3.7.2009 | 14:37
Hvernig ætluðu Davíð Odds og Árni Matt að borga ?
Það eru hæg heimatökin fyrir Ólöfu að komast að því.
Hún ætti bara að snúa sér til Árna Matt fyrrum fjármálaráðherra og Davíðs Odds fyrrum seðlabankastjóra með þessa spurningu. Þá getur hún fengið þetta frá fyrstu hendi í flokknum. Þeir hljóta að hafa áætlun um hvernig þeir ætluðu að standa í skilum með enn verri samning en þessi þó er.
Eins og allir vita núna var skrifað upp á þessa skuldbindingu í nóvember 2008 þar sem þessir tveir Sjálfstæðismenn, áðurnefndir, lýstu því yfir að við myndum borga og það með enn hærri vöxtum en nú var samið um.
Málflutningur Ólafar er enn eitt dæmi um veruleikaflótta Sjálfstæðismanna í þessu máli.
Getum ekki prentað gjaldeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki snúa út úr Jón Ingi eins og svo algengt er. Þetta var minnisblað þar sem var verið að fullvissa viðsemjendur okkar um að íslendingar myndi standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og lagalegar skuldbindingar.
Hverjar eru þær í raun ? Sjá rannsóknarniðurstöðu Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðing Íslands í Evrópurétti og EES samningnum og Lárusar Blöndal hrl. sem þeir birtu í Morgunblaðinu fyrir áramót.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.7.2009 kl. 14:53
Þess utan varð ekkert úr þeirri "skuldbindingu" enda mat manna að við gætum ekki staðið undir þeim kröfum (sem þess utan voru og eru ekki réttlætanlegar).
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 15:30
Til hvers að vera að borga ef maður getur hæglega sloppið við það?
Sigurður Þórðarson, 3.7.2009 kl. 15:41
Menn virðast sumir tilbúnir til að borga hvaða gjald sem er til þess eins að styggja ekki ESB. Evrópuríkin setja ESB aðild og Icesave í samhengi þó íslenskir ESB sinnar reyni að halda öðru fram. Það verður svo lágt á þeim risið þegar við verðum búin að gangast undir glæpsamlegar skulbindingar með ESB vonir í hjarta en einmitt þá fella Írar Lissabon sáttmálann í þjóðaratkvæðagreislu svo ekkert verður af því að Ísland gangi í ESB.
Víðir Benediktsson, 3.7.2009 kl. 17:52
... og Davíð sást við Austurvöll...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 20:59
Er Noregur og Rússland í ESB ?... þau setja þessi skilyrði líka..
Menn eiga ekki að spyrja.. hvað kostar það okkur að semja... það vita flestir nokkurn veginn ...
þeir sem hugsa og eru ábyrgir spyrja.... hvað kostar það okkur að semja ekki. ???? og því hafa úrtölumenn og svartagallsrausarar ekki svarað.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.7.2009 kl. 21:25
Vorum við ekki að semja við Breta og Hollendinga um þessa ofurskuldsetningu?
Víðir Benediktsson, 3.7.2009 kl. 23:39
Eimitt Víðir... það var verið að klára mál sem hófst í nóvember það sem áðurnefndir menn höfðu undirritað skuldaviðurkenningu og 6,7% vexti. Það var klárað með verulega lægra vaxtastigi eða föstum 5,5% vöxtum sem sérfræðingur .. norskur sagði að væru óvenju hagstæðir þar sem þeir eru fastir og lágir.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 09:46
Má víst einu gilda hvort það var núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórn þetta er sama klikkunin þrátt fyrir það. Menn greinilega brunnu inni með trompásinn í þessu spili sem á ekki að vera hægt en samningsstaða Íslands var margfalt betri en niðurstaðan gefur tilefni til. Skiftir á engu hvort um er að ræða það sem gert var í nóvember eð allsherjarklúðrið um daginn. Þessi undirlægju háttur er óþolandi. Bretar sýndu hörku og það áttum við líka að gera og nota það sem við höfðum í hendi. Bretar áttu ekkert betra skilið en það. En svona til upprifjunar, þá var Samfylkingin í báðum þessum ríkisstjórnum en finnur sjálfsagt ekki til ábyrgðar frekar en fyrri daginn.
Víðir Benediktsson, 4.7.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.