinn er svona upptekin af ímyndunum... Þú ert sem sagt á móti ESB sýnist mér þó svo ekkert af því sem ég skrifaði fjallaði um það ???

Megininntakið er að við höfum ekki efni á fleiri mistökum eins og stjórnmála og bissnessmenn hafa gert sig seka um undanfarna tvo áratugi.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 09:02

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gunnlaugur...gleymdi aðeins.. úr logoinu þínu.

"Ég bý ásamt konu minni á Costa Blanca ströndinni á Spáni, en hef miklar tilfinningalegar rætur til föðurlandsins."

Ég vona bara að þú hafir það gott þarna í hjarta ESB á Spáni meðan við hérna heima tökumst á við vandann.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 09:14

4 identicon

Já einmitt, hvílíkur tvískinungsháttur hjá þessum Gunnlaugi. Af hverju býrðu ekki hér, er það ekki nógu gott???. Þetta er góður punktur hjá þér Jón Ingi. Getum við haldið uppi sjálfstæðu þjóðríki???

Már Haraldsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:29

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er mjög góð lýsing á ástandinu hjá þér Jón.  Ísland er í raun á mörkum þess að geta talist sjálfstæð þjóð.. og það jafnvel fyrir bankahrun.

Þessi Gunnlaugur er kostulegur.. hann ásamt öðrum sem búa í ESB og lifa bara vel þar.. eru oft háværastir í því að halda íslandi utan ESB .. sennilega til þess eins að geta montað sig á kaffihúsum viðkomandi landa að þeir séu íslendingar og að þeirra land þurfi ekkert á svona bákni að halda eins og ESB er.. sannleikurinn er samt sá oft á tíðum að þessir menn geta ekki og vilja ekki búa á klakanum.. 

Flott lið :)

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég get ekki séð Sigurður að Jón sé að tala um hversu þróað samfélagið er.. heldur hversu blankt það er og hafi yfir höfuð efni á þessu "þróðaða" samfélagi.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 10:57

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vil.??.. þetta er ekki spurning um hvað ég vil...heldur hvað við getum.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband