Þór Saari - hringlandamálflutningur út í eitt.

Þessi Þór Saari slær orðið flestum út á þingi. Hann er maður gífuryrða, ræðst að persónum fjarstaddra manna, skiptir um skoðun eins og sokka, sem sagt populisti af guðs náð.

Hann er enn staddur í götustrákamálflutningi og gerir sér enn ekki grein fyrir ábyrgð sinni sem þingmaður.

Hann ætlaði að styðja ESB umsókn fyrir tveimur dögum en nú er sagt að hann ætli ekki að gera það nema Icesavesamningur verði tekinn af dagskrá.

Tvö algjörlega óskyld mál efnislega og tími hrossakaupanna er genginn í garð hjá þessum sérkennilega þingmanni.


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þór Saari stendur út úr; enda ekki félagi í fjórflokknum.

Hann stendur sig mjög vel.

Ég get ekki hugleitt þá hugsun til enda hvernig staðan væri nú hefði Borgarahreyfingin ekki komið til.

Vil hrósa glöggsýni þinni að sjá einföldu staðreynd að aðildarmálið og Icesave úrlausnin eru tvö óskyld mál. 

Það mættu fleiri átta sig á því -  og fókúsera á úrlausn deilunnar í stað þess að hræra þessu saman í endalausa þvælu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:57

2 identicon

Það væri kannski nær að hann tæki áfram þátt í endaleysunni með ykkur í samfylkingunni og VG og léti sem ekkert væri þrátt fyrir yfirvofandi landráð af hálfu ykkar samfylkingarmanna.

Og merkilegur andsk... að það þurfi að fara fram á það að Svavar Gests mæti í þingsal svo það sé hægt að ræða hans æruverðugu persónu!!! Eða mega kannski þingmenn einungis nafngreina hinsa 62 sem sitja á þingi???

Held að það hafi ekki farið framhjá neinum hingað til að þessi samtýningur af fullkomlega vanhæfum og getulausum pólitískum gæðingum samfylkingar og VG eru búnir að slá met í klúðri hvað varðar Ice-Slave samningana og löngu tímabært að einhverjir ábyrgir aðilar hafi orð á því.

Enda er líka ástæða til að ætla að til uppgjörs komi í þjóðfélaginu ef þessi óþjóðalýður sem virðist skipa samfylkinguna nær að fremja mestu landráð íslandssögunnar í samvinnu við VG.

Og kannski best að taka það fram að ég gerði mér vonir um að eitthvað siðrænt og vitrænt myndi eiga sér stað í upphafi þessarar ríkisstjórnar. Mínar vonir rétt eins og þúsunda annarra hafa algjörlega brugðist.

Þær fáu raddir sem standa fyrir réttlæti, siðbót og uppgjöri heyrast nánast eingöngu frá þingmönnum Borgarahreyfingarinnar.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gullfiskaminni er einkenni margra á Íslandi. Mönnum hefur tekist að gleyma því á mettíma af hverju við erum þar sem við erum eins og sjá má á skrifum Eggerts. Ég veit ekki hvort ég nenni að elta ólar við rangfærslurnar og bullið sem þar er skrifað.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2009 kl. 11:15

4 identicon

Sammála Jóni Inga, gullfiskaminni hjá sumum er algjört. Sumir virðast ekki hafa græna grun hvers vegna við erum þar sem við erum núna.

Mér sýnist að þessi kani Þór Saari vinni eins og amerískur ganster, ef ég fær þetta þá færð þú hitt. Ekki beinlínis trúverðugur, maður einn af þeim sem ekkert erindi hafa á þing. Enda segir hann sjálfur að hann ætli að vera þar sem stiðst. Þór segðu af þér bara strax.

Sigurdur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:31

5 identicon

Sælir,
 
Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:
 
The Real Face of the European Union
 
http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en
 
og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.
 
New rulers of the world, a Special Report by John Pilger
 
http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006
 
http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World
 
Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá ekki best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að hafa afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum? 

 

Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér stað í hinum þróaða heimi...  
 
Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.
 
Kv.
 
Atli

Atli (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:03

6 identicon

Það vita velflestir hvar við erum fyrir utan veruleikafirrt samfylkingarfólk og vg bullurnar.

Ég ásamt fleirum gerði mér vonir um að samfylkingin og VG myndu taka á þessum málum af skynsemi og festu þegar þeir kæmust í stjórn. Kreppan og aðdragandi hennar yrð rannsakað oní kjölin og menn dregnir til ábyrgðar.
Raunhæfar aðgerðir varðandi uppbyggingu banka og efnahagskerfis yrðu framkvæmdar.

Allt þetta brást og eina sem frá samfylkingunni hefur komið er eitthvað ESB kjaftæði sem leysir ekki vandamál dagisins í dag og það vita allir þó svo að þeir séu með gullfiskaminni.

En það liggur ljóst fyrir í dag að svo hefði betur farið að tími Jóhönnu hefði aldrei komið!

Annars væri gaman að fá nánari útlistun á þeim rangfærslum eða bulli sem frá mér kom svo ég geti nú bætt mitt ráð í þeim efnum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:51

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég sé á bloggsíðum að Samfylkingarmenn hamast við að nota smjörklípuaðferðina svokölluðu. Kalla Þór Saari nöfnum. Hann er kallaður hálfviti og þú Jón Ingi kallar hann t.d. götustrák. Málefnalegt?

Gangi ykkur vel að verja ICESAVE samningana sem eru augljóslega ykkar eftirgjöf til Breta í þeim tilgangi að blíðka þá fyrir væntanlega aðildarviðræður. Skömm ykkar er mikil.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.7.2009 kl. 12:51

8 identicon

Ætli það sé kannski bull eins og þetta sem Jón Ingi á við?.

"Enda er líka ástæða til að ætla að til uppgjörs komi í þjóðfélaginu ef þessi óþjóðalýður sem virðist skipa samfylkinguna nær að fremja mestu landráð íslandssögunnar í samvinnu við VG."

Afskaplega málefnaleg umræða.................

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband