Er þessi maður prófessor ?

Jón Daníelsson er einn helsti viðmælandi fjölmiðla þegar þá vantar neikvæða umfjöllun. Ekki þekki ég til þessa manns en hann er titlaður prófessor í fjölmiðlum.

Því hefur verið haldið fram við mig að hann sé ekki prófessor heldur dósent sem er dálítið annað. En sennilega gefur það fréttinni meira vægi að þarna fari prófessor.

Getur einhver frætt mig á hvort er réttara...  er Jón Daníelsson prófessor eða dósent ?


mbl.is Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Þar sem að skilgreiningin á Professor er mismunandi milli landa þá er erfitt að setja það 100% hvort hann sé Professor eður ei.

Stranga skilgreiningin skv. íslenskri hefð væri líklega Lektor en hann er sem dæmi titlaður "Reader in finance" sem er líkt við Professorstöðu án þeirra "valda" sem henni fylgja í enskumælandi löndum.

En líklega er það ekki alveg rétt að kalla hann prófessor :)

Jóhannes Reykdal, 21.7.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ok...takk fyrir það.. professorinn er sem sagt lektor samkvæmt viðteknum túlkunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2009 kl. 12:03

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er s.s. eitthvað minna að marka manninn ef henn er dósent eða lektor en ekki prófessor? Færslan þín ber það allt með sér að reyna að gera lítið úr manninum sbr. "neikvæða umfjöllun". Væri ekki nær að reyna að fjalla um það sem hann hefur sagt efnislega?

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:13

4 identicon

Ekki furða Hjörtur. Hámenntaðir efnahagssérfræðingar starfa í Seðlabanka. Þessi Jón hefur oftar en ekki látið frá sér furðu skilgreiningar. Þegar svo er þá verða menn að meta menntunarlegan bakgrunn. Það er algengt í háskólaheiminum. Taugar þandar. Hjörtur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:26

5 identicon

mjög sammála síðasta ræðumanni.. skil ekki alveg tilganginn hjá þér með þessu Jón Ingi

Johann (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:27

6 identicon

hvað varðar hámenntun þá er þessi maður nálægt toppnum

Johann (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:34

7 identicon

"Jon Danielsson has a Ph.D. in the economics of financial markets, from Duke University, and is currently a reader in finance at the London School of Economics."

Guðný (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:40

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hystería er þetta Hörtur... bara spurði

Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2009 kl. 12:42

9 identicon

Vissulega þurfa menn að hafa doktorspróf til að vera prófessorar. Hins vegar hafa flestir lektorar doktorspróf, þeir hafa bara ekki fengið prófessorsstöðu, enda er takmarkað framboð á þeim. Munurinn á lektor og prófessor er s.s. ekki fyrst og fremst menntunarlegur heldur hafa þeir misjafnt stjórnunarlegt vald innan háskólanna. Það að Jón Daníelsson sé frekar lektor en prófessor segir s.s. ekkert um menntun hans eða þekkingu á viðfangsefninu. Hvort reader in finance hjá LSE sé sambærilegra við lektorsstöðu eða prófessors í íslenskum háskólum veit ég hins vegar ekkert um.

Daníel (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:37

10 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ERU HAGFRÆÐIGNAR EKKI GÁFAÐIR MENN !'

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 16:18

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skipstjóri/Stýrimaður??? menn með sömu menntun en gegna ekki sömu stöðu en sambærilegri. Hvor er marktækari???? Fer eftir persónunni en ekki stöðuheitinu en trúlega báðir í sömu aðstöðu til að tjá sig um sýna sérgrein sem er jú í flestum tilfellum hér á Íslandi, fiskveiðar, þó með nokkrum undantekningum s.s. frakt, ferjusiglingar, landhelgisgæsla o.þ.h.

Víðir Benediktsson, 21.7.2009 kl. 16:59

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi ert þú með þessu bloggi þínu að tala niður til Jóns Daníelssonar. Mér finnst maðurinn hafa gagnrýnt sjónvöld og bent á leiðir, hvort sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var við stjórn, eða VG og Samfylkingar. Það vekur sérstaka athygli hjá mér að bloggarar sem tengja sig Samfylkingunni hafa oftar en ekki skrifað að þessi eða hinn ætti nú bara ,,að halda kjafti". Sjálfsagt á þetta að vera jákvætt innlegg í lýðræðisbaráttuna. Mér finnst þetta innlegg jafnfurðulegt.

Við þurfum sannarlega á öllu okkar besta fólki að halda til þess að vinna okkur út úr þeim þrengingum sem við nú erum í. Hvort maðurinn er dósent eða prófessor við London School of Economics sem af flestum er talinn mjög hátt skrifaður skóli. Ég er alveg til í að hlusta á kenningar þínar eða tillögur í efnahagsmálum, ef þér finnst Jón ekki nógu frambærilegur. Þá skiptir mig engu máli hvort þú ert dósent, prófessor eða alls ekki. Maður sem talar niður til Jóns með þessum hætti hlýtur að hafa mikla visku fram að færa.  

Sigurður Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 19:42

13 identicon

Jón, hver er tilgangurinn? Ertu að reyna gera lítið úr Jóni?

Held það sé ekki nokkur vafi á að hann hafi meiri vit á þessum málum en þú, svo ekki sé minnst á leikmenn Alþýðuflokksins, úps Samfylkingar, inn á Alþingi.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:55

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Drengir...hverskonar hystería er þetta... ég bara spurði út í fullyrðingar sem hefur verið haldið fram... ekki af mér.  Er ekki að gera lítið úr nokkrum manni..

þeir sem sjá það verða að gera það upp við eigið hugarfar.

Ólafur.. ég hef ekki hundsvit á þessu... frekar en þú og fleiri alveg rétt hjá þér.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2009 kl. 22:38

15 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818180

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband