20.7.2009 | 13:50
Hvert stórmálið á fætur öðru í höfn.
Marviss vinna ríkisstjórnarinnar er að skila málum í höfn. Fyrir helgina var gengið frá umsókn til ESB og í dag er kynnt niðurstaða í einu stórmálinu enn.
Framtíð bankanna er nú tryggð og enn betra er að fjárskuldbindingar sem falla á ríkissjóð eru verulega minni en leit út fyrir í byrjun.
Næst á dagská er að landa Icesave þannig að það standi okkur ekki fyrir þrifum.
Auðvitað gætir óþolinmæði hjá mörgum og eðlilegt er að talað sé um að mál gangi hægt. Ríkisstjórnin ætlaði sér 100 daga að landa þeim málum sem brýnast var að klára og sú vinna er í góðum gangi.
Það að bankarnir ná nú að fóta sig er lykilatriði í uppbyggingu fjármálakerfa og vonandi fara að opnast lánalínur við útlönd. Þetta gerir bönkunum kleyft að takast á við skuldamál heimila og fyrirtækja en það var helsta fyrirstaða þess að það færi í fullan gang var sú óvissa sem ríkti í málefnum bankanna og hvar þau mál enduðu.
Nú er það í höfn og er lykill að öflugu framhaldi þar sem tekist verður á við endurreisn fjármálakerfa, heimila og fyrirtækja.
Það er von allra sem jákvætt hugsa og vilja hag landins sem mestan að allir fari nú að vinna saman og hætti bölmóð og svarsýni. Með því er ég ekki að leggja til að menn fari í einhvern óraunhæfan gír og sjái gull og græna skóga. Það er langt í það enn.
En það væri samt ekki fram á of mikið farið að formenn stjórnarandstöðunnar hætti að draga kjarkinn úr fólki með úrtölum og neikvæði. Nú þurfa allir að leggjast á árar til að tryggja að sú jákvæða hreyfing sem komin er á málin aukist og við förum að lyfta okkur úr öldudalnum.
![]() |
Steingrímur í beinni á CNBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 819336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki best að vera á móti öllu eins Birgir Ármannsson.
Finnur Bárðarson, 20.7.2009 kl. 14:29
Þetta er allt að koma undir styrkri stjórn Jóhönnu og Steingríms. Það er vel unnið og engin ákvörðunarfælni sem hrjáir þessa stjórn.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.