17.7.2009 | 11:47
Sundurleitur hópur.
Það merkilegt að fylgjast með þingmönnum Borgarahreyfingarinnar. Þetta er allt hið ágætasta fólk og hefur hugsjónir, það fer ekki á milli mála.
Það er ekki langur tími frá kosningum en samt er ýmislegt að skýrast varðandi þennan þingflokk.
En ósamstæðari hóp er erfitt að ímynda sér. Þráinn er næstur því að átta sig á stöðu sinni á þingi. Hann ræðir mál málefnalega, hann er ekki í populisma og stendur á sínu.
Birgitta er mikið tilfinningavera sem tekur inn á sig málin með afar dramatískum hætti og virðist skorta styrk og jafvægi til að fjalla um erfið og viðkæm mál.
Þór Saai er kjaftfor poppulisti sem leggur meira upp úr því að gangrýna og gera lítið úr fólki frekar en bera á borð lausnir og framtíðarsýn. Frægt er dæmið þegar hann lét fjölmiðla mynda sig við að hirða spítur úr húsinu sem galdþrota verktakinn reif í nánast beinni útsendingu. Hann ætlaði að færa forsætisráðherra spíturnar... en minna hefur orðið úr því eftir að staðreyndir þess máls urðu kunnar.
Margrét (varamaður) veit ég ekkert um og hefur ekki borið mikið á nema hún sagði nei í gær við umsókn að ESB.
Mín spá er að þessi hópur fólks muni ekki starfa saman sem þingflokkur lengi. Þetta er fólk úr ýmsum áttum, af ýmsum gerðum og eiga sér ekkert stjórnmálalegt bakland annað en óánægju með ástand. Slík framboð eiga sjaldan eða aldrei langt líf á þingi og kannski mun þessi þingflokkur slá met í skammlífi á þingi þegar upp verður staðið.
Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allavega heiðarlegt fólk sem ekki hefur þegið milljónir í kosningasjóði sína frá einstökum aðilum.
Víðir Benediktsson, 17.7.2009 kl. 11:59
Þór og Margrét komu gríðarlega vel fyrir í kosningabaráttunni. Þór ásamt Sigmundi Davíð eru tvímælalaust þeir þingmenn sem hafa valdið mestum vonbrigðum á Alþingi Íslands.
Ég spái því að þessi þingflokkur leysist upp innan árs.
Ég vorkenni hins vegar mest sjálfstæðismönnum. Þessi flokkur sem árum saman var kjölfestan í íslenskum stjórnmálum líður fyrir það að fresta stefnumörkun og reynir að ná fylgi með popúlisma. Þorgerður og Ragnheiður, sem ekki geta tekið þátt í þessum skollaleik, eru svo í minni metum innan flokksins. Af hverju?
Jón Halldór Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 12:19
Ps. Ekki veit ég alveg hvað Víðir er að fara. Ég veit engin dæmi um að þingmenn séu fjárhagslega háðir kostunaraðilum sínum. Ef mútur viðgangast eða hafa viðgengist, eða ef kjörnir fulltrúar misnota sína aðstöðu sér og sínum til fjárhagslegs ávinnings, þá er slíkt refsivert afbrot og rétt að tilkynna dæmi um slíkt lögreglunni.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 12:23
Það er greinilegt að þú flgist ekki með fréttum Jón Halldór. 40% tekna Samfylkingar 2007 komu frá fyrirtækjum í eigu Jóns Ásgeirs auk þess sem Steinunn Valdís varð uppvís að því að hafa þegið 4 milljónir frá einum aðila í prófkjörssjóð. Það verður aldrei sannað hér sé um mútur að ræða en siðleysið er sláandi. Sjálfsstæðisflokkurinn allavega skammaðist sín þegar upp komst og ákvað að skila stærstu styrkjunum. Held þó að Guðlaugur þór hafi ekki skilað neinu af því sem hann fékk persónulega frekar en Steinunn Valdís.
Víðir Benediktsson, 17.7.2009 kl. 13:10
Jón, ef það var svo að Bhr. gerði einhvern heiðursmannasamning við SF um stuðning við ESB og fékk setu í nefndum í staðinn og braut það - þá segir það meira en mörg orð
Óðinn Þórisson, 18.7.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.