Afætur og braskarar til stórskaða enn.

Íslensk þjóð er þar sem hún er af því braskarar og ævintýramenn gengu of langt í græðgi sinni. Enn sitjum við uppi með að til eru menn sem eru svo ófyrirleitnir að þeir gera allt til að hagnast á því ástandi og þeim ráðstöfunum sem reynt er að grípa til.

Því miður hefur maður séð ljóta hluti sem farnir eru að þrífast í því ástandi sem hér er. Það er sorglegt og kemur enn og aftur niður á þjóðinni, fólkinu í landinu sem er heiðarlegt og situr uppi með afleiðingar kreppunnar og fær ekki við rönd reist. Afætur mæta til leiks þegar þær sjá tækifæri...þannig hefur það alltaf verið.

Hvernig hægt er að taka á mönnum sem hafa þetta eðli og innræti er óljóst, en sennilega hefur það takmarkaðan tilgang að reyna að höfða til samvisku þeirra.... þó kannski mætti reyna það svona í tilraunaskyni.


mbl.is Gjaldeyrisbraskarar græða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Brask þrífst þar sem lögjafinn setur lög sem ekki er hægt að lifa eftir eða opnar glufur fyrir þá sem eru óskammfeilnir..

Óskar Þorkelsson, 6.7.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þetta hlítur að vera sjálfstæðisflokknum að kenna :-) - það er alltaf söngurinn hjá Samfó fólkinu sem ætti að taka sér söngin hans Bubba sem einkennislag... "Ekki benda mig"

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.7.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stendur það einhversstaðar annarstaðar en í hugskoti þínu Rúnar ?? Ef svo er ...hvar ?  Er þetta samviskubit eða hvað ??

Jón Ingi Cæsarsson, 6.7.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Nei ekki með samviskubit enda sekur um að hafa kosið Samfó :-) Finnst bara ansi margir flokksbundnir líka með bundið fyrir augun og sjá ekkert og vita ekkert hvað sinn flokkur hefur verið að gera undanfarin ár.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.7.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingin er flokkur sem kom að stjórn landsins 2007. Ég reikna með að þeir sem þar hafa starfað síðan neiti ekki ábyrgð á því sem menn hafa haft áhrif á síðan þá.... en sannarlega ekki tekið á sig ábyrgð á bankahruninu, heimskreppunni, einkavinavæðingunni, að gefa ríkisfyrirtæki sérstökum völdu vinum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eignatilfærslum, geldingu eftirlitsstofnana og ótal mörgu öðru sem gerst hefur á árunum frá 1991-2007... en sannarlega hefur Samfylking verið við völd síðustu 24-25 mánuði og hefur ekki neitað ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar eftir það.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.7.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bíddu nú við!! Á hverju hefur Samfylkingin tekið ábyrgð? Hún var búin að vera í stjórn í eitt og hálft ár þegar allt hrundi. "Nei ég finn ekki til ábyrgðar" Sagði Ingibjörg sem ásamt Geir var á ferð og flugi í einkaþotum á kostnað skattborgara. Það er margbúið að upplýsa að Samfó hafði nægan tíma til að taka í taumana en hún bara gerði það ekki og kennir svo bara öðrum um hvernig fór.   M.ö.o nákvæmlega það sem Davíð er að gera. Ég ætla að vona að þú sért ekki að tala brandaraútspil fyrrum viðskiptaráðherra sem sagði af sér þegar ljóst var að stjórnin var fallin.

Víðir Benediktsson, 6.7.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...þetta er einfaldlega rangt hjá þér.... Landsbankinn var raunverulega kominn í þrot snemma árs 2006 þegar hann fer af stað með icesave með samþykki og velþóknun fjármálaeftirlits og seðlabanka. Þegar Samfylkingin kom til valda ári seinna voru hundruð milljarða þegar inni á þessum reikingum í Bretlandi og búið að gefa grænt ljós á icesave í Hollandi sem fór af stað nokkrum mánuðum seinna, enda er það ekki ráðuneyti sem stjórnar því heldur hafa menn leyfi til að stofna til bankaviðskipta þegar fyrir liggur samþykki fjármálaeftirlits og seðlabanka.... ég held að þú vitir betur en það hentar þér að skrá rangfærslur í þeirri von að menn viti ekki betur. Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn því hann m.a. vildi ekki takast á við hrunið í bönkunum af festu.. hvernig sem á því stóð...kemur kannski í ljós þegar búið er að grafa til botns í þessu feni.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.7.2009 kl. 19:17

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Icesave óx aldrei meira en í tíð ríkisstjórnar S+D Formaður Fjármálaeftirlitsins var enginn annar en Samfylkingamaðurinn  Jón Sigurðsson í umboði ráðherra. Nú allir vita hver var bankamálaráðherra. Þar fyrir utan var nægur tími til að koma þessum bönkum í erlenda lögsögu en það bara var ekki gert enda ekkert skrítið ef marka má orð Björgvins G. í ágúst í fyrra þar sem hann mærði bankana af alefli og talaði um efasemdarmenn sem öfundarsjúklinga. Maðurinn var greinilega ekki með á nótunum frekar en aðrir Samfylkingaráðherrar í þessari ríkisstjórn.

Víðir Benediktsson, 6.7.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband